Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 04.06.2017, Síða 4

Barnablaðið - 04.06.2017, Síða 4
BARNABLAÐIÐ4 Krakkakort.net - Hver er þinn uppáhaldsstaður? JÓNATAN VIKTOR ORRI TANJA TINNA ANNA BRYNDÍS Kátir krakkar á vin- sælu útivistarsvæði við Gufunesbæ í Grafarvogi. Deildartunguhver Vesturlandi Vatnsmesti hver í Evrópu er á Vesturlandi. Mjög tilkomumikið og skemmtilegt fyrir krakka að skoða og fræðast. En passið bara að halda fast í börnin ykkar því hér bubblar sjóðandi vatn og heit gufa stígur upp úr hvernum. Hlíðargarður Kópavogi Hlíðargarður er skrúð- garður og falin perla í Kópavogi. Flottur garður til að fara í lautarferð í bænum. Neðst í garðinum hefur verið komið fyrir skemmtilegri klifrugrind. Hvaleyrarvatn Hafnarfirði Vatn í fallegu umhverfi, göngustígur í kring. Þetta er snilld á sumrin, sandströnd og vatnið grunnt við ströndina. Hvítanes Vestfjörðum Hér er gaman að stoppa og fylgjast með selum sem liggja makindalegir rétt undan ströndinni. Passa þarf upp á börnin þar sem bílastæðið er alveg við Djúpveginn. Sjónaukar eru í kassa svo betur megi sjá selina. Hellisskógur Selfossi Hellisskógur á Selfossi er frábær útivistar- staður fyrir alla fjöl- skylduna. Fjölmargar gönguleiðir eru í boði og eins og nafnið gefur til kynna er þar lítill hellir þar sem búið er að koma fyrir bekkjum. HUGMYNDIR AÐ NÝJUM STÖÐUM TIL AÐ HEIMSÆKJA „Hver sem er getur bætt við á kortið.“

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.