Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.01.2003, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 03.01.2003, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Áhádegi á aðfangadagvar dregið úr á annantug þúsunda Jólalukka Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum en á þeim mið- um sem ekki var vinningur var hægt að skila í kassa í Samkaup. Evrópuferðina vann Vilmundur Friðriksson, ungur Keflvíkingur sem býr í Reykjavík en hann starfar hjá Flugmálstjórn Íslands. „Ertu ekki að grínast. Ég vinn aldrei neitt“, sagði Vil- mundur þegar ritstjóri Vík- urfrétta hringdi í hann úr Samkaup á aðfangadag. Það var Sóley Valsdóttir, starfs- stúlka í Samkaup sem dró út 21 miða. „Ég og Lovísa kærasta mín gistum á Hótel Keflavík í til- efni af því frábæra tilboði og keyptum okkur m.a. trúlofunar- hringana hjá Georg V. Hannah og síðan sjónvarp í Ljósbogan- um. Við fengum auðvitað Jólalukkur en skófum enga vinninga á þeim. Ég skilaði þeim síðan í kassann góða í Samkaup en átti auðvitað ekki von á vinningi“. Vilmundur heimsótti foreldra sína á Faxabrautinni á aðfanga- dag þar sem við hittum á kapp- ann og smelltum af honum mynd og óskuðum honum til hamingju. „Þetta kemur sér mjög vel. Það stendur til að fara erlendis snemma á nýju ári“, sagði Vilmundur glaður í bragði. Hinir tuttugu sem dregnir voru úr kassanum stóra sem var nær fullur af miðum fá gjafakörfu eða konfektkassa frá Samkaup og Nóa-Síríus. Nöfn þeirra eru í annarri frétt hér á síðunni. Tuttugu þúsund Jólalukkur voru prentaðar og dreifðust all- ar til 37 verslana og þjónustu- aðila í desember. Vinningar voru 1100 og því ljóst að marg- ir voru heppnir fyrir þessi jól sem gerðu jólainnkaupin á Suðurnesjum. Við höfum þegar frétt af ferðavinningum sem komu á Jólalukkur í Ótrúlegu búðinni, Sportbúð Óskars, Per- sónu, K-sport, Apóteki Kefla- víkur. Við eigum eftir að frétta af hinum því alls voru 16 Evr- ópuferðir með Flugleiðum í vinninga auk eins og áður greinir ellefu hundruð annarra vinninga. Jólaverslun var hjá flestum að- eins minni en í fyrra en þá var reyndar mjög gott ár í jólaversl- un. Þó voru aðilar innan um sem juku sinn hlut frá því í fyrra. Hljóðið var á heildina lit- ið alls ekki slæmt í kaupmönn- um og verslunareigendum því margir höfðu gert ráð fyrir ein- hverri niðursveiflu, m.a. í inn- kaupum fyrir þessi jól. Jólalukka Víkurfrétta og versl- ana gerði sitt í því að styrkja jólaverslunina. Ellefu hundruð vinningar að verðmæti 4 millj- ónir króna runnu út fyrir þessi jól. Einnig komu mörg hund- ruð manns og gistu á Hótel Keflavík sem bauð eins og í fyrra ókeypis gistingu gegn framvísun kvittana úr verslun- um á Suðurnesjum. „Þetta gekk mjög vel og fólk var á- nægt. Vonandi getum við hald- ið þessu áfram næstu jól“, sagði Steinþór Jónsson, hótel- stjóri á Hótel Keflavík. -nöfn tuttugu vinningshafa úr Jólalukku Víkurfrétta hafa verið dregin út! Vilmundur vann Evrópuferðina í Samkaup Áhádegi á aðfangadag var dregið úr á annan tugþúsunda Jólalukka Víkurfrétta og verslana áSuðurnesjum en á þeim miðum sem ekki var vinningur var hægt að skila í kassa í Samkaup.Vinn- ingshafar eru eftirfarandi Evrópuferð - Vilmundur Friðriksson, Keflavík. Gjafakörfur eða konfektkassi frá Nóa Síríus - Samkaup. Hægt er að vitja vinninga í Samkaup: Jóhannes Hólm Bjarnason, 421-4389 Sigrún Sigvaldadóttir, 421-3553 Birna Rut Þorbjörnsdóttir, 848-2149 Jens Sævar Guðbergsson, 422-7159 Jóhann Gunnarsson, 421-4248 Jón Þór Gylfason, 699-4775 Jóhann S. Víglundsson, 422-7225 Erlendsína M. Sigurjónsdóttir, 421-2024 Sóley Bjarnadóttir, 421-5430 David Grissom, 421-5360 Geirný Geirsdóttir, 847-2812 Ævar Jónasson, 423-7967 Vordís Heimisdóttir, 895-5681 Tara Huld Guðmundsdóttir, 456-3552 Kristín Kristjánsdóttir,863-7011 Bylgja Dís Erlingsdóttir, 821-1369 Einar Jónsson, 899-5354 Þröstur Leósson, 899-8086 Sigtryggur Maríusson, 421-7322 Anna María Guðlaugsdóttir, 861-2010 Lukkulegir vinningshafar í Jólalukku Víkurfrétta Gaf ömmu vinninginn! Þórunn Helga Jóhannesdóttir var einaf mörgum heppnum vinningshöf-um í Jólalukku Víkurfrétta og versl- ana í desember. Hún var með Jenný móð- ur sinni að versla í Persónu þegar hún uppgötvaði það nýkomin út úr búðinni að þær höfðu gleymt að fá Jólalukku. Hún hljóp aftur inn í verslunina og fékk skaf- miða og viti menn; í ljós kom vinningur og ferð til Evrópu með Flugleiðum. Sælar og glaðar fóru mæðgurnar til ömmu og afa og Þórunn Helga ákvað að gefa ömmu sinni, Halldóru Jóhannesdóttur vinning- inn. Tveir sona hennar starfa erlendis þannig að nú verður auðvelt fyrir hana að fara út í heimsókn! Daglegar fréttir á www.vf.is 1. tbl. 2003 - 16 sidur 16 2.1.2003 16:18 Page 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.