Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.02.2004, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 05.02.2004, Qupperneq 11
VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 5. FEBRÚAR 2004 I 11 E ftir viðbrögð félagsmála-stjóra Hjördísar Árna-dóttur við grein minni um bókun Fjölskyldu- og félagsmálaráðs frá síðasta fundi þess, þyk- ir mér rétt að draga þessa umræðu eilítið lengra. Skv. fundargerð sem nú liggur fyrir, var þessi bókun lögð fram af félagsmálastjóra sjálfum og tekin fyrir undir liðnum 3) Fé- lagslegar afleiðingar atvinnuleys- is. Maður skyldi ætla að þegar slík mál sem þetta eru til umfjöllunar, að lögð yrðu fram einhver gögn um félagslegar afleiðingar at- vinnuleysis, sem eru æði margar og bitna ekki bara á hinum at- vinnulausa, heldur öllu hans nán- asta umhverfi. Það hlýtur að vera á verksviði félagsmálastjóra og því fagfólki sem undir hans stjórn starfar að draga saman gögn sem nýst geta ráðinu til ein- hverjar faglegrar umfjöllunar um málefnið. Má nefna til atriði eins og sjálfsmynd hins atvinnu- lausa, áhrif atvinnuleysis á fjöl- skylduna og skerðing á mögu- leikum hennar til þátttöku í dag- legu lífi, menntun hins atvinnu- lausa og hvaða leiðir séu færar til að auka hana. Þá hljóta tekjur hins atvinnulausa, einnig að vera til sífelldrar athugunar. Fleiri at- riði mætti telja til sem skipta máli en umfjöllun á þessum nót- um gæfi Fjölskyldu- og félags- málaráði möguleika á að fjalla um málið á einhvern vitrænan hátt. Félagsmálastjóri segir í svargrein sinni að það hafi vakað fyrir ráð- inu og félagsmálastjóra að hvetja til enn frekari samfélagslegrar samstöðu þeirra sem eiga að gæta að líðan borgaranna hverju sinni. En ég held að það væri nær að málið yrði þá tekið til einhverjar efnislegrar umfjöllunar hjá ráð- inu sjálfu áður en farið er að senda áskoranir út um borg og bí. Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafé- lags Suðurnesja FRÉTTASÍMINN 898 2222 Vaktaður allan sólarhringinn! ➤ F J Ö L S K Y L D U - O G F É L A G S M Á L A R Á Ð Svar við svari félagsmálastjóra Á fundi Fjölskyldu- ogf é l a g s m á l a r á ð sReykjanesbæjar sem fram fór sl. mánudag hvatti ráðið stéttarfélög til að auka á markvissan stuðning við at- vinnulausa félagsmenn þar sem atvinnuleysi á Suður- nesjum er vaxandi, en 410 einstaklingar eru atvinnu- lausir á svæðinu. Í fundar- gerð Fjölskyldu- og félags- málaráðs segir: „Í ljósi vaxandi atvinnuleysis hvetur Fjölskyldu- og félags- málaráð stéttarfélög til að auka á markvissan stuðning við at- vinnulausa félagsmenn sína í formi sálgæslu og stuðnings á meðan hver og einn býr við at- vinnuleysi.“ Einnig kemur fram í fundar- gerðinni að langvarandi afleið- ingar atvinnuleysis í 6 mánuði eða lengur og endurtekin höfn- un um atvinnu geti haft afdrifa- rík áhrif á sjálfsmynd þeirra einstaklinga sem við atvinnu- leysi búa og því sé nauðsynlegt að þeim sé tryggður stuðningur. HVETJA TIL AUKINS STUÐN- INGS VIÐ ATVINNULAUSA VERÐUR ÞÚ VITNI AÐ EINHVERJU FRÉTTNÆMU? 6. tbl. 2004 umbrot 4.2.2004 13:51 Page 11

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.