Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.01.2015, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 22.01.2015, Qupperneq 6
6 fimmtudagurinn 22. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR Aðalstarf Hauks Hilmars-sonar er ráðgjafi hjá fjöl- s k y l du - o g fé l a g s þj ónu stu Reykjanebæjar. Hann hefur einn- ig kennt fjármálahegðun við Há- skóla Íslands og vegna góðrar þátttöku mun hann gera það aftur næsta haust. Nýlega gaf Haukur út verkefnabókina Betri fjármál og hefur opnað ráðgjöf í fjár- málahegðun (financial therapy) með því markmiði að aðstoða fólk við að ná tökum á fjármálum sínum gegnum venjur og hegðun. „Í starfi mínu hjá Reykjanesbæ hef ég sannarlega fundið þörf fyrir svona þjónustu. Ég lærði 'financial social work', sem er hin hliðin á fjármálum - ekki bókhaldið. Það er fólkið, tilfinningar þess og upp- lifun. Við erum svo vön fjármál- unum okkar; förum út í búð og kaupum eitthvað sem okkur finnst gott eða flott en ekki endilega hag- kvæmt. Við drögum tilfinningar okkar inn í öll fjármál og þegar þær eru orðnar þannig að við óttumst fjármálin, skuldirnar eða bankann, þá eru meiri líkur á að fólk einangri sig og líti framhjá fjármálum,“ segir Haukur. Ákjósanlegt væri að haga sér eins og banki, vera ‘nör- dar’ með excel skjal. „Við þorum það bara ekki því við höldum að það sé svo erfitt, sem það er alls ekki. Ráðgjöfin mín gengur út á að hvetja fólk og gefa því réttu verk- færin. Fólkið vinnur svo fjármálin sín sjálft, tekur eigin ákvarðanir og ber ábyrgð á þeim. Þegar sigr- ar eru unnir þá byggist svo mikið upp og viðhorfið til heimabankans breytist.“ Nær fyrr árangri Haukur vil leggja áherslu á tilfinn- ingar fólks í fjármálum og hann segir að eiginlega hugsi hann um fjármálaheilsu. „Langoftast hefur fólk ekki fengið verkfæri til bæta þessa heilsu. „Þegar fólk í ræktina getur það keypt bók og farið eftir henni eða hermt eftir öðrum. Ef það fær sér einkaþjálfara þá nær það miklu fyrr árangri vegna þess að það fær leiðsögn um hvernig á að gera rétt og forðast meiðsli. Ég er svolítið svona einkaþjálfari í fjár- málum,“ segir hann brosandi. Gengur mikið út á vanann Það er ekki bara fólk með lágar tekjur sem ekki nær endum saman. Haukur segir fólk í fullu starfi með góð laun líka vera í slíkri stöðu. „Það klárar launin sín og þarf að borga með kreditkortii þegar það fer til tannlæknis vegna þess að það hefur ekki lært að skipuleggja fjármálin rétt. Þetta hefur ekkert að gera með greind, þekkingu eða færni. Þetta er bara vani. Fólk fer til sálfræðings eða félagsráðgjafa til að ræða sína heilsu, félagslega stöðu, andlega líðan og slíkt. Svo fer það í bankann til að ræða fjármálin. Ég vil tengja þetta saman þannig að hægt sé að ræða fjármálin við mig og upplifunina af þeim. Stefna mín er að kenna öðrum að hjálpa fólki á þennan hátt svo að það fari sem víðast,“ segir Haukur. Viðtöl og verkefni Hjá Hauki fær fólk tækifæri til að endurskoða neysluvenjur og taka síðan upplýstar ákvarðanir um breytingar á hegðun og hugarfari gagnvart fjármálum sínum. Ráð- gjöfin er í formi viðtala og verkefna sem tengjast fjármálum. Einnig er hægt að kaupa verkefnabókina Betri fjármál og vinna verkefnin á eigin spýtur. Haukur er með BA próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Ís- lands og vottaður fjármálafélags- ráðgjafi (Financial Social Worker) frá Center of Financial Social Work, Norður Karólínu, Banda- ríkjunum. Allar nánari upplýsingar um ráðgjöfina og viðtalsbókanir er að finna á www.skuldlaus.is. ■■ Ráðgjafi hjá Reykjanesbæ gefur út bók og kennir fólki nýjar venjur og viðhorf: Einkaþjálfari í fjármálum -viðtal pósturu vf@vf.is Við drögum tilfinningar okkar inn í öll fjármál og þegar