Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.08.2015, Síða 4

Víkurfréttir - 27.08.2015, Síða 4
4 fimmtudagur 27. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR ATVINNA Laghentir, bílaverkstæði og varahlutasala, leitar að starfsmanni í afgreiðslu og í smáviðgerðir. Verður að hafa vit á og áhuga á bílum og rekstri. Um er að ræða langtímastarf. Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 776 7600 eða á Bolafæti 1. Drög aðalskipulagsins eru aðgengileg á heimasíðu Keflavíkurflugvallar: www.kefairport.is/Flytileidir/Um-felagid/Skipulagsmal/ Megináherslur skipulags eru á breytt flugbrautarkerfi, stækkun flugþjónustusvæðis, aðkomu að flugstöð, ný atvinnusvæði og umhverfisskýrsla. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 21. september 2015. Skila skal skriflegum athugasemdum og/eða ábendingum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða sveinn.valdimarsson@isavia.is. Skipulagsyfirvöld Keflavíkurflugvallar auglýsa hér með drög að tillögu um aðal- skipulag Keflavíkurflugvallar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Auglýsing um drög að tillögu um aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013–2030 -mannlíf og viðskipti pósturu vf@vf.is Listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson fer sjaldan troðnar slóðir. Hann opnaði í síð- ustu viku listsýningu í 40 feta gámi við höfnina í Reykjavík sem hann kallar Svunta Kunta í samstarfi við Ingu Rósu Kristinsdóttur. Á Menningarnótt voru þau einnig með gjörninginn „Sletta“. Guðmundur Rúnar var búinn að ákveða að taka ekki þátt í Ljósanótt 2015 „vegna fýlu minnar út í verk- lagið hjá skipuleggjendum og alls- ráðendum þessarar miklu hátíðar Suðurnesjamanna. En nú hef ég ákveðið að slíðra fýlupúkann í mér og setja upp leynileg 50 verk eftir mig víðsvegar um bæinn minn. Ef þú finnur verk þá er það þitt. Ég ætla sem sé að gefa samborgurum mínum þessi 50 verk - en segi ekki hvar þau eru - ykkar er að finna þau hangandi hér og þar,“ segir Guð- mundur Rúnar á fésbókinni. Gefur 50 falin listaverk á Ljósanótt Aðeins 59.990- REYKJANESBÆ HAFNARGATA 40 S. 422 2200 Lenovo B50 Örgjörvi Intel Celeron N2840 2,16-2,58GHz dual core 1MB Minni 4GB (8GB mest) Skjár 15,6” HD m. myndavél Upplausn: 1366x768 punkta Diskur 500 GB Skjákort Intel HD Veitingastaðurinn Lemon opnar við Hafnargötu í Keflavík fyrir Ljósanótt. Ungur Keflvíkingur, Jón Þór Gylfason er eigandi staðarins en þetta er fyrsti staðurinn undir þessu nafni sem opnar utan Reykjavíkur en þar eru þeir þrír. Að sögn Jóns Þórs býður Lemon upp á ferskan og safaríkan mat, matareiddan úr besta mögulega hráefni hverju sinni og hollusta er efst á listanum. „Við verðum með ferska djúsa, sælkerasamlokur og gott kaffi. Þá verðum við líka fersk á morgnana en þá munum við bjóða upp á magnaðan hafra- graut til viðbótar við annað. Þá verður auðvitað tilvalið að koma hér snemma til að taka með sér alvöru kaffi í vinnnuna,“ sagði Jón Þór sem hefur unnið að opnun staðarins síðustu tvo mánuði. Hann segir að það verði 30 til 40 sæti inni á staðnum en svo er mikil hefð fyrir „take away“ á Lemon, þ.e. að taka matinn með sér. Þá er einn- ig lagt mikið upp úr góðri þjónustu við fyrirtæki sem vilja panta mat, samlokubakka og djús. Á staðnum verður öflug tölvutenging fyrir þá sem vilja komast í þráðlaust wifi samband. Opið verður alla daga frá kl. 8 á morgnana til tíu á kvöldin og frá kl. 10 á morgnana um helgar. Jón Þór er einnig eigandi Center skemmtistaðarins sem er í sama húsi en inngangur hans er að neðan en inngangur í Lemon er frá Hafnargötunni. Center er með opið föstudags- og laugardagskvöld frá miðnætti til fimm á morgnana. Þá hafa fyrirtækjahópar einnig sótt staðinn heim á öðrum tímum. Hljómsveitin Hjálmar mun leika á Center á föstudagskvöld á Ljósa- nótt. „Það verður gaman að geta boðið upp á eina vinsælustu hljóm- sveit Íslands undanfarin ár,“ sagði Jón Þór. Lemon opnar í Keflavík Jón Þór Gylfason fyrir framan Lemon við Hafnar- götu 29 í Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.