Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.06.2015, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 25.06.2015, Blaðsíða 11
11VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 25. júní 2015 -útivist pósturu vf@vf.is Viltu vinna í ferðaþjónustu? Gray Line Iceland leitar að sjálfstæðum og drífandi einstaklingum sem búa yfir mikilli þjónustulund. Keflavíkurflugvöllur – framtíðarstarf Í boði er: • 100% starf og hlutastarf • Unnið er á 12 klst. vöktum Helstu verkefni: • Upplýsingagjöf til ferðamanna • Sala á ferðum • Önnur tilfallandi störf Menntunar- og hæfniskröfur: • Góð enskukunnátta • Önnur tungumálakunnátta kostur • Góð þekking á Íslandi • Þjónustulund og sveigjanleiki Gray Line Iceland er leiðandi íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki í örum vexti. Fyrirtækið er handhafi viðskiptasérleyfis Gray Line Worldwide sem er stærsta skoðunarferðafyrirtæki í heimi. Félagið er ferðaskipuleggjandi, ferðaskrifstofa og hópferðafyrirtæki með starfsemi einkum í skipulögðum dagsferðum með yfir 60 áfangastaði víðs vegar um Ísland. Gray Line á Íslandi á einn yngsta rútubílaflota landsins, 65 hópferðabíla sem taka frá 9 til 71 farþega. Félagið flutti rúmlega 510 þúsund ferðamenn árið 2014 í eigin ferðum. Fyrirtækið kappkostar að veita góða og persónulega þjónustu við ferðamenn á Íslandi. Gray Line Iceland Gæði – Öryggi – Þjónusta Umsóknir berist til: Elínar Hlífar Helgadóttur, mannauðsstjóra, elin@grayline.is. Umsókn þarf að fylgja kynningarbréf ásamt ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 6. júlí 2015. Met þátttaka í Jónsmessu- göngu í blíðskaparveðri Met þátttaka var í Jónsmessugöngu Bláa Lónsins og Grindavíkur-bæjar síðastliðið laugardagskvöld en talið er að um og yfir þrjú hundruð manns hafi mætt að þessu sinni. Veðrið var eins og best verð- ur á kosið, sól og stilla. Safnast var saman við íþróttahúsið og svo geng- ið fylktu liði eftir Ingibjargarstíg og upp á Þorbjarnarfell þar sem Eyþór Ingi tónlistarmaður sá um brekkusöng og kveiktur var varðeldur. Eftir notalega stund á fjallinu var gengið niður norðan megin niður í Selskóg og þaðan eftir Orkustíg í Bláa Lónið þar sem gestir gátu baðað sig fram að miðnætti í þessu frábæra veðri. Göngustjóri var Þorsteinn Gunnarsson sem einnig tók meðfylgjandi myndir. Björgunarsveitin Þor- björn sá um öryggisgæslu á svæðinu. Félag iðn- og tæknigreina Kynningarfundur FIT vegna kjarasamninga Ágætu FIT-félagar. Þriðjudaginn 30. júní kl 20:00 verður kynningarfundur um nýgerða kjarasamninga í Krossmóa 4, 5. hæð, Reykjanesbæ. 

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.