Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.06.2015, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 25.06.2015, Blaðsíða 13
13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 25. júní 2015 fólkið er að stilla sér upp og veit ekki að ég er að taka myndir af því á meðan. Mér finnst óendanlega gaman að taka portrait-myndir af fólki og mig langar að einbeita mér að því verkefni á næstu misserum.“ Tíu myndir á sýningu í Leirunni Mest gefandi við ljósmyndun yfir- leitt segir Mási vera að fanga augna- blik og stemningu sem oftar en ekki eru jafnfljótt að hverfa og þau birtast. „Þá er um að gera að vera snöggur til og að sjálfsögðu leyfa ímyndunaraflinu að taka völdin. Ég hef ekki verið nógu duglegur að mynda undanfarið og stundum liggur myndavélin óhreyfð svo vik- um skiptir í töskunni minni.“ Um þessar mundir stendur yfir sýning á ljósmyndum eftir hann í golfskál- anum í Leirunni sem verður fram á haust. „Fyrr í vetur kom að máli við mig formaður klúbbsins og spurði hvort hann mætti velja tíu myndir eftir mig til að setja upp í klúbbhús- inu. Ég tók að sjálfsögðu vel í það.“ Trommur, gítar og tónsmíðar Mási þykir afar listrænn og auk ljósmyndunar hefur tónlist alltaf skipað stóran sess í lífi hans. Hann var barnungur þegar hann áttaði sig á því að hann væri taktviss og móðir hans gaf honum trommusett þegar hann var 12 ára gamall. „Ég hef notið þess að spila á tromm- ur undanfarin ár með hinum og þessum og hef ég fengið skemmti- leg verkefni í hendurnar af þeim sökum. Svo sjálfmenntaði ég mig á gítar og finnst afar gama að taka í hann. Einnig hef ég verið að fikta við að semja tónlist sjálfur og stefni á að einbeita mér frekar að því á næstu misserum,“ segir Mási en einhvern veginn eins og margt annað virðist það liggja ágætlega fyrir honum. „Ég hef alla tíð haft áhuga á söng og raulaði mest fyrir sjálfan mig og móður mína á ung- lingsárum.“ -ljósmyndun pósturu vf@vf.is Söngnám og Brúðkaup Fígarós Eiginkona Mása, flugfreyjan Sonja Kristín Sverrisdóttir, gaf honum í jólagjöf fyrir nokkrum árum einka- tíma hjá Jóhanni Smára Sævarssyni, óperusöngvara og söngkennara. Það var svo í desember 2013 sem Mási ákvað að nýta sér tímann (4-5 árum síðar) og þá var ekki aftur snúið. „Jóhann Smári hvatti mig til að hefja söngnám í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem ég og gerði. Þar hef ég svo verið við nám í eitt og hálft ár og hefur lokið grunnprófi í söng. Ég stefni á að halda áfram og klára námið. Ég verð að viðurkenna að þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur og er nú af mörgu að taka. Ég var svo lánsamur, fyrir tilstilli Jóhanns Smára, að fá að taka þátt í uppfær- slu á Brúðkaupi Fígarós eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Ég fór þar með hlutverk tónlistarkennarans Basilio. Fyrir mig sjálfan var þetta gríðarleg áskorun,“ segir Mási, sem hingað til hafði getað falið sig bakvið trommurnar. „Þarna tók ég þátt í terzett og svo söng ég aríu og þurfti að hafa mig allan við þar sem ég þarf að leika og syngja á sama tíma. Þetta er talsvert hlutverk fyrir söngnemanda á 1. ári,“ segir Mási að lokum en alltaf til í ný ævintýri og áskoranir. Kristín Sveinbjörnsdóttir móðir Mása. Vetrarstemmning á Vatnsnesi í Keflavík. Golfskálinn í Leiru flottur í norðurljósum. Mási í golfi. Með foreldrum sínum við skírn sonar síns. Með eiginkonunni Sonju og dótturinni Laufeyju Kristínu. Í hátíðarklæðum á 17. júní.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.