Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.07.2016, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 14.07.2016, Blaðsíða 12
12 fimmtudagur 14. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR LAUS STÖRF Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi /laus-storf, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um störfin. AKURSKÓLI FJÁRMÁLASVIÐ LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL VELFERÐARSVIÐ Skólarliðar í Frístund Sérfræðingar í launadeild Íþróttakennari/ Íþróttafræðingur Störf á heimili fatlaðs fólks VIÐBURÐIR UMHVERFISVIÐURKENNINGAR Umhverfissvið mun veita umhverfisviðurkenningar við upphaf Ljósanætur. Óskað er eftir ábendingum frá íbúum bæjarins í netfangið berglind.asgeirsdottir@reykja- nesbaer.is eða í síma 420-3200 milli kl. 8:00 og 16:00. Ef nágranni þinn er að gera góða hluti segðu þá frá því. Mannfélagið í Listasal Listasafns Reykjanesbæjar. Sögur úr bænum í Gryfjunni á vegum Byggðasafns. Duus Safnahús eru opin alla daga kl. 12:00 - 17:00. SUMARSÝNINGAR Í DUUS SAFNAHÚSUM Ráðinn verður starfsmaður við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í haust sem mun hafa það verk- efni að þróa stuðningkerfi fyrir þá nemendur sem eru í mestri hættu á að hverfa frá námi. Að sögn Kristjáns Ásmundssonar, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja, verður þetta tilraun næsta vetur sem vonandi á eftir að ganga vel. Hann segir brott- hvarf nemenda skólans hafa ver- ið meira en æskilegt geti talist. „Það er þannig í framhaldsskól- um sem taka inn alla nemendur sem sækja um, að brotthvarfið verður meira en í þeim skólum sem velja inn nemendur. Því erum við alltaf að leita leiða til að draga úr brotthvarfi því það er dýrt fyrir nemendur að hætta í einstökum fögum eða gera hlé á námi. Þá seinkar fólk útskrift sem er dýrara fyrir það til lengri tíma litið. Við viljum að nemendur nýti tíma sinn sem best og ljúki námi á þeim hraða sem þeir ráða við. Þá ann- að hvort kemst fólk út á vinnu- markaðinn með sín réttindi að lokinni útskrift eða í frekara nám,“ segir Kristján. Mennta- og menningarmála- ráðuneytið auglýsti fyrr á árinu styrk til framhaldsskóla sem vilja gera átak til að vinna gegn brotthvarfi og var FS einn þeirra skóla sem sótti um og hlaut styrk. Þessi tilraun til að minnka brotthvarf nemenda verður því reynd í framhaldsskólum víðar um land á næsta skólaári. Kristján segir samstarf við grunnskóla mikil- vægan lið í því að minnka brotthvarf nemenda. „Það er alltaf betra ef nemendur eru búnir að ákveða hvað þeir vilja læra áður en nám í fram- haldsskóla hefst. Þá er það áhuginn sem dregur þau áfram. Ef nemendur vita ekki hvað þeir vilja læra og eru að fylgja straumnum með því að fara í framhaldsskóla þá er skuldbindingin í huga þeirra oft ekki nógu mikil og þá aukast líkur á brotthvarfi.“ Nú þegar víða vantar fólk til vinnu er freistandi fyrir framhaldsskólanem- endur að ráða sig í vinnu og fá aukapening og hægja á náminu. Kristján segir að til lengri tíma litið tapi fólk á slíku. „Þá seinkar fólk útskrift um hálft til eitt ár en gæti þess í stað verið í 100 prósent vinnu þann tíma ef það útskrifast fyrr. Við viljum fá nemendur til að meta hver raun- verulegur ávinningur er af því að ljúka námi.“ Kristján bendir jafnframt á að sumir verði að stunda vinnu með námi til að framfleyta sér og að margir ráði vel við það. „Svo eru aðrir sem ekki ráða við það og það eru fyrst og fremst þau sem við viljum ná til.“ Ástæður brotthvarfs geta verið margvíslegar að sögn Kristjáns og sumt er hægt að hafa áhrif á en annað ekki. „Vinnan er stór þáttur, einnig fjarvistir og brot á skólareglum sem leiða til þess að nemendum er vísað úr námi. Það er eitthvað sem við getum reynt að taka á.“ Þá hefur Fjölbrautaskóli Suðurnesja gert samning við Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar um að ráða sálfræðing í 50 prósent stöðu við skólann sem aðstoðar nemendur sem finna fyrir kvíða eða annarri andlegri vanlíðan. Sporna gegn brotthvarfi nemenda l Vilja ná til nemenda sem eru í mestri hættu á að hverfa frá námi Helga Guðrún Jónsdóttir, 11 ára stúlka úr Reykjanesbæ, var á dögun- um kosin rauðhærðasti Íslendingur- inn á Írskum dögum á Akranesi. Helga var mjög ánægð að hafa unnið keppnina en að launum fékk hún ferð til Dublin á Írlandi fyrir tvo og hárvörur frá Eleven. Hún hefur ekki enn ákveðið hverjum hún ætlar að bjóða með sér til Dublin eða hvenær ferðin verður farin, en er hún af- skaplega spennt fyrir ferðalaginu. Helga hefur í gegnum tíðina oft ver- ið stoppuð úti á götu af fólki sem dáðst hefur að rauða hárinu hennar og Helgu hrósað fyrir það. Fólk hef- ur jafnvel spurt um leyfi til að fá að snerta það. Fjölskyldu Helgu hefur ávallt fundist það sérstakt hve oft hún er stoppuð, en fundist voðalega gaman að heyra hrósin sem hún hef- ur fengið fyrir hárið sitt. Helga sjálf er rosa ánægð með hárlitinn sinn og finnst hann voða fallegur. Alls voru keppendur í keppninni um rauðhærðasta Íslendinginn 34 og fór hún þannig fram að teknar voru myndir af þeim öllum og svo biðu þau úrslitanna. Biðin var að sögn Helgu ansi löng og var hún glöð þegar til- kynnt var að hún hefði sigrað. l Helga Guðrún sigraði í keppninni um rauðhærðasta Íslendinginn Helgu hrósað fyrir rauða hárið Píratar með lokað prófkjör í Suðurkjördæmi Píratar halda lokað prófkjör í Suður- kjördæmi fyrir næstu Alþingiskosn- ingar. Þegar hefur verið opnað fyrir framboð. Kjörgengir eru allir skráðir Píratar sem uppfylla skilyrði til Alþingiskosn- inga. Kosningarétt í prófkjörum Pírata hafa þeir sem eru skráðir Píratar sam- kvæmt lögum Pírata eða þeir Píratar sem skráðir hafa verið í flokkinn 30 dögum áður en kosningu lýkur. Þá er skilyrði að hafa lögheimili í kjördæm- inu. Kosning í rafrænu kosningakerfi Pírata mun svo standa frá 2. til 12. ágúst. Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Tölvupóstfangið er fusi@vf.is VF-mynd: Aldís Ósk

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.