Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.02.2004, Page 20

Víkurfréttir - 05.02.2004, Page 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Framtakssamir nemendurí 10. bekk Holtaskólahafa tekið höndum sam- an og stofnað námsklúbb með það að leiðarljósi að vera betur í stakk búin til að takast á við samræmdu prófin í vor. Nú þegar hafa 20 nemendur skráð sig í klúbbinn og foreldrar þessara nemenda hafa ákveðið að styðja vel við bakið á þeim. Nemendurnir fá aðstöðu í K húsinu við Hringbraut og munu hittast þar tvisvar í viku undir handleiðslu foreldra. Markmið námsklúbbsins er að hefja undirbúning fyrir sam- ræmdu prófin í tíma, auka sam- vinnu og hópavinnu, læra skipu- lögð vinnubrögð, miðla þekk- ingu og upplýsingum. Einnig er markmiðið að kenna verkaskipt- ingu og að krakkarnir finni hvar þau standi í hverri námsgrein, auk þess að skapa umræður um námsefnið, skapa gott fordæmi fyrir yngri nemendur, efla já- kvæð viðhorf til námsins og slá á prófkvíða. Nemendurnir vinna verkefnin í hópum undir stjórn hópstjóra sem er einn úr hópnum. Gert er ráð fyrir að nemendur miðli sín á milli, innan hvers hóps og á milli hópa, og aðstoði hvert annað eftir þörfum. Hóparnir njóta aðstoðar kennara í viðkomandi fögum. Fyrstu þrjár vikurnar mun hópur- inn einbeita sér að stærðfræði og íslensku. Í kjölfarið mun hópur- inn vinna sameiginlega að því að leysa samræmd próf í hverju fagi frá árinu 1999 til 2003 þannig að þau átti sig betur á umfangi þess námsefnis sem þau eiga að kunna skil á fyrir prófin í vor. Ingibjörg Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem tekur þátt í náms- hópnum, en hún er hópstjóri yfir sínum hóp sem er þessa dagana að læra stærðfræði. Ingibjörg segist lítast mjög vel á hópinn og samstarfið. „Auðvitað getur þetta verið þurr lærdómur, en maður hittir krakkana og það gerir þetta skemmtilegra. Núna erum við að læra stærðfræði og síðan förum við í íslensku. Það sem er líka svo gott við þetta er að maður veit hvernig samræmdu prófin eru uppbyggð og þannig losnar maður við prófkvíða. Maður finnur líka fljótt í hvaða náms- greinum maður þarf að bæta sig,“ sagði Ingibjörg í samtali við Víkurfréttir. Helga Margrét Guðmundsdóttir foreldri er í undirbúningsnefnd foreldra og segir hún að hug- myndin sé komin frá krökkunum sjálfum og hafi komið upp þegar þau fóru að huga að undirbúningi fyrir samræmdu prófin. „Þau byrjuðu nokkur að ræða þessa hugmynd en ákváðu síðan að bjóða öllum sem vildu að vera með í hópnum,“ segir Helga Margrét en stuðningur foreldra og skólayfirvalda í Holtaskóla hefur verið námshópnum mikil hvatning. Að sögn Helgu Margrétar hafa foreldrar mikinn áhuga á starfi nemendanna og þeir eru ákveðnir í að styðja dyggilega við bakið á hópnum, en tveir foreldrar eru með krökkunum þegar þau læra saman í K-húsinu. „Á milli þess sem þau læra saman í K-húsinu hittast þau heima hjá hvoru öðru til að læra, auk þess sem þau nota eyður í skólanum til að læra. Verkefnið felst aðallega í sam- vinnu krakkanna og að þau finni út hvar þau standa í hverri náms- grein fyrir sig.“ Helga segist vona að framtakið verði gott fordæmi fyrir krakka í 9. bekk því þetta skapi jákvæðni gagnvart náminu. „Nú er það ekki lengur hallærislegt þegar krakkarnir tala saman um námið og hvar þau séu stödd. Hug- myndin er frá krökkunum sjálf- um, við foreldrar styðjum hópinn og skólinn er mjög jákvæður gagnvart þessu. Hugurinn ber okkur hálfa leið og á því byggist þetta.“ ➤ 1 0 . B E K K U R H O L TA S K Ó L A Í R E Y K J A N E S B Æ NEMENDUR STOFNA NÁMSKLÚBB Námshópurinn samankominn í K-húsinu við Hringbraut þar sem þau læra saman. Efri röð: Viðar, Ingibjörg, Árni, Brynjar, Sunna, Aníta, Kolbrún, Inga, Sigrún, Fannar, Hrönn, Sólveig, Ragnheiður og Bjarni. Neðri röð: Garðar, Aníta og Auður. VF-LJÓSM YND/HÉÐINN EIRÍKSSON FRÉTTASÍMINN 898 2222 Vaktaður allan sólarhringinn! 6. tbl. 2004 umbrot 4.2.2004 13:56 Page 20

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.