þær eru orðnar þannig að við óttumst fjár- málin vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Dreglar og mottur á frábæru verði! Margar stærðir og gerðir Ódýrar mottur 40x60 cm frá kr. 350 PVC mottur 50x80 cm1.590 66x120 cm kr 2.890 100x150 cm kr 5.590 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Breidd: 67 cm Verð pr. lengdarmeter 1.595 Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.845 6mm gúmmídúkur grófrifflaður 3.490pr.lm. einnig til 3mm á kr. 1.990 Gúmmímottur margar gerðir og stærðir, verðdæmi 66x99cm 2.490 SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 Lífið á Suðurnesjum í dag! Viltu auglýsa í Sjónvarpi Víkurfrétta? Nánari upplýsingar gefur Páll Ketilsson á pket@vf.is Háskólabrú Keilis, þorrablót Keflavíkur og tónlist í Keflavíkurkirkju Þrátt fyrir minnkandi atvinnuleysi á Suðurnesjum bólar lítið á brott- fluttum íbúum sem flykktust til Norðurlanda á árunum 2008 til 2013. Morgunblaðið fjallaði í vikunni um flutninga til Norðurlandanna eftir hrun og tölurnar eru sláandi. Nærri 1300 manns frá Suðurnesjum fluttu til Noregs eða nágrannalandanna Svíþjóðar eða Danmerkur á þessum árum. Ástæðan var aðallega mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum og stærstur hluti þessa hóps voru iðnaðarmenn. Þá er hópur námsmanna sem hefur farið út á þessu tímabili stór. Þegar leitað var upplýsinga hjá verkalýðsfélögum á Suðurnesjum var svarið að þetta fólk, hvorki iðnaðarmenn og þeirra fjölskyldur og síðan námsfólkið - er á leiðinni heim, ekki ennþá alla vega. Ástæðurnar eru nokkrar. Námsmenn velja margir að vera að minnsta kosti í 5-6 árum ytra, fá starf þar og freista þess að greiða niður námslánin á þeim tíma. Eygja jafnvel möguleika á að geta lagt eitthvað fyrir. Rafvir- kjarnir, smiðirnir og aðrir iðnaðarmenn sem hafa flutt til frænda okkar á Norðurlöndunum hafa margir komið sé vel fyrir í vel launuðum störfum og vinna styttri vinnudag en þeir gerðu hér heima. Iðnaðarmenn á Suður- nesjum hafa nóg að gera og staða þeirra hefur styrkst mikið síðustu tvö árin. Verkefni hafa aukist á ný, t.d. við byggingar gagnavera, uppbygg- ingar á Reykjanesi og víðar en hvergi fleiri en í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ekki er séð fyrir endann á þeim á næstu árum þar sem stækkunar- og breytingaferli nær líklega til áratugar. Þetta er líklega áhygguefni fyrir þá aðila sem eru að fara að byggja verksmiðjur í Helguvík, þar sem þörf er á verulegum mannafla sem vinnur þessi störf. Ef þessar verksmiðjur fara í gang fljótlega er kannski von um að okkar fólk í Noregi og nágrenni hugsi heim. Annars mun þurfa að flytja inn vinnuafl til þessara starfa að ein- hverju leyti. Það væri svolítið sérstakt en samkeppni um starfólk kemur því auðvitað til góða, kaupið mun hækka. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessari þróun á næstu misserum. Skortur á iðnmenntuðu fólki á svæðinu ætti að vera hvatning fyrir skóla- yfirvöld til að vekja athygli á þessari staðreynd - að það sé góð framtíð fyrir iðnaðarmenn. Það verður alltaf þörf fyrir þá. Ekki er víst að það verði jafn auðvelt fyrir hundruð lögfræðinga að fá störf við hæfi á næstu árum en metaðsókn hefur verið í það nám á undanförnum árum. Líklegt er að leið einhverra lögfræðinganna liggi frekar í þjónustustörf í flug- vélunum og ferðaþjónustu en í dómssalina. Þetta er þegar farið að sjást í umsóknum hinna ýmsu starfa, sérstaklega þar sem krafist er góðrar menntunar. Þar er lögfræðimenntað fólk í löngum bunum. En auðvitað er þetta allt breytingum háð og vonandi nær þetta jafnvægi. Það er best. Koma Suðurnesja- mennirnir heim aftur? -ritstjórnarbréf Páll Ketilsson skrifar

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.