Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.01.2003, Page 16

Víkurfréttir - 03.01.2003, Page 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Lítil Vogamær jóla- barn Suðurnesja L ítil 3230 gramma og 48sentimetra Vogamærfæddist á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja á annan í jólum, 26. desember kl. 04:54. Foreldr- ar jólabarnsins eru Jónína Klemensdóttir og Guðmund- ur Hauksson. Móðirin var að vonum mjög á- nægð með litlu stúlkuna sína sem var sú fimmta í röðinni og sagði í samtali við Víkurfréttir að fæðingin hefði gengið eins og í sögu. Aðspurð hvernig væri að dvelja á fæðingadeild- inni yfir jólin sagði Jónína að það hefði verið ágætt enda fékk hún mikið af heimsókn- um frá ættingjum. Flugeldaveislan aldrei meiri í Reykjanesbæ L jósanótt í Reykjanesbæog áramótin virðast eigaþað sameiginlegt að veðrið er alltaf eins og best verður á kosið. Frábært flug- eldaveður var á gam- lárskvöld og veislan sem íbú- ar bæjarins buðu upp á var með því glæsilegasta sem sést hefur í Reykjanesbæ. Í ár var veislan ekki minni en þegar árið 2000 gekk í garð í sam- bærilegu veðri. Ljósmyndari Víkurfrétta var á ferðinni með myndavélina og meðfylgjandi mynd af húsi við Freyjuvelli baðað flugeldaljós- um er lýsandi fyrir stemmning- una sem var í Reykjanesbæ á miðnætti. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson Auglýsingasíminn er 421 0000 Stekkjarkot uppljómað í náttmyrkrinu Það er heldur betur ljósa-gangur á Fitjum íNjarðvíkum þessa dag- ana. Nýverið var kveikt á ljósastaurum við tjarnirnar og þar er unnið að miklum umhverfisbótum. Þá hefur bærinn Stekkjarkot verið lýstur upp. Stekkjarkot var endurbyggt í tíð Kristjáns Pálssonar sem bæjar- stjóra í Njarðvíkurbæ og síðasta sumar var Stekkjarkot lagfært talsvert og útihús byggt á svæð- inu. Núna fyrir jólin var svo kveikt á lýsingu á staðnum og er Stekkjarkot uppljómað í nátt- myrkrinu. Skemmtilegt fram- tak. Netkosning! Hver er maður ársins á Suðurnesjum 2002 www.vf.is Taktu þátt í kjöri á manni ársins 2002 á www.vf.is 1. tbl. 2003 - 16 sidur 16 2.1.2003 16:57 Page 16

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.