Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.2003, Page 15

Víkurfréttir - 20.02.2003, Page 15
VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 I 15 LOFIÐ LASTIÐ Það eru fjöldamörgöðruvísi námskeið í boði íPúlsinum í Sandgerði. Næstu daga hefjast spennandi námskeið í samvinnu við Orville í Kramhúsinu, bæði í Afró dansi og Afró trommum. Siny er einn besti trommu / trumbu slagari hjá Orville Afró danskennara í Kramhúsinu. Siny hefur mikla reynslu af trumbukennslu á meðal ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Hann setur hlutina fram á einfaldan og skemmtilegan hátt þannig að allir læra fljótt að spila á hljóðfærið. Nemendur þurfa ekki að koma með hljóðfærið á staðinn því Siny útvegar það. Sex vikna námskeið með Siny hefst föstudaginn 21. febrúar og verður á föstudögum klukkan 16:00 - 17:45. Sólveig Hauksdóttir, hjúkrunar- fræðingur og lektor við KHÍ er mikil áhugamanneskja um Afríku og afríska danshefð. Hún hefur numið Afró dans af Afríku- mönnum sjálfum á ferðalögum sínum þar í landi og svo hefur hún numið dansinn af Orville. Sólveig hefur stundað Afró dans í mörg ár og einnig kennt hann á höfuðborgarsvæðinu. Þriðjudaginn 25. febrúar hefst sex vikna Afró dansnámskeið með henni í Púlsinum og verða tímarnir á þriðjudögum klukkan 18:00-19:30. Þeir sem prófað hafa Afró dansinn vita að hann er frábær útrás fyrir sál og líkama. Þú kemst einnig í flott form með því að dansa þennan dans. Afró fyrir alla, líka þig! Skráning er þegar hafin á bæði þessi Afró námskeið í Púlsinum í síma 848-5366 eða á netinu, takmarkaður þátttakendafjöldi. Kíktu á heimasíðuna okkar www.pulsinn.is Afró trommur og Afró dans í Púlsinum Veitingahúsið Soho og meist- arakokkurinn Örn Garðarsson fá lof þessa vikuna. Ekki aðeins kom staðurinn skemmtilega inn í veitingaflóruna með góðan mat á góðu verði heldur er hann að reyna að vera með kaffihúsa- menningu fyrir fullorðna fólkið á kvöldin. Þar er komin góð viðbót við kaffihúsamenninguna á Suðurnesjum, góður staður fyrir fullorðið fólk þar sem hægt er að setjast niður með kaffibolla á kvöldin án þess að vera með glymjandi útvarpsmúsik í eyrunum. Ný gangstétt á mótum Flugvallarvegar og Njarðargötu í Keflavík. Gott að það sé komin gangstétt, en fyrir gamla hunda getur verið erfitt að átta sig á því að hún stendur langt út í götuna og án efa hafa margir ekið á kantsteininn og bölvað... Þarna vantar merkingu, takk! Fjölmiðlar sem apa upp fréttir af fréttavef Víkurfrétta og fara illa með það. Óvönduð vinnubrögð eru fjölmiðlum ekki til fram- dráttar. 8. tbl. 2003 - 24 hbb 2 19.2.2003 17:24 Page 15

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.