Víkurfréttir - 28.07.2016, Síða 2
2 fimmtudagur 28. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR
Handtekinn á flótta
eftir rifrildi og árekstur
Pósturinn í Vogum
á Vatnsleysuströnd óskar eftir
að ráða bílstjóra í framtíðarstarf.
Starfið felst í dreifingu pósts
á svæðinu og eru skilyrði
stundvísi og áreiðanleiki.
Umsóknarfrestur
er til 10. ágúst 2016.
Nánari upplýsingar veitir Anna
María Guðmundsdóttir í síma
421 4300 eða í annam@postur.is
Hægt er að sækja um starfið
á umsóknarvef Póstsins:
umsokn.postur.is
ERUM VIÐ AÐ
LEITA AÐ ÞÉR?
Allur aðgangseyrir og frjáls fram-
lög af grannaslag Víðis og Reynis
í 3. deild karla í fótbolta, runnu
til styrktar fjölskyldu Jóhannesar
Hilmars Jóhannessonar sem lést í
umferðarslysi fyrir skömmu. Söfn-
unin er nú komin í 876.000kr en auk
þess sem kom inn á leiknum sjálfum,
hafa einstaklingar og fyrirtæki bæst
i hópinn auk þess sem leikmenn
meistaraflokks Víðis lögðu sinn sjóð
í söfnunina. Enn er hægt að leggja
til frjáls framlög og bæta við upp-
hæðina en þá má leggja inná reikn-
ing 0157-26-255 á kt 510286-2279.
Víðismenn voru að vonum þakklát-
ir fyrir stuðninginn á leiknum sem
endaði með 4-1 sigri þeirra.
„Það hefur sýnt sig og sannað að
knattspyrnufélagið Víðir, er ekki bara
leikmenn sem elta tuðrur, stjórnar-
menn og konur sem suða um styrki,
heldur eru þetta fjölmargir einstak-
lingar sem búa í Garðinum og einnig
fjölmargir sem búa utan Garðsins sem
fylgjast með úr fjarlægð og styðja við
bakið á okkur. Samfélagið tók hönd-
um saman og geri ég ráð fyrir því
að mikið safnaðist á leiknum til að
styðja við fjölskylduna hans Jóa. Það
er einmitt þetta samfélag sem maður
er svo stoltur af að vera partur af,“
sagði Björn Bergmann fyrirliði Víðis í
stuttri yfirlýsingu eftir leik.
Stjórn og leikmenn Knattspyrnufélagsins Víðis í Garði vilja þakka þeim fjöl-
mörgu sem lögðu leið sína á leik Víðis og Reynis í síðustu viku.
Allur aðgangeyrir mun renna beint til fjölskyldu Jóhannesar Hilmars Jóhann-
essonar, sem lést í voflegu bifhjólaslysi að morgni fimmtudagsins 7. júlí sl.
Með hjálp ykkar og fyrirtækja á svæðinu hafa safnast um 900.000 kr. sem
renna óskiptar til fjölskyldu Jóhannesar heitins.
Blessuð sé minning hans.
Samúð og þakklæti er okkur efst í huga á stundu sem þessari.
Með kærri Víðiskveðju.
Guðlaug Sigurðardóttir, formaður Víðis.
n Lögreglan á Suðurnesjum brást hratt við
skömmu fyrir hádegi á þriðjudag og handtók
ökumann á flótta eftir árekstur á bílastæði í
Reykjanesbæ. Menn rifust fyrir utan afgreiðslu
Landsbankans í Krossmóa í Reykjanesbæ sem
endaði með því að einn mannanna settist undir
stýri á bifreið og bakkaði af fullu afli á kyrrstæða
bifreið á bílastæðinu við bankann.
Eitthvað fát kom á ökumanninn sem síðan ók á
fullri ferð út af bílastæðinu og sem leið lá inn í
Njarðvík. Munaði minnstu að hann keyrði á mann
á bílastæðinu sem gaf honum merki um að stöðva.
