Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2005, Síða 32

Víkurfréttir - 02.06.2005, Síða 32
32 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Nýjustu íþróttafréttirnar og heitustu úrslitin á vf.is Íslandsmót Íþróttasambands Fatlaðra í frjálsum íþróttum utanhúss fór fram á Kópa-vogsvelli síðasta laugardag. Keppt var í flokki hreyfihamlaðra og þroskaheftra en þroskaheftir keppa í 3 flokkum, þar sem miðað er við árangur og raðast sterk ustu kepp end ur í flokk 1 o.s.frv. Nes átti þar 12 keppendur á aldrinum 12 - 50 ára. Keppt var í þar í 100m, 200m og 400m hlaupi, langstökki með at- rennu, kúluvarpi og spjót- kasti. Keppendur frá Nes voru: Arnar Már Ingibjörnsson sem náði 1. sæti í 1. flokki, í 100m hlaupi, 200m hlaupi, spjótkasti og langstökki með atrennu og 2. sæti í kúluvarpi, Guðmundur Ingi Einarsson sem náði 1. sæti í 1. flokki í kúluvarpi og 2. sæti í spjótkasti, Sigríður Karen Ásgeirsdóttir náði 1. sæti í 1. flokki í 100m hlaupi, kúluvarpi, langstökki með atrennu og spjótkasti, Jósef Pétursson sem náði 1. sæti í 2. flokki í 100m hlaupi, og langstökki með atrennu, Bryndís Brynjólfsdóttir sem náði 2. sæti í 2. flokki í 100m hlaupi og kúluvarpi, Jakob Gunnar Lár- usson sem náði 1. sæti í flokki ungliða í 100m hlaupi, 1. sæti í 2. flokki í langstökki með atrennu, 2 sæti í spjótkasti, Valur Freyr Ástuson náði í flokki ungliða 3. sæti í 100m hlaupi, 3. sæti í 3. flokki í kúluvarpi, Guðmundur Ingi Margeirsson sem náði í flokki ungliða 2. sæti í 100m hlaupi, 3. sæti í 2. flokki í langstökki með at- rennu og 2. sæti í 3. flokki í spjótkasti, Óskar Ívarsson sem náði í 3. flokki 1. sæti, í langstökki með atrennu og 3. sæti í 100m hlaupi, Kon- ráð Ragnarsson sem náði í 2. flokki 1. sæti, í kúluvarpi og 3. sæti í spjótkasti, Jón Reynisson náði í 3. flokki 3. sæti í spjótkasti, Egill Ragnarsson náði í 3. flokki 1. sæti í kúluvarpi og spjótkasti og 2. sæti, í langstökki með atrennu. Samtals náðu þau í 31 verðlaunasæti þar af 15 Íslandsmeistaratitla sem teljast má mjög góður árangur. Þess má geta að nemendur úr Fjölbrauta- skóla Suðurnesja voru með Nes hópnum til að- stoðar en það er hluti af námi þeirra í FS. Árangur keppenda er að finna á vefsíðu félagsins www. gi.is/nessport undir mót. 15 meistaratitlar í frjálsum til Nes Á sín um tíma þeg ar ég skrifaði í Víkurfréttir vegna 2. flokks karla í Kefla vík sag ð ist ég láta vita hvað væri að gerast hjá flokknum og hvað hafi gerst. Jú, þegar maður lítur til baka var strax ákveðið að fara til út- landa til æfinga og var ákveðið að fara til Spánar. Tíminn sem var valinn var verslunarmanna- helgi í ljósi þess hversu langt frí er þar og ekki síður til for- varnar. Valið var að fara með Sumarferðum þar sem Keflvík- ingurinn og ferðafrömuðurinn Helgi Jóhannsson er við stjórn. Það hefur verið einstakt að eiga við Helga viðskipti og þægilegri mann er ekki við að eiga. Það var frekar fátæklegt bú sem tekið var við í upphafi. Það vant- aði upphitunargalla og það vant- aði ferðagalla og keppnissett svo það lá við að maður hætti við. Það hefur tekið á að fjármagna þetta allt en við tókum að okkur alla hluti nema keppnisbún- inga og hafa strákarnir staðið sig með prýði. Ekki ætla ég að telja upp þau fyrirtæki sem hafa stutt þetta verkefni þar sem ég veit að þau hafa nú þegar fullt af styrkbeiðnum og vilja eflaust ekki meiri athygli. Ég mun síðar þakka þeim. Það hefur mikið gengið á hjá knattspyrnudeild Keflavíkur að undanförnu þar sem Guðjón Þórðarson kaus að hlaupast undan merkjum og hefur það skapað leiðindi. Guðjón Þórð- arson hafði það í sínum samn- ing að hafa yfirumsjón með 2. flokki karla, hvernig sinnti hann