Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2003, Síða 8

Víkurfréttir - 06.02.2003, Síða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Íbúð þeirra hjóna á Sléttuvegin- um er nálægt Landspítala Há- skólasjúkrahúss í Fossvogi . Íbúðin er í eigu Samtaka Endur- hæfðra Mænuskaða og þar inni miðast allt skipulag við það að hjólastólar eigi greiða leið um. Arnar og Sóley fluttu inn í íbúð- ina þann 6. desember sl. 3 mán- uðum eftir hið hörmulega slys. Þau hafa verið saman í sex ár en sumarið 2001 giftu þau sig í Keflavík og opinberuðu þau ást sína meðal annars í Brúðkaups- þættinum Já sem sýndur er á Skjá einum: „Við kynntumst árið 1984 þegar Sóley var fjögurra ára og ég átta ára, en þá bjuggum við á móti hvort öðru á Kirkju- veginum. Bróðir hennar er jafn- aldri minn og vorum við góðir vinir þegar við vorum yngri. Við fórum að vera saman 1997 og við giftum okkur sumarið 2001. Ástæða þess að við vorum í Brúðkaupsþættinum Já var sú að það hafði verið búið að skrá okk- ur og þegar haft var samband við okkur ákváðum við að slá til. Það var meiriháttar gaman að taka þátt í þessu og við sjáum alls ekki eftir því. Eftir brúðkaupið fórum við í brúðkaupsferð til Grikklands. Við vorum í þrjár vikur í Grikklandi og enduðum á því að fara í viku siglingu um Eyjahafið sem var alveg meiri- háttar,“ segir Arnar og hefur gaman af því að rifja brúðkaups- ferðina upp. Arnar hefur verið á sjó síðan hann var 16 ára gamall og síð- ustu árin sá hann um báta tengdaföður síns og var skipstjóri á 30 tonna bát sem tengdafaðir hans á. Arnar segir að ekki sé til meira frelsi heldur en að vera á sjó: „Ég var nú alltaf á leiðinni að hætta þessu, en sjómennskan var bara eitthvað fyrir mig. Þú finnur ekki vinnu þar sem frelsið er eins mikið og á sjónum,“ segir Arnar en Sóley vinnur í starfsmanna- haldi Varnarliðsins og hefur unn- ið þar síðustu 2 árin. Arnar er búinn að eiga mótorhjól síðan hann var 13 ára gamall og Sóley segir að hann sé algjör adrenalín fíkill. Arnar segir að hann sé mikill tækjakall og sér- staklega fyrir tæki sem einhver kraftur er í: „Ég hef alla tíð haft áhuga á tækjum og hraða. Maður er náttúrulega bara spennufíkill og ég hafði mikla ánægju af því að hjóla.“ Kvöldið fyrir Ljósanótt Það var mikið að gera hjá Arnari daginn sem slysið varð. Hann fór á Sjávarútvegssýninguna sem haldin var í Smáranum og um kvöldið ætlaði hann að undirbúa sig undir kvartmílukeppni sem hann ætlaði að taka þátt í á mót- orhjólinu: „Ég var í raun hættur að hjóla eða allavega var ég bú- inn að minnka það mikið. En ég hafði ákveðið að taka þátt í kvartmílunni á hjólinu sem ég var búinn að eiga í 8 ár. Daginn sem ég lenti í slysinu var ég í bænum og kom heim um kvöld- ið. Þegar ég kom heim fór ég að laga hjólið og ákvað að taka nokkrar æfingar fyrir kvartmílu- keppnina sem átti að fara fram daginn eftir. Ég fór á hjólið og datt og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Arnar og bætir við: „Ég datt alls ekki á mikilli ferð en hentist af hjólinu og út í grjót. Ég missti aldrei meðvitund. Höggið var ekki mikið en ég brotnaði samt. Það brotnuðu fjórir hryggjarliðir, svo- kallaðir brjóstliðir en lömunin kemur strax fyrir neðan brjóst. Ég var út í Helguvík og Sóley var með mér. Þegar ég lá út í grjótinu hugsaði ég bara um að hún kæmi,“ segir Arnar og það er greinilega erfitt fyrir hann að rifja þetta örlagakvöld upp. Vissi að ég væri lamaður Þegar Arnar lá í grjótinu við Helguvík eftir að hafa dottið af hjólinu áttaði hann sig fljótlega á því að hann væri lamaður: „Fyrst eftir að ég datt þá ætlaði ég bara að standa upp, en þegar það var orðið hálferfitt þá fór ég að grípa í fæturna á mér og fann strax að ég væri orðinn lamaður. Ég fann ekkert fyrir fótunum á mér held- ur fann ég bara fyrir gallanum og mér fannst þetta ekkert passa miðað við það hvernig ég sneri. Ég áttaði mig á því að ég væri orðinn lamaður og tíminn var ótrúlega lengi að líða þó hann hafi í raun verið stuttur. Eftir smá stund var orðið erfitt að anda og þá hugsaði ég með mér að það væri eins gott að ég myndi ekki deyja þarna í grjótgarðinum. Ég beið bara eftir því að Sóley kæmi og vonaði að ég myndi lifa þetta af.“ Leitaði að honum í myrkrinu Sóley var með Arnari kvöldið sem hann lenti í slysinu. Á með- an hann gerði við hjólið sat hún á kaffihúsi með vinkonu sinni, en fór með honum um kvöldið út í Helguvík þar sem Arnar ætlaði að prófa hjólið: „Ég beið í bíln- um meðan hann prófaði hjólið. Ég sá að hann keyrði fram hjá mér og ég heyrði í hjólinu. Ég vissi að hann myndi koma fljótt til baka en þegar hann kom ekki fór ég út úr bílnum og heyrði ekkert í mótorhjólinu. Það var „Ég ætla mér að eyða n í það að reyna a - segir Arnar Helgi Lárusson sem lamaðist eftir mótorhjólaslys í Helguvík kvöl H vernig líður manni þegar einföldustu athafnir daglegs lífs verða að flóknum verkefnum? Það að standa við vaskinn og vaska upp, gangaupp stiga þegar maður fer í heimsókn til vina og teygja sig í fjarstýringuna til að slökkva á sjónvarpinu eru einfaldir hlutir í augum flestra.Þegar einstaklingur lamast verða þessir einföldu hlutir að flóknum verkefnum og þarf viðkomandi oft margra mánaða þjálfun til að fram- kvæma þessa einföldu hluti. Um miðnæturbil 7. september í fyrra, kvöldið fyrir Ljósanótt var Arnar Helgi Lárusson að prófa mótorhjólið sitt fyrir kvartmílukeppni sem átti að fara fram daginn eftir. Hann lenti í slysi og lamaðist fyrir neðan brjóst. Sóley Björk Garðarsdóttir kona hans kom að honum á slysstað. Viðtal og myndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson • Brúðkaupsmyndir úr einkasafni „Ég fékk algjört sjokk þegar ég sá hann liggjandi þarna en mig grunaði aldrei að neitt svona alvarlegt hefði komið fyrir. Ég hljóp strax í bílinn til að ná í símann og hringdi í Neyðarlín- una. Ég hljóp aftur til Arnars á meðan ég talaði við Neyðar- línuna.“ 6. tbl. 2003 - NOTA!!! 5.2.2003 17:15 Page 8

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.