Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.07.2016, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 14.07.2016, Blaðsíða 8
8 fimmtudagur 14. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR Vinirnir Andri Fannar Ævarsson og Hermann Nökkvi Gunnarsson taka að sér að slá stærri og minni garða í sumar og eru hæst ánægðir með starfið. Drengirnir eru 14 ára og segjast hafa fengið mjög góðar móttökur. „Við erum með tvö til þrjú verkefni á dag og þetta gengur mjög vel,“ segir Hermann en hann tók líka að sér garðavinnu í fyrra. Drengirnir eru með hrífur, orf og voru að fara að fjárfesta í nýrri sláttuvél þegar blaðamaður Víkurfrétta hitti þá á dögunum. „Það er búið að ganga svo vel hjá okkur að við gátum safnað fyrir nýrri sláttuvél,“ segja þeir. Andri og Hermann búa í Reykjanesbæ en taka þó að sér að slá um öll Suðurnesin og jafnvel víðar. Afi Hermanns á pallbíl og hefur skutlað strákunum þegar á hefur þurft að halda. „Síðan eigum við frábæra foreldra sem nenna að skutla okkur út um allt. Við fórum til dæmis í Hafnarfjörð um daginn og förum bráðum að slá á Vatnsleysuströnd. Við reddum okkur alltaf fari einhvern veg- inn.“ Stundum þarf að gera meira en að slá grasið til að það verði fínt og hafa Andri og Hermann líka tekið að sér að bera Blákorn og Graskorn á lóðir til að bæta vöxtinn. „Svo erum við líka með mosatætara og setjum kalk á grasið til að drepa mosann. Við getum þetta allt saman.“ Hægt er að panta slátt á Facebook- -síðunni Garðálfarnir EHF eða í síma 776-1410. Hermann Nökkvi og Andri Fannar slá garða á Suðurnesjum og víðar í sumar. VF-myndir: Aldís Ósk l Slá tvær til þrjár lóðir á dag Fjórtán ára með eigin rekstur n Margt hefur verið um manninn á tjaldsvæðinu í Grinda- vík undanfarið. Að sögn Margrétar Albertsdóttir, starfs- manns á tjaldsvæðinu, eru margir gestanna ferðamenn sem gista þar fyrstu og síðustu nóttina sína á Íslandi. Flestir erlendu ferðamannanna eru frá Bandaríkjunum, Þýska- landi og Frakklandi. Þá hefur fjöldi Kanadamanna meðal þeirra aukist eftir að beint flug hófst þaðan. „Um daginn kom svo fólk frá Indlandi og svo er eitthvað um ferðamenn frá Ástralíu,“ segir Margrét. Algengast er svo að íslenskir ferðamenn kíki við um helgar. Á tjaldsvæðinu er eldhús með áhöldum þar sem ferðamenn geta eldað sér mat inni við. Þá eru þar salerni og sturtur, grill, aðgangur að rafmagni og leiksvæði fyrir börn. Tjaldsvæðið í Grindavík hefur verið vel nýtt í sumar. MARGIR GISTA Í TJALDI Í GRINDAVÍK FYRIR OG EFTIR FLUG Tónleikarnir Snúran voru haldn- ir á tjaldstæðinu í Sandgerði á miðvikudag í síðustu viku í miklu blíðviðri. Á tónleikunum komu fram Hobbitarnir ásamt Föru- neytinu, Óhætt er að segja að Snúran séu skynditónleikar því tímasetningin var ákveðin með að- eins 36 klukkustunda fyrirvara svo að tónleikarnir gætu farið fram í sem bestu veðri. Sandgerðingar og fleiri fjölmenntu á Snúruna og áttu notalega stund í síðdegissólinni. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi af mannmergð- inni á tjaldstæðinu þegar tónleikarnir fóru fram. Snúran í sólskini í Sandgerði Umsjónarfólk tjald- stæðisins bauð upp á grillaðar pulsur og þar myndaðist löng röð. Það viðraði vel á Hobbitana og Föruneytið. Miðvikudaginn 20. júlí verður haldið upp á10 ára afmæli Skötumes- sunnar í Garði. Eins og áður er Skötumessan haldin í Gerðaskóla í Garði og búist er við fullu húsi eins og alltaf áður. Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra og við öll sem mætum erum þátttakendur í því að styðja við bakið á þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Með því stígum við skrefinu lengra í samfélagslegri ábyrgð okkar og af- hendum styrkina þegar við erum öll saman í lok skemmtunarinnar. Í tilefni af 10 ára afmæli Skötumessunnar verður meira lagt í stuðning við einstök verkefni en áður og höfum við fengið nokkur fyrirtæki í lið með okkur á afmælisárinu til að gera meira en áður. Allt mun það koma í ljós í lok dagskrár miðvikudaginn 20. júlí. Dagskrá Skötumessunnar er hefðbundin og hefst kl. 19.30 með glæsilegu hlaðborði; skata, saltfiskur, plokkfiskur og meðlæti. Að venju er fjölbreytt skemmtidagskrá; * Dói og Baldvin, harmonikkuleikur. * Páll Rúnar Pálsson * Davíð Már Guðmundsson og Óskar Ívarsson * Andri Páll Guðmundsson * Björn Ingi Bjarnason formaður Hrútavina, ræðumaður kvöldsins. * Styrkir afhentir * Hljómsveit Rúnars Þórs Það er von okkar forsvarsfólks Skötumessunnar að eins og áður mæti fólkið sem vill halda til haga þjóðlegum matarvenjum og siðum okkar Íslendinga og slái tvær flugur í einu höggi og leggja góðum málefnum lið. Það er einfalt að tryggja sér miða og er það gert með því að leggja 4,000- kr. inn á reikning Skötumessunnar; 0142-05-70506, kt. 580711-0650 Munum að Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra. Skötumessan í Garði fagnar 10 ára afmæli

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.