Morgunblaðið - 23.06.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.06.2017, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2017 Þ að er orðinn svo mikill hraði í þjóðfélaginu í dag. Tölvutæknin hefur gleypt okkur og fólk talar ekki lengur saman. Ef þú ferð á veitingastað þá eru allir í síman- um, allir í eigin heimi, en í heitum potti er hægt að eiga þessa gæða- stund sem maður þarf á að halda með fjölskyldunni,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi versl- unarinnar Heitirpottar.is sem er til húsa á Höfðabakka 1 við Gullinbrú. Þar eru rafmagnspottar seldir og hitaveituskeljar og allt sem við- kemur heitum pottum. Kristján, sem jafnframt á og rekur Fiski- kónginn, byrjaði að selja heita potta árið 2007. Hann segir að þá hefðu verið 30 fyrirtæki á markaði en þeim hefði fljótt fækkað í hruninu. „Núna er miklu meiri sala en árið 2007, ég hef ekki upplifað annað eins. Ég er að fá fimm sex gáma til landsins, einn á viku, og er búinn að selja um helminginn úr þessum gámum sem ekki eru komnir til landsins.“ Vinsælasti potturinn kallast Queen og er fer- köntuð hitaveituskel fyrir sex manns. Hann selur álíka mikið af hitaveituskelinni Yukon og töluvert af rafmagnspottum frá kandadíska fyrirtækinu Arctic Spas. Vatnið á Íslandi ódýrt Spurður um muninn á rafmagns- pottum og hitaveituskeljum svarar Kristján að munurinn á notkuninni sé enginn því skelin sé sú sama. „Hitaveituskelin tekur heitt vatn inn og skilar því út og þú getur tæmt eftir hverja notkun. Með raf- magnspott ræðurðu hversu lengi þú hefur sama vatnið í. Við mælum með að tæma pottinn einu sinni í mánuði vegna þess að vatn á Ís- landi er frekar ódýrt.“ Hvort rafmagnspottur eða hita- veituskel verður fyrir valinu getur því oltið á aðgengi að heitu vatni og rafmagni. Annað sem kaupandi þarf að gera upp við sig er hvort efnið í skelinni sé plast eða trefjar. „Plastefnið virkar þannig að ef það er viðvarandi mikill hiti þá teygist á því og við miklar hitabreytingar á það til að springa. Það gerist ekki með trefjarnar en þær eru dýrari.“ Þarf að þola veður og snjó Það er að mörgu að huga þegar tek- in er ákvörðun um að kaupa heitan pott. Kristján segir að það þurfi að eiga gott lok á hann vegna þess að þetta sé vara sem er úti hvernig sem viðrar, hvort sem það er rok, rigning, fárviðri, haglél eða brenn- andi sól. Lokið þarf að þola mörg hundruð kíló til þess að geta haldið snjóþunganum þegar verst lætur. „Maður þarf að kaupa lok sem þolir mikinn snjó og þyngsli því um leið og lokið brotnar á rakinn greiða leið í lokið og þá verður það þungt og ónýtt og einangrar minna. Með rafmagnspott ertu kannski með fimmfaldan rafmagnsreikning ef lokið er ónýtt og það reynir maður að forðast.“ Að sögn Kristján þarf staðsetn- ingin að vera góð, potturinn á helst að vera í skjólgóðu umhverfi og ekki of langt frá húsinu. Hann mæl- ir gegn því að grafa pottinn niður í jörðina. „Reglan er sú að það má ekki grafa hann niður í jörðina, hann verður að vera 50 cm frá brún svo að 2-3- ára krakkar geti ekki gengið ofan í pottinn. Ég segi fólki að forðast að grafa þá niður vegna þess að það getur snjóað mikið á Ís- landi og ef það snjóar 40 cm þá er potturinn orðinn ólöglegur.“ Margir fídusar í boði Eins og gildir um bíla og húsnæði þarf að halda pottinum við. Í því felst aðallega að halda honum hreinum og nota rétt efni til þess, ýmist klór eða brómíntöflur. „Ég er fisksali sem ætlaði að vera kokkur og er því búinn að læra mikið um bakteríur og örverur. Bakteríur fjölga sér mest við 40 gráðu hita, það er kjörhitastigið þannig að fólk þarf að nota klór eða hreinsiefni. Pínulítið magn af klór drepur þessa sýkla.