Víkurfréttir - 19.05.2005, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Sport
Grind vík inga bíð ur óskemmti legt hlut-skipti er þeir mæta
meisturum FH á Grindavík-
urvelli á sunnudag. Grindvík-
ingar töpuðu illa í fyrsta leik
gegn Valsmönnum, 3-1, og
misstu þar að auki tvo sterka
menn í meiðsli og þann þriðja
í leikbann.
FH-ingar hafa á sterku liði að
skipa og þykja mun sigurstrang-
legri. Óli Stefán Flóventsson,
fyrirliði Grindvíkinga, gefur
þó lítið fyrir slíkar hrakspár.
„Þegar komið er á völlinn eru
þetta bara 11 menn á móti 11.
Við erum ekki bangnir og þeir
munu fá óblíðar viðtökur hjá
okkur.”
Njarðvík sigrar í
fyrsta leik
Njarðvík sigraði Leiftur/Dal-
vík í fyrsta leik sínum í 2.
deild karla í knattspyrnu á
mánudag.
Lokastaðan á Njarðvíkurvelli
var 1-0 og skoraði Magnús
Ólafsson mark Njarðvíkur úr
víti á 49. mín.
Tóti til Þróttar
Þórarinn Kristjánsson, mark-
arhrókur með meiru, hefur
skrifað undir 2ja ára samning
við knattspyrnulið Þróttar.
Þórarinn, sem lék allan sinn
feril hjá Keflavík áður en
hann hélt utan til Aberdeen í
vetur, hefur verið eftirsóttur
af liðum hér heima eftir að
skoska liðið sagði upp samn-
ingi hans og mun ef til vill
reyn ast ný lið um Þrótt ar
„bjargvættur”.
Lokahóf
körfukrakka
B a r n a o g u n g l i n g a r á ð
körfuknattleiksdeildar Kefla-
víkur heldur sitt árlega loka-
hóf í Heiðarskóla nk. sunnu-
dag. Þar verður boðið upp
á fjölmargar skemmtilegar
uppákomur auk þess sem
viðurkenningar verða veittar
til þeirra sem hafa skarað
framúr á nýliðnu keppnis-
tímabili.
KR sigraði
Reyni í
minningarleik
KR sigraði Reyni Sandgerði,
0-1 í vináttuleik á Sandgerð-
isvelli á miðvikudag í síðustu
viku. Leikurinn var til minn-
ingar um Magnús Þórðarson,
íþróttafrömuð í Sandgerði.
Rógvi Jacobsen, færeyskur
leikmaður KR, skoraði eina
mark leiksins á 15. mínútu.
Leikmenn Reynis stóðu sig
vel í leiknum en liðin hafa
mæst fimm sinnum áður við
þetta tilefni.
M O L A R
Lygasögu líkast!
Pizzutilboð nr.1
12” pizza m/2 álegg
+1/2 ltr. Coke kr. 1.250,-
Pizzutilboð nr.2:
16” pizza m/2 álegg
+2 ltr. Coke kr. 1.600,-
Hádegistilboð:
9” pizza m/2 álegg
og 1/2 ltr. Coke í dós
kr. 850,-
Kjúklingasalat + 1/2
ltr. Toppur eða Coke
Light kr. 1.050,-
Hamborgari, franskar,
sósa og 1/2 ltr. Coke í
dós kr. 750,-
eingöngu
sótt eða
í sal
TILBOÐ
Hræðast ekki meistarana
Vart hef ur far ið fram hjá neinum knattspyrnuáhuga-manni sá mikli styr sem stóð
um uppsögn Guðjóns Þórðarsonar á
samningi sínum við knattspyrnudeild
Keflavíkur sl. föstudag. Hann tók á
þriðjudag við starfi knattspyrnustjóra
Notts County, en Kristján Guðmunds-
son, aðstoðarþjálfari, hefur tekið við
starfinu út tímabilið.
Orð stendur á móti orði í þessari orra-
hríð sem hefur staðið síðan Guðjón
sagði upp störfum, en hann þvertekur
fyrir að hafa rætt við enska liðið áður
en hann hætti hjá Keflavík. Fjölmargar
heimildir gefa annað til kynna, m.a. bar
starfsmaður Notts County, í samtali við
Víkurfréttir, að viðræður hefðu átt sér
stað nokkru fyrir helgina.
Uppsögnin kom flatt upp á alla nema
Guðjón sem bar við faglegum og fjár-
hagslegum vanefndum á samningi
sínum.
Forsvarsmenn deildarinnar segja mála-
flutning Guðjóns fráleitan og samning-
inn skotheldan. Til greina kemur að
deildin leiti réttar síns, en stjórnarmenn
hafa sagt í fjölmiðlum að augljóst sé að
hugur Guðjóns hafi stefnt erlendis áður
en til samstarfsslitanna kom.
Stuðningsmenn Keflavíkurliðs ins
hafa brugðist ókvæða við og hafa Vík-
urfréttum borist fjöldi álita þar sem
Guðjón er harðlega gagnrýndur fyrir
framkomu sína. Notts County menn
eru hins vegar í skýjunum með nýja
stjórann og hæla honum á
hvert reipi. Farið var ítar-
lega yfir feril hans á heim-
síðu liðsins, en af skiljan-
legum ástæðum var ekki
minnst á dvöl hans suður
með sjó.
Leikmenn voru ekki
búnir undir þessar
fregnir frekar en aðrir
og sagði Guðmundur
Steinarsson, fyrirliði,
að uppákoman hafi
verið mikið áfall fyrir
leikmenn. „Það dugar þó
ekki að leggjast í volæði
yfir þessu, því þetta er
á milli Guðjóns og
stjórnarinnar. Við
leik menn snú um
bök um sam an og
leggjum okkur fram
fyrir liðið.”
Vænt ing arn ar sem
l a g t v a r u p p m e ð
þegar Guðjón var ráð-
inn í desember eru nú
brostnar í bili sem og
draumar um nýtt Gull-
aldarlið, en eftir sendur
ung ur og efni leg ur kjarni
leikmanna sem á eflaust eftir
að láta að sér kveða í
s u m a r o g á
næstu árum.
-Örlagaríkur föstudagurinn þrettándi
Andri H Albertsson og félagar
hans í Grindavík töpuðu illa
gegn Valsmönnum í fyrstu
umferð Íslandsmótsins, 3-1.
Nýjustu íþróttafréttirnar og heitustu úrslitin á vf.is