Víkurfréttir - 14.07.2005, Page 15
VÍKURFRÉTTIR I 28. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 14. JÚLÍ 2005 I 15
50
frítt fyrir
FIMMTUGA
�������������������������������������������
����������������������������������������������
���������������������������������������������
��������������������������������
��������������������������������������������������������
��������������������������������������
�������������������������������
������������������������������������
���������
������������������
����������������������������
������
������������������������
��������������������������������������
�������������������������
Stálpuð Kanadagæs hefur síðustu daga sést á tveimur stöðum á Suðurnesjum. Fyrst varð hennar vart við Sandgerðistjörn
en í vikunni hefur Kanadagæsar orðið vart á
tjörninni á Fitjum. Kanadagæsir eru reglulegir
flækingar á Íslandi og sjást gjarnan í fylgd með
öðrum gæsum. Einna helst er talið að gæsin sé
að ná sér í forða fyrir áframhaldandi flug yfir
Atlantsála.
Að sögn Sveins Kára Valdimarssonar hjá Náttúru-
stofu Reykjaness í Sandgerði er greinilega ekki
um sama fuglinn að ræða. Gæsin sem sást í Sand-
gerði var bæði stærri og dekkri en fuglinn sem
Víkurfréttir festu á mynd á Fitjum uppúr hádegi
á mánudag.
Árið í ár er orðið metár hvað varðar Kanadagæs
en það sem af er árinu hafa sést nærri 30 fuglar
hér á landi.
Aðspurður hvort meira væri um flækingsfugla á
Íslandi hin síðari ár, vildi Sveinn Kári ekki meina
það. Það væru hins vegar orðnir fleiri áhugasamir
um fugla og því fleiri að sjá sjáldséðar tegundir
hér á landi en áður. Þó gæti hlýrra loftslag haft ein-
hver áhrif á það að sjaldgæfir fuglar kæmu meira
hingað nú en áður.
Náttúrustofa Reykjaness hefur áhuga á að heyra
um sjaldgæfa fugla en þar er í augnablikinu verið
að vinna að fjórum doktorsverkefnum í fuglarann-
sóknum.
Ég óska Garð bú um til hamingju með glæsilegt nýtt safnahús og sérstak-
lega óska ég kollega mínum
Ásgeiri Hjálmarssyni til ham-
ingju með góðan árangur.
Það hef ur vel tekist til með
hönnun hússins og tengingu við
eldri byggingu. Þá er frágangur
utanhúss til fyrirmyndar og
hæfir vel þessari náttúru- og
menningarperlu sem Garðskag-
inn er. Sú alúð og virðing sem
Garðbúar bera greinilega fyrir
sögu sinni endurspeglast vel í
sýningunum.
Það hafa margir saknað þess að
samsvarandi uppbygging hafi
ekki átt sér stað hér í Reykja-
nesbæ. Í samræðum mínum við
bæjaryfirvöld hef ég hins vegar
ekki heyrt annað en að vilji og
metnaður sé til staðar fyrir upp-
byggingu safnsins. Ýmsar hug-
myndir hafa verið uppi um hvar
nýtt safnahús Byggðasafnsins
eigi að rísa. Við höfum t.d. velt
fyrir okkur að tengja nýtt safna-
hús við uppbyggingu í kringum
Íslending þannig að þessar tvær
byggingar myndi umgjörð um
minjagarð sem fyrirhugaður
er á þessum slóðum. Þetta er
einkar athyglisverð hugmynd
ekki síst vegna þess að fyrstu
hugmyndir um uppbyggingu
byggðasafns sem komu fram
hjá Ungmennafélagi Keflavíkur
á fimmta áratug síðustu aldar,
fólu í sér að byggja upp safn og
skrúðgarð í hjarta Keflavíkur.
Ungmennafélagið lét verkin tala
og stofnaði Byggðasafn Kefla-
víkur á stærsta degi þjóðarinnar
á 20. öld, 17. júní 1944. Þessi
fallega umgjörð um safnastarf
sýnir trú þessara einstaklinga
á að saga þessa svæðis sé bæði
áhugaverð og mikilvæg. Í kjöl-
farið hefur mikið af munum og
myndum safnast til safnsins og
er safnkostur þess í dag bæði
töluverður og fjölbreyttur og
þar má finna margt góðra og
mikilvægra gripa.
Það vantar sárlega vettvang til
að tryggja aðgengi almennings
að menningararfleifð sinni og
bindum við miklar vonir við að
bæjarstjórn taki ákvörðun um
að byggja nýtt safnahús í náinni
framtíð.
Sigrún Ásta Jónsdóttir,
forstöðumaður Byggða-
safns Reykjanesbæjar
Nýtt byggðasafn á Garðskaga
Gleðitíðindi í safna-
málum Suðurnesja
Grindavík
KANADAGÆS
HEIMSÆKIR
SUÐURNES
Kanadagæsin á Fitjum.