“ Þá segir Kristján að fjöldinn all- ur sé af viðbótum sem geti auðgað upplifunina. „Fídusarnir eru marg- ir, þú getur fengið hljóðkerfi og LED-ljós sem skipta litum. Það er til hljóðbylgjunudd og loftnudd og sumir eru með sjónvörp.“ Heita vatnið heilsueflandi Þó að hægt sé að koma sjónvarpinu fyrir við pottinn ráðleggur Kristján fólki fremur að slökkva á öllum raf- tækjum, þar á meðal útvarpinu og spjaldtölvunni, þegar í pottinn er komið og tala saman. „Ég mæli með að hlusta á fuglasönginn, horfa á stjörnurnar og kynnast fjölskyld- unni.“ Inntur eftir frekari ástæðum fyrir því að kaupa heitan pott var Kristján ekki í vafa um að það hefði ýmis heilsubætandi áhrif í för með sér. „Þetta er gott fyrir gigtar- sjúklinga. Ef þú talar við gigtar- lækni þá er það fyrsta sem hann ráðleggur að kaupa heitan pott. Æðakerfið víkkar út og blóð- rennslið eykst sem er gott ef þú ert í íþróttum, þá losnarðu fyrr við harðsperrurnar,“ segir Kristján og bætir svo við að ekki megi gleyma að heitur pottur auki virði og nota- gildi fasteignarinnar. „Ef þú ert með pott í stórum garði þá notarðu garðinn mun meira. Ég segi oft við fólk sem er að spá í þetta að það kosti svipað mikið að setja niður heitan pott sem dugar í 20 til 30 ár og að ferðast með fjölskyldunni til London í heila viku. Þetta er fjár- festing í vellíðan og þetta hækkar líka verðið á fasteigninni.“ Eins og að kaupa íbúð Ekki verður komist hjá því að reiða fram nokkur hundruð þúsund krón- ur til þess að fá góðan pott. Þetta er stór fjárfesting og þess vegna ráð- leggur Kristján fólki að koma með krakkana í verslunina á Höfða- bakka og máta fyrir alla fjölskyld- una svo að það viti fyrir víst hvað það er að fá. „Við reynum að veita toppþjón- ustu og segjum fólki að prófa vör- una áður en það kaupir hana til þess að athuga hvort því líði vel. Ég segi stundum að þetta sé eins og að kaupa íbúð, ef manni líður ekki vel við fyrstu innkomu þá kaupir mað- ur hana ekki. Maður þarf að máta margar tegundir og það er mismun- andi hvað hentar hverri fjölskyldu.“ tfh@mbl.is Heitir pottar eru fjárfesting í vellíðan Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þægindi Eins og fólk eru pottar misjafnir í lögun og stærð. Það má vera að stórgerður karlmaður leiti að annars konar potti en smágerð kona og því þarf að máta. Góður pottur gerir veturna bærilegri og sumrin enn betri. Kristján Berg Ásgeirs- son eigandi Heitirpott- ar.is mælir með að fjölskyldan máti pott- ana saman fyrir kaup. Ég segi oft við fólk sem er að spá í þetta að það kosti svipað mikið að setja niður heitan pott sem dugar í 20 til 30 ár og að ferðast með fjölskyldunni til London í heila viku. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 17 2 78 1 Það er töluverð vinna að fúaverja sólpalla og því mikilvægt að vanda undirvinnuna til að verkið endist sem lengst. Nilfisk háþrýstidælur eru öflugar og fylgihlutur eins og pallabursti auðveldar pallaundirvinnuna heilmikið og verkið vinnst bæði hratt og vel. Nilfisk háþrýsti- dælur fást í mörgum stærðum og styrkleikum. NILFISK HÁÞRÝSTIDÆLUR VINNA VERKIÐ Á METHRAÐA Rekstrarland er hluti af Olís Nilfisk fæst í verslun Rekstrarlands, Vatnagörðum 10 og hjá útibúum Olís um land allt • Sími 515 1100 • pontun@olis.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.