Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.2016, Síða 8

Víkurfréttir - 28.07.2016, Síða 8
8 fimmtudagur 28. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR Óskar fór í FS á sínum tíma líkt og vinir hans en þar nam hann á listnámsbraut í þrjú ár. Frá unga aldri pældi hann mikið í tónlist og var í hljóm- sveitum í Grindavík. Hann áttaði sig snemma á því að kvikmyndagerðin sameinaði alla miðla sem hann hafði áhuga á. „Ég fór í FS og fyrir það hafði ég verið leitandi unglingur í músíkinni, hangandi í gömlum iðnaðarhúsnæðum. Ég hætti í FS eftir þrjú ár og fór að vinna í Grindavík. Snemma í fram- haldsskóla áttaði ég mig á því þegar ég las viðtal við leikstjórann Dag Kára, að músík og myndir sameinast í kvikmyndagerð og langaði að verða kvikmyndagerðamaður,“ segir Óskar í samtali við blaðamann Víkurfrétta. Eftir tveggja ára vinnu fór hann í Myndlistar- skólann í Reykjavík með það í huga að færast nær vídjólist og kvikmyndagerð. Hann segir að myndlist hafi hjálpað honum mikið við það að læra gagnrýna hugsun. „Það þjálfaði augað og þar var ég hvattur til að sækja um í myndlist í Listaháskólanum. Þar vann ég mestmegnis með vídjó og ljósmyndir. Lokaverkið mitt var stuttmynd um unglingsár mín og fjallaði um allt hangsið á þeim tíma.“ Eftir útskrift úr Listaháskólanum var Óskar ráð- inn þar í vinnu. Hann hefur nú starfað þar í tvö ár en hyggst minnka við sig og sinna kvik- myndagerð af meiri áfergju. Nú er stefnan tekin á að gera tvær stuttmyndir áður en hann ræðst á kvikmynd í fullri lengd. Gerði stuttmynd um unglinga í Grindavík Stuttmynd sem Óskar gerði í skóla fjallar að hans sögn um táninga sem láta sér leiðast. Óskar segir að ljóðrænn stíll sé yfir myndinni sem fjallar um þrjár unglingsstelpur í Grindavík sem eru að slæpast um bæinn. „Unglingsaldurinn er svo áhugaverður, þessar aðstæður sem eru til staðar, að leyfa sér að leiðast. Ég held það geti haft skapandi áhrif á ungt fólk, að leiðast og slæpast og hafa eitthvað afdrep til þess. Þegar ég var ungur strákur í Grindavík var ég mikið að spila og semja sjálfur á gítar en svo var einnig verið að glamra með strákum af svæðinu. Ég hékk á vídóleigunni hjá Pöllu allar helgar, það var hápunktur vikunnar,“ segir Óskar um upp- vaxtarárin í Grindavík. Hann langar til þess að nýta sér æskuslóðirnar til frekari listsköpunnar í framtíðinni. „Sögur úr plássinu munu líta dagsins ljós ein- hvern tímann, það er alveg pottþétt að maður geri mynd sem gerist í Grindavík og nágrenni. Maður getur ekki flúið sjálfan sig of langt til að byrja með. Viðfangsefnið getur verið klisja en það skiptir öllu hvaða vinkil maður setur á það. Þetta eru allt sögur um fólk.“ Óskar hefur ákveðnar skoðanir á kvikmyndagerð og lítur ekki bara á þær sem eiginlega frásögn. „Mér finnst hún frekar snúast um hið ljóðræna and- rúmsloft, sem er líka í músíkinni. Að sagan sé fljótandi, en ekki einhver rosaleg atburðarás.“ Leikstjórar úr öllum áttum hafa haft áhrif á leikstjórann unga „Stanley Kubrick er fyrsti listræni leikstjórinn sem ég virkilega heillaðist af og hef alltaf verið undir miklum áhrifum frá honum. Nýlega hef ég mikið verið að skoða verk eftir rússneska leik- stjórann Andrei Tarkovsky og pólska leikstjór- ann Krzysztof Kieslowski. Er líka mjög hrifin af Sofiu Coppola og Degi Kára. Í minningunni eru það myndirnar hans Dags Kára sem ég naut þess verulega að horfa á.“ Ratatouille er ein besta mynd allra tíma Þrátt fyrir þessa upptalningu á virtum leikstjór- um þá eiga aðrar, frekar almennari myndir, sér- stakan sess hjá Óskari. „Ég dýrka Pixar myndirnar, Ratatouille er ein besta mynd allra tíma. Þessi fersku og ófyrir- sjáanlegu handrit eru svo skemmtileg. Inside out er fáránlega flott hugmynd, þar er búið að gera karaktera úr tilfinningum barna þannig að allir geti skilið. Sagan er ótrúlega einföld, um stelpu sem flytur í annan bæ og þar sjáum við hvaða tilgangi sorgin þjónar. Þetta eru háfleygar hugmyndir um lífið og hvernig það er að vera manneskja en settar fram á svo einfaldan hátt. Ég skil ekkert yfir bíóhúsunum að sýna þessar snilldarmyndir bara kl.3 um daginn. “ eythor@vf.is l Mun gera mynd um æskuslóðirnar l Dýrkar myndirnar frá Pixar Skapandi að slæpast og leiðast Ó S K A R K R I S T I N N E R E F N I L E G U R L E I K S T J Ó R I Ú R G R I N D A V Í K Grindvíkingurinn Óskar Kristinn Vignis- son hefur vakið nokkra athygli að undan- förnu fyrir tónlistarmyndbönd sem hann hefur leikstýrt fyrir huldufólkið í hljómsveitinni Synthamanía og einnig fyrir Snorra Helgason. Óskar á sér stóra drauma þegar kemur að kvikmyndagerð og gerir ráð fyrir því að gera kvikmynd um æskustöðvarnar í Grindavík síðar meir. Ég held það geti haft skapandi áhrif á ungt fólk, að leiðast og slæpast og hafa eitthvað afdrep til þess.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.