Víkurfréttir - 21.09.2006, Page 25
25ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR
Keflavík og Valur
skildu jöfn 1-1 og eru
Keflvíkingar því nokkuð
fastir í fjórða sæti.
Stuðn ings menn höfðu samband við mig eftir 3-0 tapleikinn gegn KR og
sögðust oft hafa séð það svart-
ara,“ sagði Magni Fannberg
Magnússon, annar
þjálfara Grindavíkur-
liðsins í Landsbanka-
deildinni. Grindvík-
ingar þurfa að leggja
Íslandsmeistara FH
að velli á laugardag
til þess að halda sér
uppi í deildinni. Þá
eru úrslit í öðrum
leikjum einnig þáttur
sem taka þarf inn í fallbaráttu-
reikning Grindvíkinga.
„FH-ing ar mun leggja jafn
mikið í þenna leik og aðra,
ann að væri van virð ing við
knattspyrnuna. Ég hef fulla trú
á því að ef við vinnum FH þá
munum við halda sæti okkar í
deildinni,“ sagði Magni og hafði
fulla trú á því að vinur sinn Guð-
jón Árni Antoníusson og félagar
hans í Keflavík myndu leggja
Breiðablik að velli á
laugardag. Gegn KR í
síðustu viku fékk varn-
armaðurinn David
Hannah að líta rauða
spjaldið á 34 mínútu
leiksins og þar með
datt botninn úr leik
Grind vík inga sem
lágu 3-0 á KR velli.
Hannah verð ur því
ekki með Grindvíkingum gegn
FH á laugardag en aðrir leik-
menn liðsins eru heilir og klárir
í slaginn sagði Magni. Grinda-
vík tekur á móti FH á laugardag
kl. 14:00 á Grindavíkurvelli. Knattspyrnuþjálfarinn Freyr Sverrisson hefur söðlað um og gerst yfir-
þjálfari drengja í knattspyrnu
hjá Haukum. Freyr kveður þar
með Njarðvíkinga sem hann
hefur þjálfað síðan 1992. Freyr
segir pattstöðu og vissa þrá
eftir nýjum verkefnum hafa
valdið því að hann hafi gengið
í raðir Hauka en á þeim árum
sem hann var hjá Njarðvík tók
yngriflokkastarfið þar stakka-
skipt um svo um mun aði.
Á uppskeruhátíð mfl. Njarð-
víkur í knattspyrnu var Freyr
sæmdur silfurmerki félagsins
fyrir góð störf í þágu knatt-
spyrnudeildar UMFN.
„Ég hóf störf hjá Njarðvík 1992
og árið 1995 fer ég í fullt starf
hjá félaginu sem yfirþjálfari
yngriflokka,“ sagði Freyr en
hann hefur menntað sig tölu-
vert sem knattspyrnuþjálfari.
„Þessa dagana er ég að ljúka A-
stigi UEFA sem gefur mér rétt-
indi til þess að þjálfa alls staðar
í Evrópu. Það er gaman að vera
í þjálfun því í dag er starfrækt
öflugt þjálfarafélag þar sem
menn koma saman og deila
reynslunni. Hér áður fyrr voru
menn að leynipúkast með sínar
aðferðir en í dag eru menn dug-
legir að miðla upplýsingum.“
Lærði mikið af Velemir
Um svipað leyti og Freyr hefur
störf hjá Njarðvík var Velemir
við störf hjá Keflavík en hann
var margreyndur júgóslavneskur
þjálfari sem þjálfað hefur flest
alla stjörnuleikmenn sem komið
hafa frá Keflavík síðustu ár.
„Þetta var snemma mikil keppni
við Velemir og ég lærði mikið af
honum. Í dag höfum við náð að
byggja starfið ágætlega upp hjá
Njarðvík og staðan er sterk. Við
eigum sterka stráka í 2., 3. og 4.
flokki og meistaraflokkurinn er
kominn upp í 1. deild,“ sagði
Freyr sem hefur þó ákveðnar
skoðanir á knattspyrnumálum í
bæjarfélaginu.
Vill samvinnu efstu flokka
Árangur ÍRB í sundinu hefur
ekki farið fram hjá neinum og
segir Freyr að í stað þess láta
leikmenn í 2. og 3. flokki í Njarð-
vík og Keflavík vera að keppa í
sitt hvoru lagi þá eigum við að
vinna saman með flokkana og
tefla þeim fram sem einu liði
og hvergi hika frá því að taka
stefnu á Íslandsmeistaratitil í a-
riðil. „Ef við hugsum hátt með
þessa flokka þá geta þeir verið
með bestu liðum á landinu og
það skilar eingöngu sterkari leik-
mönnum í meistaraflokkana,“
sagði Freyr en hann taldi þetta
vera góðan tímapunkt til þess
að hætta störfum hjá Njarðvík.
