Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.2006, Page 16

Víkurfréttir - 09.11.2006, Page 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 45. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR Fyrir hádegi föstudaginn 24. nóv em ber munu nemendur Fjölbrauta- skóla Suðurnesja eiga kost á því að taka sér frí frá námi og vinna þess í stað launavinnu og leggja afraksturinn til þró- unarhjálpar. Þeir sem fara að vinna utan skólans þennan morgun munu dreifa kynn- ingarefni um starfsemi Íslend- inga í Malaví og láta laun sín renna óskert til þróunarverk- efnis í Malaví undir kjörorð- inu: „Tökum framhaldsskóla í fóstur”. Skólinn mun síðan tvöfalda þá upphæð sem nem- endur safna í verkefnið. Verk- efninu er hrundið af stað í til- efni 30 ára afmælis Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Malaví er í suð aust ur hluta Afríku og er með fátækustu löndum í heimi. Þar búa um 12 milljónir en Malaví er land á stærð við Ísland. Í Malaví er landsframleiðsla á mann að- eins sem samsvarar 12.000 ís- lenskum krónum á ári. Í Malaví eru lífslíkur um 40 ár en nýjasta heilsufarsógnin er alnæmi. Ólæsi er útbreitt, tveir þriðju hlutar kvenna og helmingur karla er ólæs. Ísland hefur veitt þróunaraðstoð til Malaví svo árum skiptir og hefur Þróunar- samvinnustofnun annast fram- kvæmd þess. Nemendur geta sjálfir leitað til fyrirtækja um vinnu, en boðið verður upp á vinnumiðlun fyrir þá sem ekki finna sér fyrirtæki sjálfir. Við munum biðja fyrir- tæki á Suðurnesjum að leggja okkur lið og bjóða upp á störf í vinnumiðlunina. Nemendur þurfa að vinna a.m.k. þrjár klukkustundir og lágmarkslaun eru 1.000 krónur á tímann en fyrirtækjum er frjálst að borga meira. Suð ur nesja menn - tök um til hendinni og sýnum hvað í okkur býr með því að taka þátt í þessu verkefni með nemendum. Með fyrirfram þakklæti, Undirbúningsnefnd Vinnumiðlunar Upplýsingar má fá á skrifstofu skólans í síma 421-3100 og hjá undirbúningsnefnd: Sunna Gunnarsdóttir í s. 864-3609 og Hildur Bæringsdóttir í s. 694-66367 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 30 ára: Fjölbrautaskóli Suður-nesja fagnar þrítugsaf-mæli sínu nú í lok nóv- ember. Af því tilefni verður op- inn dagur í skólanum og jafn- framt verður gefið út afmæl- isblað sem verður dreift með Morgunblaðinu 24. nóv. nk. Ritnefndin hefur hist og undir- býr nú afmælisritið og hvetur gamla nem end ur að senda mynd ir af þeir luma á ein- hverjum góðum og skemmti- legum. Í blaðinu verður farið yfir sögu FS, rætt við forráða- menn skólans, gamla og nýja nemendur og fleira. Mynd: F.v. Guðmann Sigþórsson, Rósa Sigurðardóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir og Björk Guðjónsdóttir. Í aftari röð eru Óli Jón Arnbjörns- son, skólameistari og Jón Sæmundsson. Undirbún- ingur fyrir þrítugan FS Meðfylgjandi mynd var tekin af ritnefndinni að störfum nú í vikunni en umsjón með útgáf- unni er í höndum Víkurfrétta og starfsmanna skólans. Fjölbrautaskóli Suðurnesja vinnur góðverk: Dagsverk fyrir Malaví

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.