Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.2003, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 20.02.2003, Qupperneq 11
VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 I 11 Elsku Einar Þór til hamingju með 7 ára afmælið þann 21. febrúar nk. Kær kveðja mamma, pabbi, Helena Ósk og Diljá Rún. Kæra Rósa, einu sinni ung og fögur en núna bara fögur. Til hamingju með 50 árin. Aðdáendur. Magnea Sif Einarsdóttir verður 30 ára 23. febrúar nk. Um leið og við óskum henni til hamingju viljum við minna á að Magga býður í veislu laugardaginn 24. febrúar á heimili sínu. Engir karlmenn velkomnir. Verður þú var við aukna kyn- þáttafordóma unglinga á Suð- urnesjum í garð innflytjenda? Nei. Ég held að það sé hvorki meira né minna af fordómum en bú- ast má við í sveit- arfélagi af þeirri stærðargráðu sem Reykjanesbær er. Staðreynd máls- ins er sú að við lifum í fjölþjóð- legu samfélagi og það er eðlilegt að það taki dálítinn tíma að að- laga sig að því. Það hefur aldrei í veraldarsögunni verið um jafn miklar breytingar að ræða eins og á síðustu árum. Í þeirri Kefla- vík sem ég ólst upp í var lítið um fólk af erlendu bergi brotið. Er einhver vinna í gangi innan skólanna til að sporna við nei- kvæðri umræðu um innflytj- endur? Já. Fyrir stuttu ræddi ég við skólastjórnanda sem vildi finna leiðir til að draga úr fordómum gagnvart innflytjendum og þar er fræðsla lykilatriði. Hvað finnst þér að ætti að gera? Aðalatriðið er fræðsla og að gefa skýr skilaboð inn í barna- og unglingahópana um að kynþátta- fordómar af hvaða tagi sem er séu algjörlega ólíðandi. Það þarf að uppræta þessa fordóma með þeim ráðum sem til þarf. Telurðu að umræða um þessi mál skaði eða sé til bóta? Vel gerð og uppbyggileg umræða skaðar ekki. Ábyrgð fjölmiðla er hinsvegar mikil. Ef að fjallað er um málið á ábyrgan hátt en ekki í einhverjum æsifréttastíl þá skaðar umræðan ekki, heldur getur hún verið til bóta. Hefur Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar einhverja ákveðna stefnu í því að eyða fordómum unglinga í garð innflytjenda? Hvers kyns fordómar hafa fylgt mannskepnunni frá upphafi vega og þess vegna er lögð áhersla á það í grunnskóla- lögum og í aðalnámsskrá grunnskóla að temja börnum umburðarlyndi og kristilegt siðgæði í garð meðbræðra sinna. Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar starfar eftir grunnskólalögum og Skólastefnu Reykjanesbæjar og reynir að sjá til þess að þessum lögum sé framfylgt. Það hefur hins vegar ekki verið óskað eftir aðstoð Skólaskrifstofu vegna kynþáttafordóma unglinga né annarra, þannig að við höfum ekki upplifað þetta sem vandamál. Við höfum tekið þátt í að undirbúa komu flóttamanna, tökum á móti innflytjendum og sjáum til þess að þeir fái lögbundna kennslu og vinnum því all- náið með kennurum innflytjenda og þar virðist vel hafa tekist til. Nú er verið að vinna að mótun fjölskyldustefnu bæjarins og þar fá þessi mál einnig mikið vægi. Hvað telurðu að sé mikilvægast í því að eyða fordómum? Ég veit ekki um neitt þjóðfélag og reyndar ekki margan manninn, sem er algerlega laus við fordóma af einhverjum toga. Fordómar stafa fyrst og fremst af ótta við það sem er manni ókunnugt eða framandi. Þess vegna er fræðsla og góðar fyrirmyndir besta leiðin til að hamla gegn fordómum. Börn eru áhrifagjörn og mótast af fyrirmyndum í umhverfinu. Í öllu skólastarfi á að leggja áherslu á kristilegt siðgæði, jafnrétti og bræðralag og umburðarlyndi gagn- vart meðborgurum eins og ég sagði áðan. Það er víða komið inn á þessi mál í kennsluefni grunnskóla með beinum eða óbeinum hætti s.s. lífsleikni og kristnifræði og við val á lesefni. Hverjar telurðu helstu ástæður fordóma? Ef við erum að sjá aukin merki um fordóma í garð innflytjenda, þá er ég ansi hræddur um að við séum að sjá endurspeglun af þeir- ri umræðu sem á sér stað í alþjóðamálum, þar sem þjóðum eða trúarbrögðum er stillt upp sem andstæðingum. Umræðan um yfir- vofandi stríð vesturlanda gegn Írökum eða hið svokallaða heilagt stríð Bin Ladens hryðjuverkamanna gegn vesturlöndum, er allt í kringum okkur og hver getur svarað því hvernig barnsheilinn vinnur úr þeirri umræðu? Yfirlýsingar ráðamanna í fréttum minna óneitanlega nokkuð á málfar tölvuleikja og hasarmynda, maður veit ekki hvernig unglingar vinna úr slíkum yfirlýsingum. Ég er ansi hræddur um að börn og unglingar stilli þessum áróðri upp sem annað hvort svörtum og hvítum, við gegn þeim, og þetta hef- ur mikil áhrif á þau. Á tímum sem þessum er enn mikilvægara en ella að foreldra ræði við börnin um innhald frétta og muninn á réttu og röngu. Stundum velja börn sér óæskilegar fyrirmyndir og það er afar mikilvægt að foreldrar fylgist vel með og þekki börnin sín vel. Gefum skýr skilaboð Stundum velja börn sér óæskilegar fyrirmyndir Eiríkur Hermannsson skólamálastjóri: Gylfi Jón Gylfason skólasálfræðingur hjá Reykjanesbæ: ÚTTEKT Texti og viðtöl: Jóhannes Kr. Kristjánsson Segðu þína skoðun á málinu! johannes@vf.is 8. tbl. 2003 - bls.10-11 19.2.2003 16:44 Page 11

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.