Morgunblaðið - 23.06.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2017
Hér er uppskrift að pítsubotninum
en að sjálfsögðu er hægt að nota
tilbúið pítsudeig.
3-4 pítsur
500 g hveiti
10 g sykur
10 g salt
10 g ger
½ dl olía
2,5 dl ylvolgt vatn
pítsusósa
rifinn ostur
álegg að eigin vali
1 egg
Blandið saman þurrefnunum í
skál, hellið síðan vatninu og olíunni
út í og hnoðið vel saman svo úr
verði falleg kúla.
Látið deigið hefast í skálinni
með rakan klút yfir á hlýjum stað í
um 90 mín.
Fletjið út þunna botna, best er
að setja hvern og einn á stórt
kringlótt fat eða pítsuspaða og
setja svo sósuna, ostinn og áleggið
á pítsuna.
Hitið pítsusteininn í 5-10 mín og
setjið tilbúna pítsuna á brenn-
heitan steininn. Brjótið egg í glas
og hellið yfir pítsuna eftir að hún
hefur verið um 2 mín. á grillinu og
grillið í í 3-5 mín. í viðbót.
Ég setti á mína pítsu sósu, ost,
rauðlauk, tómata, papriku, egg og
oregano og eftir að hún kom af
grillinu bætti ég við ruccola og
avókadó.
Grillpítsa
kúrbítur
eggaldin
paprika
rauðlaukur
olía
gróft salt
sítróna
ferskar krydd-
jurtir að eigin
vali
Sneiðið grænmetið fallega, penslið það með olíu og grillið; passa þarf
vel að það brenni ekki.
Raðið öllu grænmetinu á fat, kreistið yfir sítrónusafa, saltið smá og
stráið yfir söxuðum kryddjurtum.
Grillað grænmetissalat
700 g eplamús
700 g rabarbari
2-3 epli
100 g gráfíkjur
½ bolli hrásykur
kanill
½ bolli múslí
smjörklípur
Sneiðið rabarbarann, eplin og
gráfíkjurnar frekar fínt.
Þessu er síðan raðað í lögum
í álform.
Setjið 1⁄3 af eplamúsinni í
botninn á álformi, svo rab-
arbara, epli og gráfíkjur, stráið
yfir kanil og hrásykri. Síðan
kemur annað lag af eplamús og
svo rabarbari og eplin, setjið
restina af eplamúsinni ofan á,
svo rabarbarann og eplin, kanil
og sykur. Stráið yfir múslíinu
og setjið nokkrar smjörklípur á
toppinn. Lokið álforminu með
álpappír og grillið í sirka 25
mín. við miðlungshita.
Morgunblaðið/Hanna
Rabarbaradesert
af grillinu
rauðlaukur
ananas
rauð paprika
Grænmetisbollur frá Móður náttúru
Skerið grænmetið í fallega bita
og raðið á grillpinna ásamt
grænmetisbollunum. Passið að
hafa grænmetið allt í svipaðri
þykkt, þannig grillast það jafnar
og hitnar betur í gegn, og penslið
það með olíu áður en pinninn fer á
grillið.
Mangó- og engifersalsa
½ rauðlaukur, fínt saxaður
½ bolli ferskt kóríander, saxað
1 bolli mangó, fínt skorið
½ dl sítrónusafi
½ dl olía
1⁄3 dl sojasósa
½ rautt chili, fínt skorið
safi úr ½ lime
3 msk. sweet chili sauce eða hunang
Öllu blandað saman.
Morgunblaðið/Hanna
Vegan-grillpinni með
mangó- og engifersalsa