því verki? Guðjón Þórðar- son kom aldrei á æfingu hjá 2. flokki eða á leik ef þetta er það sem Guðjón Þórðarson kallar fagmennsku og að uppfylla samning þá má Guðjón Þórð- arson vera með sinn standard fyrir mér fari hann í friði. Þetta hefur allt áhrif og ekki síst á 2. flokk þar sem ákveðið hefur verið að Kristinn Guðbrandsson sem verið hefur þjálfari 2 flokks hefur verið ráðinn sem aðstoð- arþjálfari meistaraflokks. Krist- inn mun áfram vera yfir 2 flokk og þegar þetta er skrifað þá er verið að leita að þjálfara honum til aðstoðar. Það er aðeins tvö markmið sem 2. flokkur hefur þetta tímabil og það er að kom- ast upp í A riðil Íslandsmóts og missa engan strák úr boltanum þar sem ég lít á íþróttir sem for- vörn. Við byrjuðum baráttuna á sunnudaginn og væri gaman ef Keflvíkingar sem hafa stutt okkur svo vel í fjáröflun kæmu á leiki og veittu okkur stuðning. Kveðja, Einar H Aðalbjörnsson Erla best hjá UMFN Af 2. flokki Keflavíkur Erla Dögg Haraldsdóttir var kjör inn Íþrótta-maður Njarðvíkur á að- alfundi UMFN í síðustu viku. Þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur þennan titil. Í ár varð Erla Dögg Íslandsmeist- ari í 14 einstaklingsgreinum á Ís- landsmótum SSÍ. Hún vann átta titla í fullorðinsflokki og sex í unglingaflokki, einnig vann hún til fjögurra titla í boðsundum. Í heildina eru því titlar hennar í ár 18. Stúlkan er einn af sterkustu sundmönnum landsins og vann einmitt til gullverðlauna í 200m fjórsundi á Smáþjóðaleikunum á þriðjudag. Tími hennar var 2:26.40. Ungur kylfingur úr GS, Atli Elíasson, lék Hólmsvöll í Leiru á innanfélagsmóti í vikunni á 68 höggum, eða 4 höggum undir pari. Hann var samtals með 7 fugla á hringnum; 4., 6., 7., 10, 12., 14. og 18. Fékk 9 pör, einn skolla og einn skramba. Frábært skor hjá Atla sem er 23 ára. Þess má gea að hann fékk 43 punkta fyrir árangur sinn og lækkar því um 0,4 í forgjöf, en fyrir var hann með 3,5. Það voru fleiri sem voru að skora vel í mótinu; Björng Víkingur Skúlason lék á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari og þeir Björgvin Sigmundsson og Þröstur Ástþórsson á 71 höggi. Þeir eru allir úr GS. Atli með 7 fugla á Hólmsvelli FLE, Fríhöfnin og GS í samstarf Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Fríhöfnin gerðu í síð-ustu viku styrktar- og samstarfssamning við Golf- klúbb Suðurnesja. Samningurinn felur m.a. í sér að FLE verður einn af aðalstyrkt- araðilum Pro-am mótsins sem haldið verður 18. júlí og Íslands- mótsins í höggleik sem haldið verður á Hólmsvelli Leiru 21.- 24. júlí. GS mun skipuleggja golfkennslu fyrir starfsfólk FLE í sumar og golfmót fyrir FLE og Fríhöfnina sem samstarfsaðilum fyrirtækjanna verður boðið til. Í samningnum er gert ráð fyrir því Golfklúbbur Suðurnesja verði áberandi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar enda sagði Gunnar Þórarinsson, formaður GS að golfklúbburinn væri ekki bara íþróttafélag heldur og þátttak- andi í ferðaþjónustu svæðisins. Með hliðsjón af þeim gríðar- mikla fjölda ferðamanna sem færu um flugstöðina væri það mik il vægt fyr ir Hólms völl í Leiru að vera sjáanlegan í auglýsingum enda aðeins um 5 mínútna akstur á milli stað- anna. „Við væntum mikils af samstarfinu við Flugstöðina og Fríhöfnina og erum ákaflega ánægðir með samninginn,” sagði Gunnar. Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri FLE hf., Gunnar Þórarins- son formaður Golfklúbbs Suðurnesja og Sturla Eðvarðsson, fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf. skrifa undir samninginn. Nes vann þrefalt í 100m hlaupi ungliða. Hópurinn kom saman í „Pikknikk“ eftir mótið

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.