Víkurfréttir - 06.02.2003, Síða 15
Keflavíkurkirkja
Fimmtud. 6. feb. Fermingarund-
irbúningur í Kirkjulundi: kl. 16-16:45
8. MK í Heiðarskóla og 8. KÓ í
Heiðarskóla.
Sunnud. 9. feb. 5. sunnud. e. þrettán-
da. Aldursskiptur sunnudagaskóli kl.
11 árd. Starfsfólk sunnudagaskólans er:
Arnhildur H. Arnbjörnsdóttir, Guðrún
Soffía Gísladóttir, Laufey Gísladóttir,
Margrét H. Halldórsdóttir, Samúel
Ingimarsson, Sigríður H. Karlsdóttir og
undirleikari í sunnudagaskóla er Helgi
Már Hannesson. Guðsþjónusta kl. 14.
Endurskoðuð textaröð B: 5M. 30.15-
19, Gal. 5.22 - 26, guðspjall Mt. 13.
44-52: Fjársjóður, perla, net. - Gídeon
félagar kynna starfsemi sína.
Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Kór
Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti
og stjórnandi: Hákon Leifsson.
Meðhjálpari: Hrafnhildur Atladóttir.
Kirkjukaffi eftir messu. Sjá Vefrit
Keflavíkurkirkju: keflavikurkirkja.is
Þriðjud. 11. feb. Fermingarund-
irbúningur hefst að nýju í Kirkjulundi
kl. 14:30-15:10, 8. B í Holtaskóla & 8.
I.M. í Myllubakka. kl. 15:15-15:55, 8.
A í Holtaskola & 8. B í Myllu-
bakkaskóla.
Miðvikud. 12. feb. Fermingar-
undirbúningur hefst að nýju í
Kirkjulundi. Kirkjan opnuð kl. 12:00.
Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni
kl. 12:10. Samverustund í Kirkjulundi
kl. 12:25 - súpa, salat og brauð á vægu
verði - allir aldurshópar. Umsjón:
Sigfús Baldvin Ingvason. Æfing Kórs
Keflavíkurkirkju frá 19:30-22:30.
Stjórnandi: Hákon Leifsson.
Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík)
Sunnud. 9. feb. Sunnudagaskóli kl.11.
í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu
Sigurðardóttur. Fermingarmessa kl.14.
Fermd verður Karitas Þórarinnsdóttir
til heimilis Mountain Home Idaho
USA. Dvalarstaður á Íslandi er
Lyngbraut 6 250. Garður. Organisti er
Natalía Chow og kór kirkjunnar syn-
gur.
Miðvikud. 12. feb. Foreldramorgun í
Safnaðarheimilinu kl.10.30. í umsjá
Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu
Sigurðardóttur.
Ytri-Njarðvíkurkirkja
Sunnud. 9. feb. Sunnudagaskóli kl.11.
Umsjón Ástríður Helga Sigurðardóttir,
Tone Solbakk og Natalía Chow organ-
isti.
Fimmtud. 13. feb. Stoð og Styrking
fundur kl. 13.00 -16.00.
Fyrirlestrafundur Ingólfur Sveinsson,
geðlæknir ræðir um þunglyndi, streitu
o.fl. Fyrirspurnir og eru allir hjartanle-
ga velkomnir. Baldur Rafn Sigurðsson.
Grindavíkurkirkja
Sunnud. 9. feb. Sunnudagaskólinn kl.
11. Foreldrar athugið að barnastarfið er
byrjað af krafti með nýju og skemmti-
legu efni. Fuglinn Konni kemur í heim-
sókn. Afar og ömmur mætið einnig
með börnunum og takið þátt í starfinu.
Kvöldguðsþjónusta kl. 20 með léttum
gospel tónum. Fermingarbörn og
foreldrar þeirra verða með kaffisölu á
sanngjörnu verði að
lokinni athöfn. Grindvíkingar komum í
kirkjuna okkar og eigum góða stund
saman. Prestur: sr. Jóna Kristín Þor-
valdsdóttir. Organisti: Örn Falkner. Kór
Grindavíkurkirkju leiðir safnaðarsöng.
Kálfatjarnarkirkja
Sunnud. 9. feb. Messa kl. 14. Prestur
sr. Carlos Ferrer. Kirkjukórinn syngur
undir stjórn Frank Herlufsen.
Sóknarnefnd.
Hvítasunnukirkjan, Hafnargötu 84
Sunnudagar kl. 11.00: Almennar
samkomur. Miðvikudagar
kl. 19.30: Stúlknafundir.
Fimmtudagar kl. 19.00 :
Alfanámskeið. Föstudagar kl. 20.00:
Unglingastarf.
Allir hjartanlega velkomnir.
VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 I 15
Áverkefnaáætlun bæjar-stjórnar Reykjanesbæj-ar fyrir árin 2002 til
2006 er áætlað að setja á
laggirnar sambýli fyrir
Alzheimersjúklinga ef þörf er
á slíku úrræði. Nú þegar er
að störfum hópur fagfólks
frá Fjölskyldu- og félagsþjón-
ustu Reykjanesbæjar (FFR),
Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja (HSS) og Dvalarheimil-
um aldraðra á Suðurnesjum
(DS) sem vinnur að undir-
búningi verkefnisins. Ekki
eru til á einum stað upplýs-
ingar um hve stór hópur
fólks á Suðurnesjum á við
minnissjúkdóma að stríða.
Því hefur verið ákveðið að
láta fara fram könnun á því
og óska eftir að aðstandend-
ur Alzheimer- eða minnis-
sjúkra hafi samband fyrir 1.
mars 2003 við Ásu Eyjólfs-
dóttur, félagsráðgjafa í síma
421 6700 á mánudögum og
þriðjudögum milli kl. 10:30
og 11:30.
Hér er einungis verið að athuga
hver þörfin sé sem er mjög
mikilvægt skref og í raun for-
sendur þess að hægt sé að meta
þörfina fyrir þjónustuúrræði til
þessa hóps.
Ef til þess kemur að sambýli
verði að veruleika verður að
meðhöndla umsóknir inn á
það, eins og aðrar umsóknir á
þjónustu- eða hjúkrunarheimili
fyrir aldraða, að undangengnu
vistunarmati.
Það er von okkar að þið hjálpið
okkur að greina þörfina svo við
getum lagt okkar að mörkum
til að skapa minnissjúkum að-
stæður við hæfi í heimabyggð.
Félagsmálastjórinn
í Reykjanesbæ
Er þörf á sambýli
fyrir Alzheimersjúka
í Reykjanesbæ?
KIRKJUSTARF Á SUÐURNESJUM
6. tbl. 2003 - NOTA!!! 5.2.2003 17:28 Page 15