Víkurfréttir - 03.01.2003, Page 5
VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 I 5
Árið 2002 var fimmtastarfsár Miðstöðvar sí-menntunar á Suður-
nesjum, sjálfseignarstofnun-
ar. Haldin voru alls 77 nám-
skeið á árinu. Heildarfjöldi
þátttakenda á námskeiðun-
um var 1245 sem er 27%
aukning frá árinu 2001.
MSS stóð fyrir bókmennta- og
menningarviðburðum í sam-
starfi við Bókasafn og menn-
ingarfulltrúa Reykjanesbæjar
og Keflavíkurkirkju. Ráðstefn-
ur voru haldnar og umhverfis-
ferðir voru farnar. Alls 507 ein-
staklingar tóku þátt í þessari
umhverfis- og menningarstarf-
semi MSS. 67 nemendur
stunduðu á fjarnám á háskóla-
stigi við Miðstöðina á haust-
misseri en 43 á vormisseri sem
luku tilskildum prófum.
Alls 1862 einstaklingar tóku
þátt í starfi hjá MSS á vor og
haustönn, en það er 44% aukn-
ing milli ára. Heildarkennslu-
stundafjöldi MSS var 3425 eða
49.273 nemendakennslustundir
sem er um 70% aukning milli
áranna. Að meðaltali hefur því
hver þátttakandi varið sem
svarar 26 kennslustundum til
fræðslu og náms hjá MSS á
liðnu ári. Fastir starfsmenn
MSS eru þrír.
Skúli Thoroddsen,
framkvæmdastjóri MSS
Enn eykst starf Miðstöðvar
símenntunar á Suðurnesjum
VÍKUR
FRÉTTIR
Taktu þátt í kjöri á
manni ársins 2002
á www.vf.is
1. tbl. 2003 - 16 sidur 2.1.2003 15:56 Page 5