Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.02.2004, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 05.02.2004, Qupperneq 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Kveikt var á nýstárlegu bæjarhliðiReykjanesbæjar á Vogastapa síð-degis á mánudag og sagði Árni Sigfússon bæjarstjóri við það tækifæri að bæjarhliðið væri til sóma fyrir Reykjanesbæ. Boðið var upp á kakó við þetta tækifæri og veitti gestum ekki af því kuldinn var mikill. Vélsmiðja Ásmundar Sigurðssonar smíð- aði og setti upp stafina, Rafmiðstöðin sá um lýsingu og grjótgarðurinn kemur úr Helguvík þar sem Íslenskir aðalverktakar hafa unnið við grjótnám. Guðmundur Jónsson arkitekt aðstoðaði við hönnun bæjarhliðsins. Kostnaður við bæjarhliðið í heild sinni nemur um 3 milljónum króna. ➤ „ H O L LY W O O D “ - S K I L T I Ð H E F U R S V O S A N N A R L E G A K O M I Ð R E Y K J A N E S B Æ Í F R É T T I R N A R Bæjarhliðið kostar 3 milljónir króna Fyrir helgi fóru lögreglumenn úr Keflavíkum borð í gamlan pramma sem liggurvið festar í Njarðvíkurhöfn en lögreglu hafði borist til eyrna að nokkuð magn dauðs æðarfugls væri í prammanum og einnig að eitthvað af lifandi fugli væri þar í sjálfheldu. Fuglarnir hafa sennilega kafað undir prammann og upp í farmhólfin sem sum voru opin. Virðist sem fuglarnir hafði ekki ratað sömu leið til baka auk þess sem rými til flugtaks var ekki fyrir hendi. Af ástandi fuglanna mátti ráða að dauðdagi þeirra hafi verið fæðuleysi. Alls voru þarna níu dauðir og þrír lifandi æðarfuglar. Eftir sem áður er prammi þessi dauðagildra fyrir æðarfugl auk þess sem hann er stórhættulegur börnum og ung- lingum sem eiga það til að sækja á hafnarsvæðið. Æðarfuglsgildra í Njarðvíkurhöfn Þrír til fjórir aðilar á tví-tugsaldri hafa síðustumánuði brotist inn á heimili og í fyrirtæki í Reykja- nesbæ. Mennirnir koma við sögu í nokkuð mörgum málum sem lögreglan í Keflavík hefur upplýst. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Keflavík hafa tæplega 100 þjófnaðir og innbrot verið kærð til lögreglunnar á síðustu þremur mánuðum. Um er að ræða innbrot á heimili og í fyrir- tæki, þjófnað úr bifreiðum og frá fólki á veitingahúsum svo eitt- hvað sé nefnt. Á sama tímabili hefur sjö bifreið- um verið stolið í Reykjanesbæ, en auk þess hafa nokkrar bifreið- ar sem stolið hefur verið í öðrum sveitarfélögum fundist í umdæmi lögreglunnar í Keflavík. Að sögn Karls Hermannssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Keflavík hafa innbrot og þjófn- aðir aukist á Suðurnesjum á síð- ustu misserum. Segir Karl aukn- inguna hér haldast í hendur við aukningu á höfuðborgarsvæðinu. Karl segir að skýringa á aukn- ingu innbrota og þjófnaða sé að finna vegna harðari heims fíkni- efnaneytenda. „Það er rétt að hvetja fólk til að huga vel að eig- um sínum, læsa húsum sínum og skilja ekki bifreiðar eftir með lyklunum í. Oftar en ekki er þjóf- um gert auðvelt fyrir með kæru- leysi hús- og bíleigenda,“ sagði Karl í samtali við Víkurfréttir. Sömu einstaklingarnir koma við sögu í mörgum afbrotum á Suðurnesjum ✝ Haraldur Hafsteinn Ólafsson, Halldóra Þorsteinsd., Sigríður Vilborg Ólafsdóttir, Ólafur Róbert Ólafsson, Sveinsína Kristinsdóttir, Guðríður Ólafsdóttir, Hannes Kristófersson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, Kristín Guðmundsdóttir, Vatnsnesvegi 27, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 25. janúar. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík. Jóhanna Dagbjartsdóttir, Sævar Óskarsson, Khamnuan Óskarsson, Dagbjört Óskarsdóttir, Þorlákur Bernhard, barnabörn og barnabarnabörn. Óskars Gíslasonar, Ásabraut 13, Grindavík. 6. tbl. 2004 umbrot 4.2.2004 13:47 Page 6

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.