Víkurfréttir - 21.07.2005, Side 9
VÍKURFRÉTTIR I 29. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ 2005 I 9
50
frítt fyrir
FIMMTUGA
�����������������������������������
�������������������������������������
�������������������������������
����������������������������
��������������������������
�����������������������������
��������������������������
�������������������������
������������������
�������������������������
����������
���������
������������������
����������������������������
������
����������������������������
����������
��������������������������
Opnum nýtt gallerí
laugardaginn 23. júlí kl. 13:00
Skartgripir úr íslenskum slípuðum steinum og fl.
Opið alla daga frá kl. 13-18
eða eftir samkomulagi.
Staðsett við hliðina á Fræðasetrinu í Sandgerði.
Sími 660 6087
Vitatorgi • Sandgerði
Gallerí Grjót
FRÉTTASÍMINN
SÓLARHRINGSVAKT
898 2222
LANDSMÓTIÐ Í GOLFI Á HÓLMSVELLI Í LEIRU
Karen Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja er lang sigursælasti
kvenkylfingur Íslandssögunnar
og þó karlarnir væru taldir
með í sama flokki því hún
vann átta ár í röð og sinn
fyrsta titil á sínum heimavelli á
Hólmsvelli í Leiru 1989. Karen
vann annan titil í Leiru 1993
en síðast í Vestmannaeyjum
1996 en ári síðar fór hún utan
og reyndi við atvinnumennsku
í Bandaríkjunum. Það reyndist
erfitt og hún hætti tveimur
árum síðar en starfar nú sem
útibússtjóri í banka þar ytra.
Í síðustu landsmótum á Hólms-
velli í kvennaflokki sigraði
Ragnhildur Sigurðardóttir
1998 en það var hennar annar
titill, 1993 sigraði Karen eins
og áður segir. Árið 1986 sigraði
Steinunn Sæmundsdóttir og
1981 hampaði Sólveig Þorsteins-
dóttir titlinum í eitt af þremur
skiptum sínum. Sama gerði
Jóhanna Ingólfsdóttir en hún
sigraði í eitt af þremur skiptum
sínum á Hólmsvelli í Leiru árið
1978.
Hjá körlunum sigraði Sigurpáll
Geir Sveinsson s íðast eða
1998 þegar mótið var fyrst
sýnt í beinni útsendingu í
í s l ensku s jónvar pi á Sýn .
Mótin á undan voru 1993 en
þá vann Eyjapeyinn Þorsteinn
Hallgrímsson, Úlfar Jónsson
vann 1986, Ragnar Ólafsson
1981 og Hannes Eyvindsson
1978.
Allir bestu kylfinga landsins eru
mættir til leiks á Íslandsmótinu í
höggleik sem hófst á Hólmsvelli
í Leiru í morgun, þar á meðal
tveir bestu atvinnukylfingarnir,
þau Birgir Leifur Hafþórsson
og Ólöf María Jónsdóttir en
þau hafa bæði titla að verja eftir
sigra á Akranesi í fyrra.
Í kvennaflokki er Ragnhildur
Sigurðardóttir úr GR líklegust
til að berjast um titilinn við
Ólöfu eftir gott gengi í mótum
sumarsins. Hjá körlunum er
Birgi Leif spáð titlinum eins og
Ólöfu en þó er talið að hann
geti fengið harða mótspyrnu
nokkurra kylfinga og eru þá
Heiðar Davíð Bragason og
Sigurpáll Geir Sveinsson úr
Golfklúbbnum Kili helst nefndir
til sögunnar.
Ræst var út frá kl. 7.30 í morgun
og er ræst út til kl. 14.30 í
dag og á morgun. Sýnt er frá
mótinu á Sýn alla dagana, í
þáttum fyrstu tvö kvöldin en
beinni útsendingu laugardag
og sunnudag kl. 15-19. Vefsíða
Víkurfrétta, kylfingur.is mun
verða með ítarlega umfjöllun
frá mótinu allan daginn, alla
mótsdagana.
Þátttakendur eru 144 og þar af
27 í kvennaflokki sem er met í
sögu Íslandsmótsins.
Hólmsvöl lur skar tar s ínu
fegursta og veðurspáin er mjög
góð. Það má því búast við hörku
spennandi keppni og flottu golfi
næstu fjóra daga á Hólmsvelli
í Leiru.
Suðurnesjamennirnir Guðmundur Rúnar Hallgrímsson,
klúbbmeistari GS 2005 og Örn Ævar Hjartarson, fremsti kylfingur
GS til margra ára verða báðir í baráttuni á Hólmsvelli næstu daga.
Ólöf María Jónsdóttir er mætt
í titilvörnina á Hólmsvöll.
BIRGIR OG ÓLÖF MARÍA
LÍKLEG TIL AÐ VERJA TITLANA
Birgir Leifur lék í boðsmóti
sl. mánudag í Leirunni. Hann
er ánægður með völlinn og
tilbúinn í slaginn.
KAREN SIGURSÆLASTI
KYLFINGUR SÖGUNNAR