Víkurfréttir - 19.05.2005, Blaðsíða 1
�����������������������������������������������������������
���������������������
��������
Vikurfrettir_HEKLU_borði_fin2.FH11 Tue Apr 05 14:42:09 2005 Page 1
Composite
C M Y CM MY CY CMY K
20. tölublað •
26. árgangur
Fimmtudaguri
nn 19. maí 200
5
90,1% Suðurnesjamanna lesa Víkurfréttir vikulega
AÐSETUR: GRUNDARVEGUR 23 • 2. HÆÐ • 260 REYKJANESBÆR • SÍMI 421 0000 • WWW.VF.IS • FRÉTTAVAKT: 898 2222
Tök ur á stór mynd inni „Flags of our Fathers“ munu fara fram á Reykja-
nesinu í sumar. Árni Sigfússon,
bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir
í samtali við Víkurfréttir að jafnt
íslenskir sem erlendir aðilar
hafi verið í sambandi við hann
hvað varðar tökur á myndinni á
Reykjanesi. Stóra Sandvík er væn-
legur kostur fyrir kvikmyndatök-
una en sá staður er sagður líkjast
töluvert þeim stað á Iwo Jima þar
sem Bandaríkjamenn réðust til
atlögu árið 1945.
Ein frægasta stríðsljósmynd allra
tíma, sem sýnir hermenn reka
fána Bandaríkjanna á fjallið Suri-
bachi á Iwo Jima, verður sett í
Hollywood-búning og að öllum
líkindum tekin upp á Arnarfelli í
Krísuvík.
„Ég veit nú ekki alveg töluna en bú-
ist er við því að hundruð manna
hérlendis aðstoði við upptök-
urnar,” sagði Árni Sigfússon. Vík-
urfréttir hafa heimildir fyrir því
að leitað verði til leikfélaga hér á
Suðurnesjum sem og annarsstaðar
á landinu en í stríðsmyndum af
þessum toga þarf jafnan hundruð
aukaleikara.
„Við munum aðstoða þá í hví-
vetna en ég og Clint Eastwood
eigum náttúrulega margt sam-
eiginlegt. Við höfum náttúrulega
báðir bæjarstjóra reynsluna en
hann var bæjarstjóri í Carmel í
Bandaríkjunum á sínum tíma
og báðir höfum við leikið í kvik-
myndum. Ég hef leikið í „Didda
og dauði kötturinn“ og hann í ein-
hverjum aðeins frægari myndum,”
sagði Árni með bros á vör.
Þeir Spielberg og Eastwood eru
væntanlegir hingað þann 21. júní
næstkomandi og verða að öllum
líkindum til enda sumars. Tökur
verða að mestu leyti á Arnarfelli
í Krísuvík og í Stóru Sandvík.
Innitökur fara fram í myndveri
Latabæjar. Myndin fjallar um árás
Bandaríkjamanna á eyjuna, Iwo
Jima í Japan.
Um 450 manns munu fylgja til-
vonandi Íslandsvinunum og þegar
er hafið samstarf við Reykjanesbæ
og Hafnarfjarðarbæ.
Hollywood-stórmynd
tekin á Reykjanesi í sumar
Stóra Sandvík er vænlegur kostur fyrir kvikmyndatök-
una en sá staður er talinn líkjast töluvert þeim stað á
Iwo Jima þar sem Bandaríkjamenn réðust til atlögu
árið 1945. Myndin er frá Iwo Jima.
Ein frægasta stríðsljósmynd allra tíma, sem sýnir her-
menn reka fána Bandaríkjanna á fjallið Suribachi á
Iwo Jima, verður sett í Hollywood-búning og að öllum
líkindum tekin upp á Arnarfelli í Krísuvík.
Stórleikarinn Clint East-
wood kemur ásamt Stiven
Spielberg framleiðanda
og vill helst dvelja í
Reykjanesbæ. Fjallið
handan við Krýsuvík-
urkirkju er Arnarfell
sem mun hafa stórt
hlutverk í myndinni
Huginn Heiðar Guð-mundsson, 6 mán-aða gamall drengur
frá Reykja nes bæ, gekkst
undir lifrarskiptiaðgerð
á barnasjúkrahúsi í Pitts-
burgh í Bandaríkjunum í
fyrrinótt.
Hugin og móður hans líður
vel þrátt fyrir erfiðleikana
sem eru að baki og hefur
Huginn strax tekið miklum
fram för um. Nánar á vef
Víkurfrétta, www.vf.is
Heilsast vel
eftir aðgerð