Víkurfréttir - 22.01.2015, Síða 14
14 fimmtudagurinn 22. janúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
„Það var ánægjulegt að
sjá hvað margir mættu.
Skattamál eru mikil-
vægur þáttur í rekstri
fyrirtækja og fjár-
málum einstaklinga og
því mikilvægt að allir fylgist vel
með þeim breytingum sem eiga
sér stað í skattakerfi okkar,“ sagði
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir
forstöðumaður Deloitte í Reykja-
nesbæ eftir fjölmennan fund sem
haldin var á Icelandair hótelinu
í sl. viku þar sem fjallað var um
skattamál. Nærri sextíu manns
sóttu fundinn.
Erindi fundarins voru mjög áhuga-
verð en Guðmundur Pétursson for-
maður Samtaka atvinnurekenda á
Reykjanesi (SAR) fræddi fundar-
menn um starfsemi SAR en það er
öflugur málsvari atvinnulífsins á
Reykjanesi. Hann fjallaði um það
að sérstaða Suðurnesja væri mikil
og Suðurnesjamenn þyrftu að nýta
vel þær framúrskarandi aðstæður
sem hér væri í alþjóðaflugvelli og
stórskipahöfn í Helguvík. Einnig
upplýsti hann um nokkur dæmi
um sprota og nýsköpunarfyrirtæki
sem hafa fest sig í sessi á Suður-
nesjum á síðustu árum.
Vala Valtýsdóttir sviðsstjóri á
skatta- og lögfræðisviði Deloitte
fjallaði um skattabreytingar sem
voru samþykktar á Alþingi í lok
ársins sem snúa að breytingum
á virðisaukaskatti, vörugjöldum,
tekjuskatti, tryggingargjaldi og
ýmsar aðrar breytingar á skatta-
málum.
Haraldur I. Birgisson lögfræðingur
fjallaði um lög um stuðning við ný-
sköpunarfyrirtæki sem voru nýlega
framlengd til loka árs 2019 en sækja
þarf um staðfestingu hjá Rannís til
að verkefni teljist nýsköpunarverk-
efni. Jafnframt fjallaði Haraldur um
frumvarp sem felur í sér ívilnanir
vegna nýfjárfestinga hér á landi og
snúa eingöngu að byggðaaðstoð.
Að lokum fjallaði Haraldur um
helstu hindranir sem gjaldeyrishöft
hafa á umhverfi nýsköpunar og ný-
fjárfestingar.
Gestafyrirlesari var Skúli Skúla-
son formaður KSK og stjórnar-
formaður Samkaupa hf. en hann
kynnti fyrir fundarmönnum starf-
semi Kaupfélags Suðurnesja og
dótturfélaga þeirra sem eru fast-
eignafélagið Urtusteinn ehf og
Samkaup hf. Félagið er í meiri-
hlutaeigu Suðurnesjamanna og eru
höfuðstöðvar þess í nýbyggingu við
Krossmóa í Reykjanesbæ. Kaup-
félag Suðurnesja fagnar 70 ára af-
mæli á þessu ári.
Deloitte hefur rekið starfstöð í
Reykjanesbæ síðan 1989 og hefur
hún vaxið og dafnað á þessum
tuttugu og fimm árum. „Mann-
auðurinn skiptir mjög miklu máli
og höfum við lagt mikla áherslu á
að ráða hæfileikaríkt fólk til vinnu
sem hefur þroskast og þróast í
starfi og orðið sérfræðingar í reikn-
ingsskilum, endurskoðun, skatta-
málum og ráðgjöf. Þetta fólk hefur
séð um að þjónusta þá fjölmörgu
og fjölbreyttu viðskiptavini sem
við höfum hér á svæðinu okkar
auk þess sem okkar kraftar hafa
jafnframt verið nýttir utan okkar
svæðis,“ sagði Anna Birgitta að
lokum.
■■ Vel sóttur skattafundur Deloitte í Keflavík:
Mikilvægt að fylgjast
vel með breytingum í
skattakerfinu
-segir Anna Birgitta Geirfinnsdóttir forstöðmaður Deloitte í Reykjanesbæ
-fréttir pósturu vf@vf.is
Nærri sextíu manns mættu á skatta-
fund Deloitte á Icelandair hótelinu.
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar boðar til opins fundar og kynningar á fjárhagsáætlun
Reykjanesbæjar 2015-2018 í Bergi, Hljómahöll, miðvikudaginn 28. jan. kl. 20:00.
Á fundinum verður farið yfir það helsta sem gerst hefur frá því að íbúafundur var haldinn í Stapa þ. 29. okt. sl.,
farið verður yfir lykiltölur og verkefni í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2015-2018 og samkomulag við innanríkisráðherra
kynnt. Auk þess gefst fundarmönnum tækifæri til að spyrja og ræða málin.
KYNNING Á FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJANESBÆJAR
2015-2018
Skiparadíó óskar eftir tæknimanni
og/eða rafeindavirkja/rafvirkja.
Starfssvið:
Almenn tæknivinna. Viðgerðir og uppsetning á siglinga-
tækjum, fiskleitartækjum, stýringum, tölvum og ýmsum
raftækjum sem tilheyra sjávarútveginum.
Hæfniskröfur:
Sjálfstæði og metnaður í starfi.
Menntun á sviði rafeinda- eða rafvirkjunar.
Skiparadíó er staðsett í Grindavík,
en þjónustar skip víða um landið.
Upplýsingar í síma 853 8832.
ATVINNA
SKIPARADIO