Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.09.2015, Síða 14

Víkurfréttir - 03.09.2015, Síða 14
14 fimmtudagur 3. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR Tryggingamiðstöðin Hafnargötu 31 Sími 515 2620 tm@tm.is tm.is Góða skemmtun á Ljósanótt! 250 300 350 400 450 500 HEILSUFAR EINBEITING DEPURÐ SAMSKIPTI FJÁRHAGUR ÞREK KVÍÐI LÍKAMSHEILSA VERKIR SJÁLFSSTJÓRN SVEFN LÍÐAN LÍFSGÆÐI HEILSA OG LÍÐAN EFTIR FYRIR -viðtal pósturu hilmar@vf.is Hreystu er frábært leið til að ná jafnvægi á milli and- legrar og líkamlegrar heilsu Hvað er Hreysti? Hreysti er ný endurhæfingarleið hjá Samvinnu sem er starfsendur- hæfingardeild innan Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Hreysti er byggð upp á þrem meginþáttum: Hreyfingu, Nú- vitund og Fræðslu. Ásamt því er fjölþætt heilsutengd fræðsla stór partur af námsskeiðinu. Fyrsti hópurinn í Hreysti fór af stað hjá Samvinnu í febrúar 2015 og stóð námsskeiðið í átta vikur en verk- efnið er þróunarverkefnið styrkt af VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Árangur verkefnis var góður og bæði andleg og líkamleg líðan þátt- takanda batnaði til muna. Hreysti er sérsniðin endurhæfing ætluð þeim sem þurfa að byggja sig upp líkamlega og auka and- lega vellíðan en þátttakendum er vísað í Hreysti af ráðgjöfum VIRK. Endurhæfingin er góð leið fyrir þá einstaklinga sem eru að koma sér af stað í hreyfingu og þurfa til þess aðstoð og utanumhald. Einnig þá sem eru að glíma við stoðkerfis- vanda eða jafna sig eftir slys eða veikindi. Heildstæð úrlausn á vanda hvers þátttakanda Niðurstöður úr matslistanum Heilsutengd Lífsgæði sem þátttak- endur sem lagðir voru fyrir þátt- takendur fyrir og eftir námsskeiðið má sjá á meðfylgjandi mynd. Er orkumeiri, verkjaminni og meðvitaðri um takmörkin mín Harpa Hauksdóttir var ein þeirra sem að tóku þátt í námsskeiðinu og náði frábærum árangri. „Ég lenti í vinnuslysi þegar ég fékk fiskikar ofan á höfuðið sem hafði þær afleiðingar að ég tognaði í hálsi, herðablaði og taugar urðu fyrir hnjaski. Hreyfigeta mín skertist, ég þjáist af verkjum sem leiddi til þess að ég varð óvinnufær í kjölfar slyssins. Í svona ástandi er oft erfitt að halda í jákvæðnina og andleg líðan mítn versnaði. Læknir vísaði mér til VIRK starfsendur- hæfingarsjóðs og var mér svo vísað í Hreysti af ráðgjafanum mínum hjá VIRK. Ég var ekki í góðum málum líkamlega né andlega og óskaði þess að fá betri líðan. Ég hef alltaf stundað einhverja hreyfingu með góðum hléum en í Hreysti náði ég að koma hreyfingunni inn og stundaði hana af kappi fjórum sinnum í viku. Fyrir nokkrum árum hóf ég að vinna mikið með andlega líðan mína, í Hreysti fékk ég svo kærkomin verkfæri til þess að ná enn betri árangri í þeirri vinnu. Að taka þátt í Hreysti hefur hjálpað mér að ná jafnvægi á milli andlegrar og líkamlegrar heilsu, við erum öll svo ólík og þurfum að læra að hlusta á okkur sjálf og þekkja takmörkin okkar, það var svo sannarlega nálgunin sem við fengum í Hreysti. Stuðningurinn af kennurunum var frábær og svo var hópurinn náinn og hvetjandi.“ „Ég náði góðum árangri á náms- skeiðinu, er orkumeiri, verkja- minni og meðvitaðri um takmörk mín. Ég er komin með skýra fram- tíðarsýn, stefni á djáknanám, með stoppi í Háskólagáttinni á Bifröst og hugsa hlýtt til þess að hjálpa fólki í framtíðinni með verkefni lífsins,“ segir Harpa að lokum. Næsta námsskeið af Hreysti hefst 14.september. Sé Hreysti eitthvað fyrir þig ekki hika við að hafa sam- band og fá frekari upplýsingar á netfangið maria@mss.is. Leikfélag Keflavíkur hefur ráðið Víking Kristjánsson sem leikstjóra næsta verks sem frumsýnt verður í byrjun nóv- ember í Frumleik- húsinu. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu leikfélagsins. Víkingur útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ vorið 2001. Hann er einn af stofnendum Ve s t u r p or t s s e m hefur sett upp fjöl- mörg verk á Íslandi og um allan heim. Víkingur hefur leikstýrt í atvinnu- leikhúsi, hjá áhugaleikhópum og í framhaldsskólum. Síðustu verk- efni eru Allir á svið! með Leikfélagi Flateyrar (2013) og Þið munið hann Jör- und með Litla leik- klúbbnum á Ísafirði (2014). Fyrsti fundur með leikstjóra og kynn- ing á verki, verður miðvikudaginn 9. september í Frum- leikhúsinu kl.19.00. Fyrir al la þá sem áhuga hafa á að taka þátt og starfa í leikhúsi. Eina skilyrðið er að vera orðinn 16 ára og hafa áhuga á leik- hússtarfi. Víkingur til Leik- félags Keflavíkur Víkingur Kristjánsson leikstýrir hjá Leikfélagi Keflavíkur í vetur. Harpa Hauksdóttir var ein þeirra sem að tóku þátt í námsskeiðinu og náði frábærum árangri. HARMONIKKUBALL FÖSTUDAGINN 4. SEPTEMBER KL. 20:00. Á NESVÖLLUM Hljómsveitinn Suðurnesjamenn leika fyrir dansi. Aðgangseyrir kr. 1000,- 20% Ljósanæturafsláttur miðvikudag til mánudags Opnunartími Miðvikudaginn, fimmtudaginn, föstudaginn 11:00 - 22:00

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.