Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.07.2016, Side 2

Víkurfréttir - 14.07.2016, Side 2
2 fimmtudagur 14. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR Vilja láta tvöfalda Reykjanes- braut og fjölga útskotum l Nær allir ferðamenn á landinu fara um Reykjanesbraut Hluti af atvinnulífinu Ertu reynslubolti með bíladellu? VR-15-025 Hæfniskröfur: • Bifvélavirkjun, vélvirkjun eða önnur sambærileg menntun • Reynsla af bílaviðgerðum • Samskiptahæfni og vönduð vinnubrögð Bæði kyn eru hvött til að sækja um laus störf hjá fyrirtækinu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagur Benónýsson í síma 440 1030 eða gegnum netfangið dagur@n1.is. www.n1.is facebook.com/enneinn Við leitum að þjónustuliprum reynslubolta, bifvélavirkja eða viðgerðarmanni á smur og hjólbarðaverkstæði í Reykjanesbæ. Fjölbreytt og spennnandi starf í góðum félagsskap. Helstu verkefni: • Almennar bílaviðgerðir • Smur- og hjólbarðaþjónusta Hjólbarðaverkstæði N1 hafa öll hlotið vottun samkvæmt gæðakerfi Michelin, en þá vottun fá eingöngu þau hjólbarða- verkstæði sem uppfylla ströngustu gæðakröfur Michelin. Lést í umferðarslysi n Maðurinn sem lést í árekstri bif- hjóls og vörubifreiðar á Reykjanes- braut á fimmtudag í síðustu viku hét Jóhannes Hilmar Jóhannesson. Hann var 34 ára gamall, fæddur árið 1982 og til heimilis að Sóltúni 2 í Garði. Hann lætur eftir sig sambýl- iskonu og þrjú börn. Stjórn Reykjanes Global Geopark telur að tvö- falda þurfi Reykjanesbraut að Rósaselstorgi, fjölga útskotum á flestum vegum á Suðurnesjum og fjölga snjómokstursdögum og bæta hálku- varnir. Þetta kemur fram í svari stjórnarinn- ar við fyrirspurn Stjórnstöðvar ferðamála um það hverjar eru þarfir ferðaþjónustunnar á Reykjanesi í samgöngumálum. Í svari stjórnar Reykjanes Global Geopark segir að samkvæmt aðalskipulagi Reykjanesbæjar tímabilið 2008 til 2024 sé gert ráð fyrir að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar að Rósaselstorgi. Sam- hliða því sé gert ráð fyrir mislægum gatnamótum við Þjóðbraut. Í svarinu segir að mikil slysahætta myndist þegar ökutæki þveri Reykjanesbrautina. „Alltof mörg dæmi eru um slys, annars vegar við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar og hins vegar við gatnamót Þjóðbrautar og Reykjanes- brautar. Það er því afar brýnt að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar að Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en um hana fara nærri allir ferðamenn sem koma til landsins auk starfsfólks á flugstöðvarsvæðinu,“ segir í svari stjórnarinnar sem sent var 13. júní síðastliðinn. Stjórnin telur að fjölga þurfi útskotum á flestum vegum á Suðurnesjum, til dæmis á Suðurstrandar- vegi, Nesvegi, Hafnavegi, Garðskagavegi, Norður- ljósavegi og Vatnsleysustrandarvegi. Umferðarálag hafi aukist verulega á öllum vegum á Suðurnesjum undanfarin ár allt árið um kring. Málið sé brýnt enda skapist mikil slysahætta þegar ferðamenn eða áhugafólk stöðvi ökutæki sín á þröngum vegum þar sem engin aðstaða er til staðar. Bætt vetrarþjónusta er eitt af því sem stjórn Reykjanes Geopark telur mikilvægt að ráðast í þar sem að með aukinni umferð á öllum vegum á Suðurnesjum sé þörf á að fjölga snjómokstursdög- um þegar það á við og bæta hálkuvarnir. Stjórnin telur þetta sérstaklega eiga við um Suðurstrandar- veg, Nesveg, Hafnaveg og Reykjanesvitaveg en þessir vegir tengja vinsæla ferðamannastaði yst á Reykjanesi; Valahnúk, Gunnuhver, Brimketil og Brú milli heimsálfa. n Sveitarfélögin Sandgerði og Garður hafa hvort um sig gefið út umferðaröryggisáætlun fyrir árin 2016 til 2020. Sveitarfélögin og Samgöngustofa undirrituðu samning þess efnis að umferðaröryggisáætlun verði gerð fyrir hvort sveitarfélag, en Samgöngustofa hefur á undanförnum árum hvatt sveitarfélög til að gera áætlanir um umferðaröryggi. VSÓ Ráðgjöf aðstoð- aði við þetta verkefni. Vinna við gerð áætlananna stóð yfir frá janúar til júlí 2016. Markmið með gerð umferðaröryggisáætlana er að auka vitund forráðamanna sveitarfélaga og íbúa um umferð- aröryggismál. Lagt var mat á núverandi stöðu umferð- aröryggismála í sveitarfélögunum, lagðar fram tillögur til úrbóta og þeim forgangsraðað. Áhersla var lögð á að rödd sem flestra heyrðist þannig að hagsmunir allra vegfarendahópa væru teknir með. Mikilvægur þáttur var myndun samráðshóps með helstu hagsmunaðilum. Í hópi hvors sveitarfélags fyrir sig voru fulltrúar frá grunnskóla, leikskóla, forvarnar- starfi, Vegagerðinni, Samgöngustofu, Lögreglunni á Suðurnesjum, Strætó Bs, ásamt umhverfis- og tækni- fulltrúa sveitarfélaganna og VSÓ Ráðgjöf sem starfaði með hópunum. Umræður á fundum samráðshópa lögðu grunn að gerð áætlananna þar sem staðkunnugir þekkja best hættur í umhverfinu og tóku fulltrúar í samráðshópum þátt í að móta stefnu og markmið áætlananna. Einnig var auglýst eftir ábendingum frá íbúum í Víkurfréttum og á heimasíðum sveitarfélag- anna. Áætlanirnar voru einnig teknar til umræðu hjá bæjarráðum og skipulags- og byggingarnefndum Sand- gerðis og Garðs. Áætlað er að umferðaröryggisáætlanirnar verði endur- nýjaðar á fjögurra ára fresti. Fram að þeim tíma verði ábendingum sem berast sveitarfélögunum varðandi umferðaröryggi safnað saman og þær greindar. Jafn- framt verði unnið að þeim úrbótum sem lagðar eru fram í þessum umferðaröryggisáætlunum. Tveimur árum eftir útgáfu umferðaröryggisáætlananna er gert ráð fyrir að samráðshóparnir fundi þar sem farið er yfir verkefnastöðu og nýjar ábendingar. Nálgast má áætlan- irnar á heimasíðum sveitarfélaganna. Umferðaröryggisáætlanir Sandgerðis og Garðs gefnar út Óska eftir bygg- ingaleyfi vegna fjölbýlishúss n Verktakafyrir- tækið Grindin í Grindavík hefur óskað eftir því við skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar að fá byggingar- leyfi vegna fjölbýlishúss við Stamphólsveg 5. Skipulagsnefnd hefur lagt til við bæjarstjórn að byggingaráfomin verði samþykkt og byggingar- leyfi gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist. Bæjarráð samþykkti tillögu skipulagsnefndar sam- hljóða á fundi sínum nýverið. Vöntun hefur verið á minni íbúðum í Grindavík og í frétt Víkurfrétta 18. júní síðastliðinn var haft eftir Róberti Ragnarssyni, bæjarstjóra Grindavík- ur, að þar vanti 70 til 100 fermetra íbúðir, bæði fyrir yngra fólkið og það eldra, jafnt til leigu og sölu. Ást á íslenskri náttúru! l Náttúra Íslands í aug- um tveggja Njarðvíkinga Náttúra Íslands hefur sem betur fer átt sína hjartans unnendur á öllum tímum og nú má sjá skemmtilega sýningu Stofunni í Duus Safnahús- um sem tengist einmitt þessari nátt- úruást. Sýningin samanstendur af 15 ljósmyndum sem Oddgeir Karlsson ljósmyndari í Njarðvík hefur tekið víða á Reykjanesinu og grjóti úr safni Njarðvíkingsins Áka Gränz heitins en hann var ástríðufullur steinasafnari með meiru. Við fráfall Áka eignaðist Reykjanesbær mikið steinasafn ásamt fjölda listaverka og á sýningunni núna má sjá úrval úr steinasafninu en listaverkin bíða betri tíma. Sýningin mun standa í sumar og eru bæjarbúar hvattir til að koma og njóta. Frá Reykjanesbraut við Rósaselstorg. Þar á m.a. eftir að tvöfalda Reykjanesbrautina að Fitjum. VF-mynd: Aldís Ósk

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.