Víkurfréttir - 06.02.2003, Síða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
en það er allt framkvæmanlegt ef
viljinn er fyrir hendi,“ segir Arn-
ar og úr augum hans skín
ákveðni.
Glæsilegt hús á Berginu
Árið 1999 keyptu Arnar og Sóley
Bergveg 7 á uppboði og gerðu
húsið upp í þá mynd sem það er
nú. Þau innréttuðu húsið eins og
þau vildu og er það nákvæmlega
eins og þau vildu hafa það. Sóley
segir að Arnar hafi sýnt það hvað
hann sé laghentur þegar hann
vann í húsinu: „Við ætluðum
okkur að búa þarna og hefja lífið,
eignast börn og allan þann
pakka. Við erum auðvitað ekkert
hætt við það, en maður sér það
þegar svona slys ber að höndum
hvað hús er lítils virði miðað við
lífið. Við getum ekki búið í hús-
inu þar sem það er á tveimur
hæðum og hentar Arnari ekki í
dag, því höfum við ákveðið að
selja það,“ segir Sóley og það er
ekki laust við að þau sjái eftir
húsinu enda er það glæsilegt.
Gisti um helgar
Frá því slysið varð hefur Sóley
stutt við bakið á eiginmanni sín-
um af öllum mætti og er greini-
legt að um sterka manneskju er
að ræða: „Eftir að Arnar lenti í
slysinu fór ég ekki frá honum
eina mínútu. Ég var allan sólar-
hringinn hjá honum þegar hann
lá á spítalanum. Þegar hann fór á
Grensás þá gisti ég hjá honum
um helgar, en fór til Reykjavíkur
strax eftir vinnu og var hjá hon-
um á kvöldin. Síðan keyrði ég
heim til Keflavíkur og var yfir-
leitt komin heim um miðnætti,“
segir Sóley og tekur það skýrt
fram að hún beri sömu tilfinning-
ar til Arnars í dag og hún gerði
fyrir slysið: „Viðhorf mitt og til-
finningar til Arnars hafa ekkert
breyst. Hann er sami karakter og
ég elska hann. Hann er samt
lamaður og það er heilmikil
breyting á okkar lífi, en það
breytir ekki okkar sambandi og
hvað við eigum saman,“ segir
Sóley.
Ómissandi þáttur í
uppbyggingunni
Arnar segir að stuðningurinn sem
hann fái frá Sóleyju sé gríðarleg-
ur og hann lítur á hana sem hetj-
una sína: „Ef það á að tala um
einhverja hetju í þessu máli þá er
það Sóley. Hún hefur sýnt ótrú-
legan styrk og það hefur hjálpað
mér rosalega. Auðvitað var þetta
allt saman viðkvæmt fyrst og sér-
staklega fyrir hana. Við höfum
rætt þetta og hún hefur valið en
ekki ég. Ég er lamaður en hún
hefur valið og mér finnst hún al-
gjör hetja eins og hún tekur á
þessu. Ég myndi ekki vilja horfa
á hana lamaða. Það yrði mér al-
veg rosalega erfitt og í raun held
ég að það sé erfiðara að vera að-
standandi lamaðs einstaklings
heldur en að lamast sjálfur. Það
að hafa manneskju eins og hana,
fjölskyldur okkar og vini í kring-
um mig er ómissandi þáttur í
uppbyggingunni,“ segir Arnar og
Sóley hallar sér upp að honum.
Stuðningur Jóa mikilvægur
Keflvíkingurinn Jóhann Krist-
jánsson sem lamaðist fyrir um 8
árum síðan hefur frá upphafi
stutt Arnar af alefli og segir Arn-
ar að það hafi skipt gríðarlega
miklu máli: „Jói hefur meiri
reynslu í þessum heimi heldur en
allir læknar á Íslandi. Hann hefur
verið lamaður í 8 ár og þekkir
þennan heim því mjög vel. Ég
hef oft tekið upp símann og
hringt í Jóa í staðinn fyrir að tala
við lækni. Hann hefur veitt mér
gríðarlegan stuðning og ég er
honum mjög þakklátur fyrir
þennan stuðning,“ segir Arnar.