Mörg vitni sáu hvað gerðist og var lögreglu þegar
gert viðvart. Tveir lögreglubílar veittu flóttabílnum
þegar eftirför og var bifreiðin stöðvuð í Njarðvík
örfáum mínútum síðar og ökumaður handtekinn.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var maðurinn
ölvaður.
Eiganda bílsins sem ekið var á fyrir utan bank-
ann var brugðið en jafnframt mjög þakklátur lög-
reglunni fyrir að handtaka þann sem varð valdur
að árekstrinum.
Hann sagðist hafa orðið var við að mennirnir rifust
fyrir utan bankann og ákveðið að leggja því ekki
við hliðina á þeim, heldur aðeins fjær. Hann sagði
að það hafi ekki endilega verið besta ákvörðunin
eins og raunin varð á.
Ók langt yfir
hámarkshraða í
íbúðarhverfi og
skapaði hættu
n Lögreglan á Suðurnesjum hef-
ur sent frá sér tilkynningu vegna
máls sem kom upp í Innri-Njarð-
vík í hádeginu á mánudag þar sem
lögregla stöðvaði för ökumanns í
íbúðarhverfi með því að aka í veg
fyrir bíl hans.
Tilkynningin hljóðar svo: Lögreglan á
Suðurnesjum veitti ökumanni eftirför
skömmu eftir hádegi en tilkynning
hafði borist um mann akandi bifreið
í annarlegu ástandi. Maðurinn var á
leið frá Keflavík í átt að Innri-Njarðvík
en þar var för hans stöðvuð með því
að aka lögreglubifreið í veg fyrir hann.
Maðurinn ók langt yfir hámarkshraða
í íbúðarhverfi og skapaðist hætta
vegna aksturslags hans. Maðurinn var
handtekinn vegna málsins. Vitni að
þessu atviki eru vinsamlegast beðin
um að setja sig í samband við lögreglu
í síma 444-2200.
l Hátt í 900 þúsund krónur hafa safnast fyrir ekkju
Jóhannesar sem lést í bílslysi við Hafnaveg
Víðismenn safna fyrir
fjölskyldu Jóhannesar
Kveðja og þakkir frá Víði
n Nýlega festi Pósturinn kaup á raf-
knúnu þríhjóli til að auðvelda vinnuna
hjá bréfberunum á milli hverfa í
Reykjanesbæ. „Það er fábært að taka
þátt í því þegar Pósturinn er að komast
inn í nútímann, mér finnst það alveg
æðislegt. Sjá hvað þetta er allt að breyt-
ast og hvað þau eru að gera til þess að
bæta sig,“ segir Þóra Sigríður Brammel
27 ára, sem hefur starfað hjá Póstinum
síðan í mars árið 2013.
Þóru finnst þetta allt öðruvísi og auðveld-
ar hjólið ferðir hennar með póstinn til
muna. Áður tók það sinn tíma að klára
eitt hverfi en núna nær hún að komast
yfir miklu stærra svæði á sama tíma. Þóra
segist ekki verða eins þreytt eftir daginn og
hún var hér áður og finnst æðislegt að fá
að taka þátt í svona verkefni hjá póstinum.
Alls eru 15 rafmagnsþríhjól komin í notk-
un og eru þau í Reykjavík, á Akranesi,
Selfossi, Akureyri og í Reykjanesbæ. Hjól-
in eru umhverfisvæn og eiga þau að þola
íslenskt verðurfar. Von er á öðru hjóli til
Reykjanesbæjar fljótlega eftir helgi.
Pósturinn er að komast inn í nútímann
Þóra tekur sig vel út á hjólinu.
Mynd/Aldís Ósk.
Frá vettvangi við Landsbankann á þriðjudag.
VF-mynd: Hilmar Bragi
Áhorfendur á leik Víðis og Reynis á Nesfisksvellinum í Garði. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson