Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.2016, Side 10

Víkurfréttir - 28.07.2016, Side 10
10 fimmtudagur 28. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR LESANDI VIKUNNAR Hvaða bók ertu að lesa núna? Svo tjöllum við okkur í rallið eftir Guðmund Andra Thorson sem fjallar um föður hans Thor Vilhjálmsson. Falleg og vel skrifuð bók um samband þeirra feðga. Hver er þín eftirlætis bók? Það er bók bókanna, Biblían, en ég les í henni á hverjum degi og mun gera það um ókomna tíð. Þeim mun meira sem ég les finn ég alltaf meiri visku, veganesti og huggun í þessari bók. Biblía er grískt orð sem merk- ir bókasafn en í Biblíunni eru 66 bækur sem eru skrifaðar á nokkrum árþúsundum. Bækurn- ar eru svo miklu meira en trúar- rit, þær eru líka samfélagsspegill þar sem hægt er að fræðast um svo margt eins og stöðu kvenna á hverjum tíma og það má meira að segja finna uppskriftir! Hver er eftirlætis höfundurinn þinn? Ég á engan eftirlætis höfund, nema höfund Biblí- unnar, því ég er ekki föst í ákveðnum verkum. Hvernig bækur lestu helst? Helst eru það fræðibækur og ævisögur. Síðustu ár hafa ljóðabækur bæst við. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Fyrir utan Biblíuna er það sagan af Heiðu litlu í Alpa- fjöllunum. Pabbi minn las hana fyrir mig þegar ég var lítil stúlka en hann fékk bókina frá for- eldrum sínum í jólagjöf sem barn. Sú bók á meira að segja sérstakan stað í bókahillunni minni. Mér þykir svo fallegt hvernig stúlkan í sögunni varðveitir hjartahlýju og góðvild, sama hvað á dynur. Hvaða bók ættu allir að lesa? Sálmabókina en það er bók sem flestir eiga heima hjá sér. Sálmar eru bænir og aftast má til að mynda finna sálm eða bæn fyrir hvern dag vikunnar bæði kvölds og morgna. Sálmarnir geyma mikla visku og verkfæri til að takast á við daglegt líf, bókin á því heima á nátt- borðinu á kvöldin eða við kaffikönnuna að morgni til. Hvar finnst þér best að lesa? Mér þykir best að lesa heima í stofu, í rauða stólnum á Brunnstígnum. Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með? Leitin að tilgangi lífsins sem fjallar um mann að nafni Viktor E.Frankl sem lifði af nasistabúðirnar í seinni heims- styrjöldinni. Einnig mæli ég með bók Árna Bergmanns, Eitt á ég samt, þar segir hann m.a. svo skemmtilega frá lífi sínu í Keflavík. Við þökkum Erlu kærlega fyrir og minnum á heimasíðu safnsins: sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn þar sem hægt er að mæla með Lesanda vikunnar. LES BÓK BÓKANNA Á HVERJUM DEGI Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur í Keflavíkurkirkju er Lesandi vikunnar. Bókin um Heiðu litlu í Alpafjöllunum er sú bók sem hefur haft hvað mest áhrif á hana fyrir utan bók bókanna að sjálfsögðu. Í hverri viku í allt sumar verður valinn Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar. Lesandi vikunnar birtist í Víkur- fréttum alla fimmtudaga í sumar. Í lok hvers mánaðar fær einhver einn heppinn lesandi lestrarverðlaun. Allir sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda þurfa að skrá sig en það er hægt að gera í afgreiðslu Bókasafnsins eða á heimasíðu safns- ins:sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn Sjónvarp Víkurfrétta öll fimmtudagskvöld kl. 21:30 á ÍNN LAUS STÖRF Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. Umsóknum í ofangreind störf skal skilað á vef Reykja- nesbæjar,www.reykjanesbaer. is/stjornkerfi/ laus-storf, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um störfin. AKURSKÓLI FJÁRMÁLASVIÐ Skólarliðar í Frístund Sérfræðingar í launadeild Upplýsingar um öll ný störf er að finna á vef Reykjanes- bæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. VIÐBURÐIR LJÓSANÓTT 2016 1. - 4. september Skráning viðburða: Verður þú með viðburð á Ljósanótt? Sýningu, gjörning, skemmtun eða annað? Mundu þá að skrá viðburðinn á ljosanott.is. Þannig birtist hann í dag- skrá Ljósanætur. Berist hann fyrir 23. ágúst fer hann einnig í prentaða dagskrá! Söluaðilar: Skráning söluaðila er hafin á sala@ljosanott. is. Íþrótta-, menningar- og líknarfélög í bæjarfélaginu fá sérstök kjör. Hafið samband tímanlega. Dagskráin í heild á ljosanott.is þegar nær dregur. ATVINNA Við leitum að bílstjóra í 80% starf, þurfum einnig að bæta við okkur í þvottarhúsi. Upplýsingar á staðnum. Íslenska er skilyrði. Iðavöllum 11b // 230 Reykjanesbæ // 421 3555 Við leitum að bílstjóra í 100% starf. Þurfum einnig að bæta við okkur starfsmanni í 50% starf í þvottahúsi. Íslenska skilyrði. Upplýsingar veittar á staðnum. Guð blessi ykkur öll, Elsa Björk Kjartansdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna fráfalls elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, tengdasonar og afa. Axels Þorbergs Ingvarssonar Heiðarholti 7, Reykjanesbæ Víkurfréttir spurðu nokkra Suðurnesjamenn út í áform þeirra um verslunarmannahelgina en fólk er ýmist á leið á útihátíðir með vinunum, í sumarbústað með fjölskyldunni eða slaka á heima við og njóta kyrrðarinnar. Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartr- ar framtíðar er búsettur í Grindavík. Hann mun leggja leið sína austur þessa verslunnarmannahelgina þar sem hann ætlar að njóta helgarinn- ar með fjölskyldunni og vinum. Hvað á að gera um verslunar- mannahelgina og hvert á að fara? Verslunarmannahelginni ætla ég að eyða austur á Vopnafirði í faðmi fjöl- skyldu minnar og vina. Minningar- athöfn um föðurbróðir minn sem lést fyrr í sumar mun fara fram á laugardeginum að Refstað í Vopnafirði þaðan sem ég er ættaður. Þar mun stórfjölskyldan hittast og heiðra minningu hans en hann lést langt fyrir aldur fram úr krabbameini. Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Ég hef lifað margar eftirminnilegar verslunarmannahelgar ekki síst þegar maður var ungur að árum og sótti Atlavík á hverju ári þá var nú stundum tekið hressilega á því. En það stendur engin ein endilega uppúr allar hafa þær verið skemmtilegar hver á sinn hátt. Hvað finnst þér einkenna góða versl- unarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Það sem mér finnst ómissandi um þessa helgi fyrir utan gott veður að sjálfsögðu er að getaverið með fjölskyldunni. Þetta er stærsta ferðahelgi ársins og það sem mér finnst að ætti að einkenna þessa helgi öðru fremur er að allir sem leggja land undir fót séu vel undirbúnir. Keyri varlega og hugi vel að náunga sínum og umhverfi. Ekkert gleður mann meira en að heyra í fréttum eftir versl- unarmannahelgina að allt hafi gengið snurðulaust fyrir sig og allir hafi komist heilir heim. Munu heiðra minningu frænda á Vopnafirði n Það sem af er árinu 2016 hefur íbúum í sveitarfélaginu Garði fjölg- að um tæp 4%. Samkvæmt Þjóðskrá voru skráðir alls 1.425 íbúar í Garði þann 1. desember 2015. Samkvæmt bráðabirgðatölum þann 18. júlí sl. var fjöldi íbúa í sveitarfélaginu orðinn 1.480. Íbúum hefur því fjölg- að um alls 55 frá 1. desember sl., eða um 3,9% á sjö mánuðum. Frá þessu er greint á heimasíðu bæjarins. Mikil sala hefur jafnframt verið á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu á síð- ustu mánuðum og munar þar mest um að Íbúðalánasjóður hefur selt mikið af þeim eignum sem voru í eigu sjóðsins á undanförnum árum. Þá hafa verk- takar og aðrir aðilar selt eignir sem höfðu staðið ónotaðar. Ef fram fer sem horfir gæti íbúafjöldi í sveitarfélaginu orðið nálægt 1.500 í lok ársins. Garðmönnum fjölgar hratt

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.