Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.07.2005, Side 14

Víkurfréttir - 14.07.2005, Side 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Bæjarstjóri Grindavíkur, Ólafur Örn Ólafs-son ætlar að taka áskorun þess efnis að hjóla síðasta spölinn með Eggerti Skúla- syni en hann er að hjóla hringinn í kringum landið til styrktar Hjartaheill. Grindvíkingur- inn Arnbjörn Gunnarsson skoraði á bæjarstjór- ann og vill með því vekja athygli á mikilvægu málefni. „Ég ákvað að leggja eitt þúsund krónur á hvern þann Grindvíking sem vill hjóla síðasta spölinn með Eggerti en þó tíu þúsund kr. að hámarki. Egg- ert hefur sagt að hann muni hjóla annan hring ef þrjú þúsund manns hjóli með honum síðasta spölinn og vona ég því að sem flestir mæti og láti Eggert standa við stóru orðin. Það þekkja allir ein- hvern nákominn sem fengið hafa hjartaáfall og því stendur það mörgum nærri að styðja við Hjarta- heill” sagði Arnbjörn í samtali við blaðið. Ólafur Örn sagði að það væri sjálfsagt mál að verða við þessari áskorun og vildi hann hvetja sem flesta til að styðja við þetta góða málefni. Þess má geta að hægt er að hringja í síma 907-2001 og 907-2003 til að styrkja Hjartaheill. Búið er að ráða í flest hlut verk mynd ar-inn ar Flags of Our Fathers sem tekin verður upp í Sandvík og Krýsuvík seinna í sumar. Leikararnir Ryan Phillippe, sem er þekktastur fyrir að leika í mynd inni I Know What You Did Last Summer árið 1997, myndinni Cruel In- tentions árið 1999 og í mynd- inni Crash á síðasta ári ásamt Sandra Bullock, kemur til með að leika hlutverk John Bradley. Philippe er kvæntur leikkonunni Reese Wither- spoon og þau eiga tvö börn. Adam Beach fer með hlutverk Ira Hayes. Auk þeirra er búið að ráða fjöl- marga héðan til að fara með aukahlutverk í myndinni. Þar á meðal hafa þó nokkrir Suð- urnesjamenn verið valdir til að leika hermenn í myndinni. Bæjarstjórinn í Grindavík ÆTLAR AÐ HJÓLA SÍÐASTA SPÖLINN MEÐ EGGERTI Búið að ráða í helstu hlutverk í mynd Clint Eastwoods Grindavík Ekið var á 10 ára dreng á Víkurbraut í Grindavík í síðustu viku. Var dreng- urinn á hjólaskautum og kom af Staðarhrauni og út á Vík- urbraut í veg fyrir bifreiðina. Drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Foss- vogi en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Ekið á dreng

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.