„Það er gott fyrir báða aðila að
fá nýtt blóð inn í starfið. Ég fer
og kynnist öðru félagi og fyrir
iðkendur í Njarðvík verður gott
að kynnast nýjum þjálfara,“
sagði Freyr.
Á konunni mikið að þakka
Ásamt því að vera yfirþjálfari
yngriflokka hjá Haukum mun
Freyr áfram sinna störf um
sínum hjá KSÍ en hann stjórnar
fyrir knattspyrnuskóla Íslands
fyrir 14 ára stráka á sumrin.
Freyr er einnig aðstoðarþjálf-
ari hjá U 17 og U 19 ára karla-
landsliðinum ásamt því að vera
landsliðsþjálfari U 16 ára. „Þetta
eru orðnir 60 landsleikir, 50
erlendis og 10 hér heima. Sig-
urleikirnir eru 21, ósigrarnir
28 og 11 jafntefli en alls hef ég
heimsótt 15 þjóðlönd sem lands-
liðsþjálfari,“ sagði Freyr sem á
konu sinni mikið að þakka. „Ég
á konu minni mikið að þakka.
Þetta hefði ekki verið hægt sem
fjölskyldumaður ef hún hefði
ekki staðið vel við bakið á mér,“
sagði Freyr sem fagnaði á dög-
unum 15 ára brúðkaupsafmæli.
Freyr hefur oft verið spurður
að því af hverju hann taki ekki
að sér þjálfun meistaraflokka
en hann seg ir hug ann vera
við grasrótina eins og er. „Ég
vil þakka öllum þeim góðu að-
ilum sem störfuðu með mér
hjá Njarðvík, þar vil ég helstan
nefna Leif Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóra deildarinnar, en
við höfum átt farsælt starf allan
þann tíma sem ég starfaði hjá
Njarðvík,“ sagði Freyr að lokum
og útilokaði ekki að snúa aftur
í Njarðvíkurnar sem þjálfari er
fram líða stundir.
HUGURINN VIÐ GRASRÓTINA
Úrslitastund
hjá Grindavík
Freyr ásamt
knattspyrnugoðinu Ruud
Gullit í Moldavíu árið 2003.
Fastir í fjórða sæti
Segja má að Keflavíkur-liðið sé komið í pattstöðu í Landsbankadeildinni.
Keflvíkingar eru í 4. sæti deild-
arinnar með 24 stig og næstu
lið fyrir neðan hafa 21 stig en
með mun lakari markatölu en
Keflvíkingar. Valsmenn hafa
28 stig í þriðja sæti svo Keflvík-
ingar virðast fastir í fjórða sæti
því Fylkir og ÍA í 5. og 6. sæti
eru 12 og 14 mörkum á eftir
Keflavík.
„Við ræddum það á æfingu að
mótið væri ekki búið og við
ætlum að klára það með stæl,“
sagði Guðmundur Mete í sam-
tali við Víkurfréttir. „Sigur gegn
Blikum á laugardag heldur líka
uppi góðri stemmn ingu hjá
okkur fyrir bikarleikinn en hann
hefur ekkert verið að trufla
okkur,” sagði Guðmundur en
viðurkenndi þó að fjarvera lykil-
manna undanfarið og brotthvarf
Hólmars hafi tekið sinn toll af
Keflavíkurliðinu. „Við náðum
loks ins að stilla upp okk ar
sterkasta liði gegn Val og nú
hugsum við bara um þessi þrjú
stig sem eru í boði fyrir okkur
í deildinni,“ sagði Guðmundur
sem gerir sér fyllilega grein fyrir
því að Grindvíkingar beri miklar
vonir til Keflvíkinga á laugardag
því Grindvíkingar geta komist
upp fyrir Blika ef þeir vinna FH
og Keflavík hefur sigur á Kópa-
vogsvelli. „Markmið okkar fyrir
þessa leiktíð var að gera betur
en í fyrra og ná Evrópusæti og á
næsta ári eigum við að stefna á
toppsætið,“ sagði Guðmundur.
Spurður hvort þreytan væri ekki
farin að segja til sín sagði hann
að vissulega hefði streytan gert
vart við sig en nú væru bara
tveir leikir eftir af leiktíðinni og
menn myndu nýta þá sem allra
best.