Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.09.2006, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 21.09.2006, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 38. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR Útgefandi: Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamenn: Auglýsingadeild: Útlit, umbrot og prentvistun: Hönnunardeild Víkurfrétta: Prentvinnsla: Dagleg stafræn útgáfa: Skrifstofa Víkurfrétta: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Ellert Grétarsson, sími 421 0014, elg@vf.is Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is Jón Björn Ólafsson, sími 421 0004, jbo@vf.is Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Hanna Björg Konráðsdóttir, sími 421 0001, hannabjorg@vf.is Víkurfréttir ehf. Magnús Geir Gíslason, s: 421 0005, magnus@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Þóra Kristín Sveinsdóttir, s: 421 0011, thora@vf.is Ragnheiður Kristjánsdóttir, s: 421 0005, ragnheidur@vf.is Prentsmiðjan Oddi. www.vf.is, www.vikurfrettir.is og kylfingur.is Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15. Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN ER Í SÍMA 898 2222. 8 Kallinn á kassanum �������������� ��������� � ��������������������� �������������������������������������� ������������������������� ������� ���������������������������� ����������������������� �� ������������������������� ENN ERU TUGIR manna sem missa vinnuna á Vellinum um mánaðarmótin sem ekki eru búnir að fá aðra vinnu og eru í lausu lofti með framhaldið. Ekki síst er það fólk af sömu kynslóð og Kallinn sjálfur, en í heimi æskudýrkunar er víst ekkert pláss fyrir hæfa einstaklinga með áratuga reynslu. Það hlýtur að vera forgangsverkefni stjórnvalda á bæði lands- og sveitarstjórnarstigi að bregðast við vanda þessa hóps og hefur þá helst verið minnst á e.k. starfslokasamninga. Næsta víst er að Kaninn þarf ekki að bera kostnað af því eftir að hann hverfur á brott alfarinn. KALLINN HEYRÐI skemmtilega sögu úr atvinnulífinu á dögunum. Þannig var að sumarstarfsmaður var að ljúka störfum og hefja framhaldsnám eins og gengur á þessum árstíma. Þegar sumarstarfsmaðurinn var að halda heim á leið kallaði yfirmaðurinn hann inn á skrifstofu til sín og færði honum 50.000 króna bónusgreiðslu fyrir vel unnin störf í sumar. Fylgdi sögunni að þetta væri þakklætisvottur fyrir vel unnin störf og góða mætingu. Það hafi viljað brenna við að sumarfólkið hafi verið áhugalaust um vinnuna og tilkynnti oft um veikindi. Það var víst ekki í þessu tilviki og það var umbunað með myndarlegri bónusgreiðslu, sem kom sér örugglega vel í bókakaupum. ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT að þrátt fyrir nær óstöðvandi áróður á dögunum til bættrar umferðarmenningar, þar sem myndir af fórnarlömbum umferðarslysa voru í forgrunni, þá dró ekkert úr glannaskap í umferðinni. Kallinn tekur undir með þeim sem kalla þetta fólk umferðarníðinga og tilræðismenn. Hvað getum við gert til að komast inn á milli eyrnanna á þessum níðingum með áróður um að hraðakstur er ekki þeirra einkamál? Kallinn óskar hér með eftir ábendingum til úrbóta í umferðarmálum. Póstfangið er kallinn@vf. is. KALLINN ER EKKI LENGRI í dag. Lifið heil. kallinn@vf.is Af atvinnumissi og umferðarníðingum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.