Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.02.2004, Page 21

Víkurfréttir - 05.02.2004, Page 21
Mokfiskirí var hjá bát-um sem gera út fráSandgerði í síðustu viku. Þeir hafa komið hver á fætur öðrum með fullfermi að landi, eða lunningafullir af fiski eins og sagt er. Er ljós- myndara bar að garði á bryggjunni í Sandgerði síðdeg- is á miðvikudag í síðustu viku var verið að landa úr Arnari KE og Betu VE. Beta var með 7 tonn af fiski og 7,8 tonn daginn áður. Arnar var einnig með fullfermi og sömu sögu var að segja af mörgum öðrum bátum. Löndunarbið var því tímafrekt er að hífa fiskikörin upp á bryggju þegar aflinn er svo mikill. „Það hefur verið mjög góður afli hjá litlu línubátunum. Þeir hafa verið hálf- eða sneysafullir og uppistaðan í aflanum er þorskur og ýsa,“ sagði starfsmaður á hafnarvoginni í Sandgerði um aflabrögðin. Hann sagði að línu- bátarnir væru milli 40 og 50 og slíkur væri landburðurinn að tveggja til þriggja stunda bið væri eftir löndun. Sá sem kom með hvað mestan afla að landi á miðvikudags- kvöldið fyrir réttri viku var Ást- þór Bjarni Sigurðsson á Staðar- bergi GK. Hann var með um 10 tonn af fiski, sem var til helm- inga þorskur og ýsa. Ástþór var ánægður með fiskiríið þegar rætt var við hann á kajanum í Sand- gerði en hins vegar var hann ósáttur við verðið á ýsunni. Hann vildi kenna um þeirri miklu kvótaaukningu í ýsu, en ýsukvót- inn var aukinn um 20.000 tonn á einu bretti og verðið féll með það sama. VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 5. FEBRÚAR 2004 I 21 vernig geru spressódryk HAFNARGÖTU 45 • KEFLAVÍK • SÍMI 421 3811 Láttu sjónfræðing okkar kanna ástandið á gleraugunum þínum eða linsum – tímapantanir í síma 421 3811 GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR                               !"  #     ➤ V E R T Í Ð A R S T E M M N I N G Í S A N D G E R Ð I Lélegt á netunum „Það er búið að vera mjög tregt og bara skelfilega lélegt,“ sagði Birgir Jónsson skipsstjóri á neta- bátnum Kóp GK-19 þegar hann var að landa nokkrum kílóum á bryggjunni í Sandgerði. Birgir hefur verið á sjó í rúm 50 ár, en með honum á bátnum eru tveir menn. Annar þeirra, Sigurður Guðfinnsson sagði að þetta væri lélegasta byrjun á netavertíð frá því hann byrjaði á sjónum. „Þeir tala um að þetta sé svona lélegt vegna norðanáttarinnar, en mað- ur veit ekkert,“ sagði Birgir og tók til við að færa nokkrar Grá- sleppur sem fengust í netin yfir í kar. Blaðamaður Víkurfrétta skellti sér út úr bílnum og fór að mynda þá félaga. Birgir hefur, eins og það stendur, migið í salt- an sjó og sagði við blaðamann áður en hann fór af bryggjunni. „Ef þú hefur ekki rétt eftir okkur verðurðu laminn á næsta balli,“ sagði Birgir og brosti reyndar góðlátlega. Birgir og Sigurður taka í nokkra þorska. Ragnar Ragnarsson útgerðarmaður Arnars KE við löndun í Sandgerði í síðustu viku. Landburður af línufiski í Sandgerði 6. tbl. 2004 umbrot 4.2.2004 13:57 Page 21

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.