Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.08.2015, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 27.08.2015, Blaðsíða 20
vf.is -mundi Sjúkrahúsið verður að gera feitan samning við þenna skurðlækni...FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST • 33. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbæ - Sím i 420 0400 gebilar@gebilar.is - www.gebilar.is 4 200 400 U m boðsaðili KYNNUM NÝJAN HYUNDAI TUCSON Opið á laugardaginn frá kl. 10:00 til 16:00. Vilja eldað á staðnum XXBæjarráð Sveitarfélagsins Voga tók í gærmorgun fyrir undirskriftarlista með undirrit- un 23 eldri borgara sem búsettir eru í sveitarfélaginu. Þar kemur fram beiðni um að framvegis verði máltíðir í Álfagerði mat- reiddar á staðnum. Að auki er þeim tilmælum beint til bæjarstjórnar að kannaðir verði möguleikar á að veita þessa þjón- ustu alla daga ársins. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur falið bæjarstjóra að vinna að frekari skoðun málsins. Hvar má tjalda í landi Grindavíkurbæjar? XXUmhverfis- og ferðamála- nefnd Grindavíkurbæjar er sam- mála um að fjölga þurfi skiltum sem beina gestum á tjaldsvæðið í Grindavík. Fjöldi og staðsetningar skiltanna verða ákveðin í samráði við starfs- menn bæjarins, segir í fundargerð nefndarinnar. Þar segir einnig að bærinn þurfi að marka sér stefnu um framtíðarskipulag tjaldsvæðis. Heildarfjöldi ferðamanna í júlímánuði: Hefur nærri fjór- faldast frá árinu 2002 XXUm 180 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júlí síðastliðnum samkvæmt taln- ingum Ferðamálastofu í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar eða 36 þúsund fleiri en í júlí á síðasta ári. Aukningin nemur 25% milli ára. Það sem af er ári hefur mælst aukning milli ára alla mánuði eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl, 36,4% í maí og 24,2% í júní. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Kínverjum, Bretum, Þjóðverjum og Kanada- mönnum mest milli ára í júlí en 14.237 fleiri Bandaríkjamenn komu í júlí í ár en í fyrra, 3.171 fleiri Kínverjar, 2.960 fleiri Bretar, 1.988 fleiri Þjóðverjar og 1.741 fleiri Kanadamenn. Þessar fimm þjóðir báru uppi 66,8% aukningu ferðamanna í júlí. Nokkrum þjóðum fækkaði hins vegar í júlí ár frá því í fyrra. Þann- ig fækkaði Rússum um 40,2% og Norðurlandaþjóðunum um 5,5%. Ferðamönnum í júlí hefur fjölgað jafnt og þétt frá því Ferðamála- stofa hóf talningar á Keflavíkur- flugvelli árið 2002. Heildarfjöldi ferðamanna í júlímánuði hefur nærri fjórfaldast frá árinu 2002 og munar þá mestu um aukningu N-Ameríkana sem hafa meira en sjöfaldast og þeirra sem flokkast undir „annað“ sem hafa nærri átt- faldast.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.