Með stöðugan verk í bakinu
Líf Arnars í dag byggist á þjálfun
og æfingum. Eins og komið hef-
ur fram eru fjórir hryggjarliðir
brotnir hjá honum og hann er
með stöðugan verk í bakinu.
Arnar segir að baráttan við
Tryggingastofnun sé heilmikil
vinna og flókið ferli: „Í dag er líf-
ið orðið nokkuð eðlilegt nema að
ég er ekkert farinn að vinna enn-
þá. En það er náttúrulega heil-
mikil vinna að koma sér inn í
þessa rútínu og takast á við allt
sem maður þarf að gera. Baráttan
við Tryggingastofnun tekur ótrú-
legan tíma. Maður þarf sífellt að
vera að sanna að maður sé
lamaður þegar maður er að sækja
um hjólastóla og annað sem
maður þarf. Mér finnst ótrúlegt
hvað þetta er mikið moð hjá
Tryggingastofnun. Maður þarf að
sækja um allt og biðtíminn er oft
langur og eins og ég segi þarf ég
sífellt að vera að sanna það að ég
sé lamaður. Ég hefði aldrei trúað
því að þetta tæki svona langan
tíma. Það er hinsvegar fullt af
fólki sem er að misnota kerfið og
það bitnar á fólki sem þarf virki-
lega á því að halda.“
Arnar segir að hann sé ekki tilbú-
inn til að láta segja sér að hann
geti ekki gengið framar. Hann
vill komast að því sjálfur: „Ég
ætla mér að eyða nokkrum árum
í það að reyna að standa upp. Ég
hef verið að lesa mér til um það á
netinu að stíf þjálfun skilar ár-
angri. Ég vil ekki blekkja sjálfan
mig með því að hugsa að ég geti
örugglega staðið aftur en ég ætla
mér hinsvegar að reyna. Ég hætti
sáttur þegar ég hef reynt. Það
gerist ekkert ef þú reynir ekki,“
segir Arnar og baráttuviljinn skín
úr andliti hans.
Möguleikar út í heimi
Síðustu vikur hafa Arnar og Sól-
ey verið að afla sér fróðleiks um
mænuskaddaða út í hinum stóra
heimi. Þau hafa meðal annars
verið í sambandi við lækni í
Frakklandi sem hefur náð góðum
árangri í vinnu með mænusködd-
uðum: „Við höfum verið að tala
við lækna í Frakklandi, Rúss-
landi og Portúgal en þessir lækn-
ar hafa verið að vinna með
mænusködduðum. Þeirra aðferð-
ir eru ekki viðurkenndar, en við
höfum dæmi um að þessar að-
ferðir séu að sýna árangur,“ segja
þau en fyrir nokkrum árum fór
Hrafnhildur Thoroddsen m.a. í
aðgerð hjá kínverskum lækni
með þeim árangri að hún hefur
fengið einhvern mátt í fæturna.
