Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.2003, Side 17

Víkurfréttir - 20.02.2003, Side 17
VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 I 17 ár, Sú hefur orðið raunin. Skortur á húsnæði hamlar frekari þróun skólans - ekki síst varðandi starfsnámsbrautir, s.s. ýmsar brautir tengdar flugi, bankastörf o.s.frv. Við í bygginganefndinni höfum unnið að undirbúningi málsins síðustu fjögur árin og nú sjáum við að skrifað verði undir samninga innan nokkurra daga. Fljótlega eftir það verður verkið boðið út með svipuðum hætti og síðast þannig að FS verði kom- inn í glæsilegan búning innan 16 mánaða. Markmiðið á alltaf að vera að bjóða upp á sem besta aðstöðu fyrir námsfólk á svæð- inu. Stjórnsýslubygging á Vellinum. Með vaxandi umsvifum á Kefla- víkurflugvelli hefur störfum þar fjölgað um hundruð á síðustu árum og enn á eftir að fjölga. Að- staða fólks í löggæslu, tollvarða- störfum, öryggisþjónustu, flug- málastjórn og fleiri er orðin svo slæm að Vinnueftirlitið hefur lokað bráðabirgðaaðstöðunni. Flestir þekkja einnig til hinna gömlu bygginga er hýsa sýslu- mannsembættið í Grænási. Utan- ríkisráðherra hefur greint frá því að ríkisstjórnin muni innan skamms bjóða út byggingu stjórnsýsluhúss fyrir embættið. Undirbúningur þess hefur staðið lengi yfir og ný hillir undir fram- kvæmdir. Þar með skapast verk- efni, störf og umfram allt boðleg aðstaða fyrir þann fjölda sem vinnur á vegum embættisins, auk þess sem losnar um rými innan FLE. Svo sem sjá má af þessum þátt- um er sannarlega ástæða til að gleðjast yfir verkum sem eru komin á eða að komast á hér á svæðinu. Þau skapa ákveðinn grunn til frekari sóknar. Sam- hliða þarf að hefja stórfellt átak í nýsköpun atvinnulífs á Suður- nesjum. Um það verður fjallað í næstu grein. Hjálmar Árnason, alþingismaður. á Suðurnesjum Það va r fjölmenni á árs- hátíð slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli sem haldin var í Stapanum um sl. helgi. Fjölbreytt dag - skrá var í boði með glæs i- legum veitingum. Pétur Sig - fússon, ding-dong og fyrr - um fyndnasti maður Ísland s var veislustjóri og kitlað i hann margar hláturtaug - arnar um kvöldið. Almenn ánægja var með ár s- hátíðina sem þóttist heppna st einstaklega vel og að lokn u borðhaldi spilaði hljómsveit in Hunang fyrir dansi fram á rauða nótt. Slökkvilið á Keflavíkur- flugvelli skemmti sér í Stapanum 8. tbl. 2003 - 24 hbb 2 19.2.2003 16:22 Page 17

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.