Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.02.2004, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 05.02.2004, Qupperneq 16
16 Teitur Örlygsson: „Það er mjög erfitt að spá í spilin núna vegna óvissunnar sem ríkir um liðið hjá Njarðvík. Óvissan getur verið bæði af hinu góða og illa fyrir liðin þar sem Keflvíkingar gætu átt í erfiðleikum með að ákveða leikaferð þar sem þeir væru ekki vissir um hvernig Njarð- víkurliðið verður uppstillt. Einbeitingin hjá Njarðvíkingum hefur samt orðið fyrir skakkaföllum eftir tvö töp í röð, en stundum getur slíkt virkað hvetjandi og ýtt á menn að stíga upp þegar þrengir að og menn ná kannski upp andan- um í liðinu. Ég hef alla veganna trú á því að mínir menn hafi þetta.“ Sigurður Ingimundarson: „Karlaleikurinn verður áhugaverður, en leikir þessara liða eru alltaf spennandi og skemmtilegir. Liðin eru bæði mjög sterk, en ég er með það á hreinu að Keflavík muni vinna. Kvennaleikurinn verður skemmtilegur en örugglega ekki eins spennandi og karlaleikurinn. Ég held að Keflavík eigi eftir að vinna öruggan sigur, hreinlega af því að þær eru með betra lið og miklu meiri breidd. Svo hafa þær verið að spila vel undanfarið og unnið stórt.“ Pétur Guðmundsson: „Hvað kvennaleikinn varðar spiluðu KR ekki sérlega vel á móti okkur síðast. Keflavík vann þær nokkuð sannfærandi og örugglega, en KR eru búnar að vinna þær í vetur þannig að allt getur skeð ef þær mæta til leiks sæmilega stemmdar og tekst vel upp. Keflavíkur- stelpurnar eru hins vegar sterkar, en þær misstu þetta úr höndunum á sér í fyrra þar sem þær voru með unnin leik í höndunum. Ég held að það hafi verið svona lexía fyrir þær og þær vilja ekki að það komi fyrir aftur og þær eigi eftir að taka þessu af fullri alvöru í fjörutíu mínútur. Karladeildin er nokkuð jöfn og Njarðvík er í vandræðum með meiðsli. Þetta lítur ekki vel út fyrir Njarðvík. Þetta virðist ætla að verða tvöfalt hjá Keflavík um helgina allaveganna á blaðinu. Svo eru Keflvíkingar ekki þekktir fyrir að slaka á í úrslitaleikjum. Þeir ættu að vinna þetta og ég býst við því, en við sjáum nú til!“ Magnús Þór Gunnarsson: Hvernig er dæmigerður leikdag- ur hjá þér? Ég vakna yfirleitt um hálf-ellefu leytið og fæ mér léttan morgun- mat. Svo hittumst við í liðinu heima hjá mér um klukkan þrjú og fáum okkur pasta saman. Eftir það legg ég mig kannski í smá stund, eða spái í leikinn sem er framundan. Hvern ég á að dekka og hver á að dekka mig og þan- nig. Hvernig leggst leikurinn í þig? Hann leggst frábærlega í mig. Ég spilaði minn fyrsta úrslitaleik í fyrra og það var gaman að vinna þá og það verður jafn gaman að vinna núna. Hvernig finnst þér þú og liðið hafa staðið ykkur í vetur? Ég er sáttur við mína frammi- stöðu í Evrópukeppninni, en mér finnst ég persónulega ekki hafa staðið mig eftir mínum eigin væntingum í deildinni þannig að ég á mikið inni. Liðið sjálft hefur ekki verið nógu einbeitt í deildinni hér heima á meðan við vorum í Evrópu- keppninni. Þetta hefur verið svona upp og ofan hjá okkur, en við getum betur og stefnum á að bæta okkur héðan í frá. Eitthvað að lokum? Ég skora bara á fólk að mæta á leikinn. Það er ekki á hverjum degi sem þessi lið mætast í úrslit- um bikarkeppninnar. Friðrik Stefánsson: Hvernig leggst leikurinn í þig? Hann leggst bara vel í mig, Við munum spila til sigurs, sama hvað gengur annars á. Hvernig er dæmigerður dagur hjá þér fyrir svona stórleik? Dagurinn hjá liðinu byrjar auð- vitað á hinni margrómuðu sjávar- réttasúpu Þórunnar Friðriksdótt- ur. Svo horfum við á leik saman og spáum í hlutina. Annars höf- um verið að hugsa um fátt annað þessa síðustu daga, eins og hefur kannski sést á leik liðsins. Ertu sáttur við frammistöðu þína/liðsins í vetur? Ég hef átt góða leiki og svo slaka leiki inn á milli, en yfir allt er ég sáttur við mína frammistöðu. Liðið var svo að spila mjög vel fyrir áramót, en mér finnst við hafa verið aðeins á niðurleið eftir jólin. Eitthvað sem þú vilt bæta við? Ég vona bara að fólk fjölmenni á völlinn og styðji sína menn sama hvorir það eru. Birna Valgarðsdóttir: Hvernig leggst leikurinn í þig? Hann leggst bara mjög vel í okk- ur. Við erum staðráðnar í að bæta fyrir leikinn í fyrra. Ertu sátt við frammistöðu þína/liðsins í vetur? Ég er búin að vera allt í lagi finnst mér. Ég er búin að eiga góða leiki undanfarið og vona bara að við eigum allar góðan dag á laugardaginn og spilum eins og lið. Í sambandi við liðið vorum við bara óheppnar í byrj- un tímabilsins, en erum að sýna okkar rétta andlit núna. Hvernig leggið þið svona leiki upp? Áherslan er bara lögð á að stoppa lykilmenn KR og leyfa þeim ekki að komast inn í leikinn og bara spila okkar leik. Bara spila góða vörn og þá kemur sóknin og þá á þetta að ganga upp. Hildur Sigurðardóttir: Hvernig leggst leikurinn í þig? Bara mjög vel er spennt að fara að spila í höllinni. Ég hef spilað tvo úrslitaleiki áður, á móti Keflavík og Njarðvík. Þetta er alltaf jafn gaman. Hvernig hafið þið verið að stan- da ykkur? Þetta hefur gengið ágætlega nema í síðustu leikjum það sem við höfum ekki verið að spila nógu vel. Hvaða áherslur verða hjá ykkur í leiknum? Það er auðvitað mikilvægast að stoppa lykilmenn þeirra eins og Erlu Þorsteins og mæta þeim af hörku. Eitthvað að lokum? Ég vil bara hvetja alla til að mæta. Þetta verður hörkuleikur! Bikarball í Stapanum Næstkomandi laugardagskvöld verður bikarball í Stapanum í Njarð- vík. Þar koma fram Love Gúru sem samanstendur af Kalla Lú og Dodda litla. Ásamt þeim koma fram dansmeyjar í sýna seiðandi dansa. Suðurnesjamaðurinn Kalli Bjarni Idolstjarna mun einnig koma fram og taka lagið. Miðaverð á bikarballið er aðeins 1.000 krónur. BIKARblaðið Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Grundarvegi 23, 260 Reykjanesbæ. Umsjón: Þorgils Jónsson sport@vf.is Sjáið einnig: www.vf.is Búist við hörkuleikjum Spáð í spilin Bikarbladid 4.2.2004 14:42 Page 16

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.