Þeim fréttum hefur móðir henn-
ar, Auður Guðjónsdóttir, reynt að
koma á framfæri við hið vest-
ræna læknasamfélag með sára-
litlum árangri. Auður ákvað því
að fara pólitísku leiðina og nú
hefur Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin stofnað nefnd fyrir
hennar tilstilli sem á að safna
saman þekkingu um lækningu á
fólki með mænuskaða. Arnar og
Sóley hafa verið í sambandi við
Auði og Hrafnhildi og segir Arn-
ar að þau hafi fundið fyrir mikl-
um stuðningi frá þeim mæðgum:
„Auður er alveg meiriháttar kona
og hún hefur hjálpað okkur mik-
ið. Hún vinnur að því að þær
lækningaaðferðir sem hjálpuðu
Hrafnhildi dóttur hennar verði
viðurkenndar og að alþjóðlegur
gagnabanki verði settur upp með
upplýsingum um lækningu á
mænuskaða.“
Meðferð í Frakklandi
Þann 1. apríl nk. munu Arnar og
Sóley halda til Frakklands þar
sem Arnar mun fara í sérstaka
leisermeðferð hjá frönskum
lækni sem heitir Albert Bohbot,
en hann hefur náð góðum árangri
með meðferð fyrir mænuskadd-
aða. Þau gera ráð fyrir að vera í
Frakklandi í einn mánuð til að
byrja með: „Þessi franski læknir
hefur verið að stunda sínar lækn-
ingar frá því fyrir 1990 og með-
ferðin gengur út á það að unnið
er með orkustöðvarnar í líkaman-
um. Með þessari meðferð er ver-
ið að reyna að virkja taugarnar. Í
framhaldi af þessari meðferð
taka við stífar æfingar og standa
þær í 4-6 klukkustundir á hverj-
um degi. Það er í raun verið að
ganga eins langt og hægt er í æf-
ingunum og það mun virkilega
reyna á mann í þessum æfing-
um,“ segir Arnar.
Erfitt að pissa
Einstaklingur sem er lamaður
hefur ekki stjórn á þvagi. Þegar
Arnar þarf að pissa þarf hann að
þræða sig með þvaglegg: „Það
kostar ríkið um 800 þúsund kall
á ári að ég skuli pissa því ég þarf
alltaf að koma legg fyrir. Ég skil
ekki af hverju það er ekki til ein-
hver sjóður sem veitir styrki til
lækninga eins og ég ætla að leita
til því það eitt að ég gæti pissað
eðlilega eftir þessa meðferð
myndi spara ríkinu töluverða
upphæð á hverju ári,“ segir Arnar
og glottir.
Það segir mér enginn að stoppa
Arnar er ekki á því að gefast upp
og segir að dæmin sanni að það
sé hægt að ná árangri í lækningu
mænuskaddaðra: „Ég vil fá að
sjá hver mín takmörk eru. Það er
alveg sama hvað lagt hefur verið
fyrir mig hér heima, ég hef kom-
ist í gegnum það allt saman. Það
eru engar æfingar ennþá sem
hafa stoppað mig. Ég er ekki
ennþá kominn að markinu þar
sem ég stoppa og ég vil alls ekki
láta segja mér hvenær ég eigi að
stoppa. Þótt að læknarnir hér
heima segi mér að líkurnar séu
engar á því að ég gangi aftur, þá
veit ég að það er ekki rétt. Ég hef
aflað mér upplýsinga sjálfur og
veit að dæmin eru til staðar. Það
eru möguleikar annars staðar og
þá ætla ég mér að kanna.“
Er tilbúinn til að leggja sig all-
an fram
Arnar er bjartsýnn á árangur en
gerir sér ljóst að líkurnar eru
ekki sláandi miklar á að umtals-
verður árangur náist: „Hugsaðu
þér ef ég gæti pissað eðlilega eft-
ir meðferðina og ég tala nú ekki
um ef ég gæti gengið í spelkum.
Ég lít á mig sem ákveðið til-
raunadýr því á meðan þessar að-
ferðir eru ekki viðurkenndar þarf
menn eins og mig til að sýna
fram á að þetta beri árangur. Ég
geri þetta í þágu vísindanna og ef
árangur verður af þessu mun ég
láta heyra í mér þegar ég kem
heim. Ég vil að þetta nýtist öðr-
um og ég fer bjartsýnn til Frakk-
lands,“ segir Arnar að lokum.
[ lífsreynslusaga ]Eftir brúðkaupið fórum við í brúðkaups-
ferð til Grikklands. Við vorum í þrjár vikur
í Grikklandi og enduðum á því að fara í
viku siglingu um Eyjahafið sem var alveg
meiriháttar,“ segir Arnar og hefur gaman
af því að rifja brúðkaupsferðina upp.
Frá brúðkaupsdeginum. Stuðningur foreldra þeirra hefur verið dýrmætur.
6. tbl. 2003 - NOTA!!! 5.2.2003 17:16 Page 10