Víkurfréttir - 22.01.2015, Qupperneq 12
12 fimmtudagurinn 22. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Stjórn Vaxtarsamnings Suður-nesja úhlutaði styrkjum til
nýsköpunar og þróunar á Suður-
nesjum í sjötta sinn í síðustu
viku. Að vanda voru umsóknir
um styrki umtalsvert hærri en
það fjármagn sem stjórnin hafði
til skiptana. Samkeppni um
styrki var mikil auk þess sem að
mörg áhugaverð verkefni komu
til greina. Að þessu sinni sóttu
39 verkefni um styrk til Vaxtar-
samnings Suðurnesja. Styrk-
beiðnirnar hljóðuðu upp á rúmar
119 milljónir og var það niður-
staða stjórnar Vaxtarsamnings
Suðurnesja að úthluta skyldi 26
milljónum til 15 verkefna. Eftir-
talin verkefni hlutu styrk að þessu
sinni. Athugið að nánar má lesa
um verkefnin á vef Víkurfrétta,
vf.is.
Ráðstefnur á Reykjanesi -
Markaðsstofa Reykjaness
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð
kr.700.000
Pökkunar- og íblöndunarverk-
smiðja á Suðurnesjum – Íslenski
sjávarklasinn
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð
kr. 800.000
Fjörur á Reykjanesi – vannýtt
auðlind í ferðaþjónustu – Þekk-
ingarsetur Suðurnesja
Verkefni hlýtur styrk að fjárhæð
kr. 1.000.000
Heilsa, matur, Suðurnes –
HalPal slf.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð
kr. 1.000.000
Optimal Extraction and Refining
Methods of Fish Innards Oil –
Orkurannsóknir ehf.
Verkefni hlýtur styrk að fjárhæð
kr. 1.350.000
FLY – Alhliða flugrekstrarkerfið
– Fly ehf.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð
kr. 1.350.000
Dvergarnir og ArcCels – Íslands-
hús ehf.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð
kr. 1.500.000
Undirlag hjólastóla – Tækni-
fræðinám Keilis, miðstöð vísinda
fræða og atvinnulífs
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð
kr. 1.500.000
GrasPro – Pitch ehf.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð
kr. 1.500.000
Harðfisk snakkflögur – Breki –
Fiskland
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð
kr. 1.800.000
Kolkrabbinn - Viðburðardagatal
– Kosmos & Kaos ehf.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð
kr. 2.000.000
Gæðaprófanir á heilsusalti – Arc-
tic Sea Minerals.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð
kr. 2.500.000
Reykjanes Geopark Project
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð
kr. 3.000.000
GeoSilica Iceland ehf.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð
kr. 3.000.000
UAS iceland
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð
kr. 3.000.000
Hópurinn sem tók við styrkjum úr Vaxtarsamningi Suðurnesja í
síðustu viku ásamt fulltrúum úr stjórn vaxtarsamningsins. VF-mynd: Hilmar Bragi
■■ Vaxtarsamningur Suðurnesja:
26 milljónir króna í 15 verkefni Vaxtarsamnings
Keilir útskrifaði 90 nemendur af fjórum brautum sl. föstudag og hafa þá í allt 1.982 nemendur útskrifast frá skólanum síðan
hann hóf starfsemi árið 2007. Þar af hafa 1.201 nemandi útskrifast af
Háskólabrú Keilis. Við athöfnina voru útskrifaðir nemendur af Há-
skólabrú, úr ÍAK einkaþjálfaranámi, grunnnámi í flugumferðarstjórn
og atvinnuflugmannsnámi Flugakademíu Keilis. Dúx Háskólabrúar
var Daði Þór Þjóðólfsson af verk- og raunvísindadeild og útskrifaðist
hann með hæstu einkunn Háskólabrúar til þessa eða 9,63 í meðalein-
kunn. Daði Þór hlaut viðurkenningu frá Keili og Íslandsbanka. Ræðu
útskriftarnema fyrir hönd Háskólabrúar flutti Svanur Þór Smárason.
Dúx í grunnnámi flugumferðarstjóra var Frosti Guðjónsson með ein-
kunnina 9,63 og hlaut hann gjöf frá ISAVIA. Karl-Emil Pantzar frá Svíþjóð
var dúx í atvinnuflugmannsnámi með meðaleinkunnina 9,55 og hlaut
hann gjöf frá Icelandair. Ræðu útskirftarnema fyrir hönd Flugakademíu
Keilis flutti Jenný María Unnarsdóttir.
Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, Snorri Snorrason skólastjóri
Flugakademíu Keilis og Soffía Waag Árnadóttir forstöðumaður Há-
skólabrúar, fluttu ávarp. Valdimar Guðmundsson söng við undirspil og
Björgvins Ívars Baldurssonar gítarleikara.
-fréttir pósturu vf@vf.is
Hæsta einkunn í Há-
skólabrú Keilis til þessa
– 90 nemendur útskrifast frá Keili
Daði Þór Þjóðólfsson tekur við
viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í
Háskólabrú frá upphafi.
Útskriftarhópurinn frá Keili.
FRÍAR BLAKÆFINGAR
Í HEIÐARSKÓLA
Krakkar og unglingar á miðvikudögum:
2.-4. bekkur kl: 14:50-15:40.
5.-7. bekkur kl: 15:30-16:20.
8.-10. bekkur kl: 16:10-17:10.
Karlaflokkur þriðjudaga kl: 17-18:30.
Kvennaflokkur miðvikudaga kl: 20-21:30.
Ýmis hraðmót og opnar æfingar
á föstudögum/sunnudögum.
Auglýst reglulega á www.keflavik.is/blak
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Ljós og hiti
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
SHA-218-28E
Vinnuljóskastari ECO perur
2x400W tvöfaldur á fæti
6.807
SHA-0203
Vinnuljóskastari
m handf 400W ECO pera
1,8m snúra
3.490
T38 Vinnuljós
5.590
Rafmagnshita-
blásari 3Kw 1 fasa
8.890 Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa
12.830
Rafmagnshitablásari
2Kw 1 fasa
6.890
1.623
Rafmagnshita-
blásari 2Kw
2.164
25%
afsláttur
4.193
25%
afsláttur
5.105
25%
afsláttur