Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.02.2004, Side 2

Víkurfréttir - 05.02.2004, Side 2
➤ G A R Ð U R I N N V E R Ð U R B Æ J A R F É L A G ➤ Í S L E N S K I R A Ð A L V E R K TA K A R Fasteignamarkaður Suðurnesja - inn á öll heimili á Suðurnesjum! Sjáið fasteignaauglýsingar á blaðsíðum 29-31 í Víkurfréttum í dag Fasteignasalan Ásberg, sími 421 1420 Eignamiðlun Suðurnesja Sími 421 1700 Fasteignasala G.Ó. sími 421 8111 Fasteignasalan Stuðlaberg sími 420 4000 stuttar f r é t t i r 2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar f r é t t i r Gylfi hættir sem skólastjóri 1. september Gylfi Guðmundssonskólastjóri Njarð-víkurskóla lætur af starfi skóla- stjóra þann 1. september nk., en Gylfi tilkynnti starfslok sín á starfsmanna- fundi í Njarð- víkurskóla sl. fimmtudag. Gylfi Guðmundsson á lang- an og farsælan feril sem skólastjórnandi í Keflavík og Njarðvík. Árið 1963, er hann var í guðfræðinámi við há- skólann, var hann beðinn um að koma sem kennari að Gagnfræðaskólanum í Kefla- vík. Hann ákvað að ráða sig til eins árs en árin urðu fleiri, því hann hefur aldrei síðan flutt til baka eins og til stóð. Hann var kennari við Gagn- fræðaskólann fram til ársins 1974 en þá tók hann við yfir- kennarastöðu við skólann. Hann var yfirkennari þar fram til ársins 1982 en þá varð hann skólastjóri Gagn- fræðaskólans sem nú heitir Holtaskóli. Haustið 1983 varð hann skólastjóri Grunnskóla Njarðvíkur eða Njarðvíkur- skóla eins og hann heitir nú. Gylfi hefur verið við skóla- stjórn hér syðra í 30 ár. Hann átti 40 ára starfsafmæli á síð- asta ári. Senditæki stolið úr Sigurvin GK Senditæki sem tilkynn-ir sjálfvirka tilkynn-ingaskyldu báta var stolið úr Sigurvin GK-61 sem fórst við innsiglinguna í Grindavík fyrir réttri viku síðan. Tækið nýtist ekki öðrum bátum en Sigurvin þar sem það gefur frá sér merki hans og staðsetningu. A lls 28 starfsmönnum Íslenskra Aðalverk-taka hefur verið sagt upp störfum hjá fyr-irtækinu úr ýmsum deildum á Keflavík- urflugvelli. Flestir starfsmannanna eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Árni I. Stefáns- son starfsmannastjóri Íslenskra Aðalverktaka sagði í samtali við Víkurfréttir að þessar upp- sagnir væru tilkomnar vegna fyrirsjáanlegs samdráttar. Aðspurður segist Árni vona að ekki yrði gripið til frekari uppsagna. „Það er ekkert hægt að segja til um hvort til frekari uppsagna verði gripið en það er ýmislegt í farvatninu á Suðurnesjum sem eru jákvætt og nefni ég þá Stálpípuverksmiðju í Helguvík sem við komum til með að reisa ef af verður og fyrirhugað orku- ver á Reykjanesi.“ Að sögn Árna er fyrirtækið einnig með ýmis önnur verkefni á prjónunum og að hjá fyrirtækinu starfi um 150 manns eftir uppsagnirnar. „Þessar upp- sagnir þýða engin endalok fyrir okkur því við höf- um trú á svæðinu. Í fyrirtæki eins og Íslenskum Að- alverktökum fer fram stöðug endurskipulagning,“ sagði Árni í samtali við Víkurfréttir. A llir þeir 28 starfsmennsem sagt var upp störf-um hjá Íslenskum Aðal- verktökum fyrir helgi eru félagar í Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar formanns VSFK eru uppsagnirn- ar sorgleg staðreynd. „Þessar uppsagnir koma sér afar illa í því erfiða atvinnuástandi sem hér er og með þessum uppsögnum er verið að höggva í mjög rótgróinn hóp fólks sem eiga sér langan starfsaldur. Á Suðurnesjum eru rúmlega 400 einstaklingar at- vinnulausir og þar af eru rúmlega helmingur af því fólk hjá okkur, „ sagði Kristján Gunnarsson í samtali við Víkurfréttir. ÍAV hættir með morgunmat til að draga úr kostnaði Frá og með 30. aprílnæstkomandi verðurstarfsmönnum Ís- lenskra Aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli ekki boðið upp á morgunmat, en tilkynning þessa efnis barst starfsmönnum fyrirtækisins í dag. Í tilkynningunni seg- ir: „Vegna verulegs sam- dráttar í rekstri ÍAV. hf. á Keflavíkurflugvelli neyðist fyrirtækið til að draga úr öllum kostnaði svo framar- lega sem unnt er. Því hefur verið ákveðið að hætta að vera með morgunmat frá og með 30. apríl 2003.“ Í til- kynningunni sem er undir- rituð af Árna Inga Stefáns- syni starfsmannastjóra fyr- irtækisins segir einnig: „Okkur þykir miður að þurfa að grípa til þessara aðgerða, en þær eru nauð- synlegar vegna breyttra að- stæðna.“ Félagsmálaráðuneytið hefur staðfestákvörðun hreppsnefndar Gerðahreppsum breytingu á nafni sveitarfélagsins. Framvegis ber sveitarfélagið nafnið Sveitarfélag- ið Garður. Jafnframt hefur ráðuneytið staðfest nýja samþykkt um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Garð, en samkvæmt henni mun hreppsnefnd framvegis nefnast bæjarstjórn og sveitarstjóri fá titilinn bæjar- stjóri. Frá gildistöku breytingarinnar mun einnig verða starfandi bæjarráð í sveitarfélaginu, sem bæjarstjórn kýs. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Ís- lands voru 1.283 íbúar búsettir í sveitarfélaginu 1. desember 2003. Verið að höggva í mjög rótgróinn hóp ➤ K r i s t j á n G u n n a r s s o n , fo r m a ð u r V S F K : 28 MANNS SAGT UPP Gerðahreppur verður Sveitarfélagið Garður Sigurvin GK í fjörunni við Grindavík í síðustu viku. Ví ku rfr ét ta m yn d: Jó ha nn es K r. K ris tjá ns so n Víkurfréttamynd: Mats Wibe Lund Auglýsingasími 421 0000 FRÉTTASÍMINN 898 2222 Vaktaður allan sólarhringinn! Faxabraut 42c, Keflavík. Mjög skemmtilegt raðhús á tveimur hæðum, auk 50m2 bískúrs. Eignin skiptist í stofu, hol og 4 svefnh. Nýlegt parket á stofu. Sjafnarvellir 7, Keflavík. Mjög gott 114m2 parhús með 3 svefnh. og 32m2 bílskúr. Nýjar innréttingar, skápar, eikar parket og flísar á gólfum. 17.900.000,- Heiðartún 2-D, Garði. Um 170m2 atvinnu/verslunar- húsnæði á tveimur hæðum (milliloft um 50m2). Eignin er í góðu ástandi og býður upp á ýmsa möguleika. 8.500.000.- Vallargata 12b, Sandgerði. Mjög gott og nýlegt 3ja herbergja parhús 87m2. Góðar innréttingar og skápar. Vinsælar eignir. Er laust nú þegar. 8.700.000,- 6. tbl. 2004 umbrot 4.2.2004 13:45 Page 2

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.