Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.2016, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 28.07.2016, Blaðsíða 12
12 fimmtudagur 28. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR Viltu vera hluti af hópnum Við viljum hafa þig með. Umsóknareyðublað er á Facebook - Ernir bifhjólaklúbbur Suðurnesja https://www.facebook.com/groups/49076015978/ undir skrár “inntökubeiðni” eða talið við Brynju Sif gjaldkera brynja@islandshus.is s: 858 9101 Ernir Bifhjólaklúbbur Suðurnesja var stofnaður 27.apríl 2001 af áhugamönnum um mótorhjól og er í dag með 402 félagsnúmer. Komdu í hópinn okkar við tökum vel á móti þér. ATVINNA Vegna góðrar verkefnastöðu þurfum við að ráða inn réttingarmann og bílasprautara. Verða að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar á staðnum eða hjá Viðari í síma 848-0170. Þeir lofa og lofa og síðan svíkja þeir og svíkja.Verður það síðasta útspil þ e s s a r a r r í k i s - stjórnar að svíkja fólkið í landinu um kosningar í haust. Það voru tíu þús- und manns sem boðuðu komu sína á mótmælin á Austurvelli þann 4. apríl síðastliðinn. Flestir mættu og sýndu ríkisstjórninni rauða spjaldið, kröfðust þess að alþingiskosningar færu fram strax og að Sigmundur Davíð segði af sér völdum. Þá var stjórnasamstarfinu tjöslað saman með því að Sigurður Ingi tæki við embætti forsætisráðherra. Síðan komu hann og Bjarni Ben fram í stiga alþingis 5. apríl og sögðust ætla að bregðast við kalli þjóðarinnar um kosningar en ekki fyrr en í haust. Nú líður að hausti og eru þessir tveir flokkar margsaga um hvort kosn- ingar fara fram í haust eða ekki. Þann 5. Júní er haft eftir Sigurði Inga í Vísi að hann sé vanur að standa við orð sín og að boðað verði til alþing- iskosninga í haust. Þá er haft eftir Bjarna á mbl.is þann 6. apríl svo vitnað sé í hans orð þar ,,En við ætl um að stíga viðbót ar skref til þess að mæta kröf um um að virkja lýðræðið í land inu og til að koma til móts við þá stöðu sem hef ur mynd­ ast, þá hyggj umst við stefna að því að halda kosn ing ar í haust og stytta þar með kjör tíma bilið um eitt lög­ gjaf arþing. „ Bjarni sagði ná kvæma dag setn ingu kosn ing anna enn ekki liggja fyr ir. „Hún mun ráðast af fram­ vindu mála.“ Nú kemur Sigmundur Davíð fram á sjónarsviðið og segir að ekkert eigi að flýta kosningum og að ríkisstjórnin eigi bara að vinna að sínum málum. Það er sem sagt ekki hægt að ganga að því vísu að kosningar fari fram í haust. Hvað er eiginlega að hjá þessum stjórnarflokkum? Þeir verða að segja af eða á með svo mikilvægt mál sem kosningar eru, þá með því að setja fram dagsetningu um kosningar eða tala þá hreint út ef það verða engar kosningar í haust. Því þjóðin þarf að fá að vita það sem allra fyrst og auð­ vitað alþingi líka því það er þingræði í landinu en ekki einræði. Nú ef það verður raunin að þeir ákveða að kosn­ ingarnar fara ekki fram í haust þá þarf þjóðin að láta í sér heyra ef hún er ósammála þessum svikum og lygum í boði ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðismanna með þá Sigurð Inga og Bjarna Ben fremsta í flokki. Fyrir mér lítur dæmið þannig út að Framsóknarmenn geri sér grein fyrir því, að með Sigmund Davíð í fararbroddi þá munu þeir hríðfalla í fylgi, ef ekki þurrkast út af alþingi og þess vegna eru þeir að ríghalda í ráð­ herralaunin sín sem lengst og kannski næstu hækkun kjararáðs. Þórólfur Júlían Dagsson Kapteinn Pírata á Suðunesjum Fjárfesting, viðhald og leit ti l betri lausna í vegagerð er eitt brýnasta málið sem við fáumst við í dag. Vegakerfið er æðakerfi landsins þar sem þjóðbraut- ir, stofnbrautir og hjáleiðir eru mikilvægt net í nútíma samgöngum sem eru einn mikilvæg- asti þátturinn í að tryggja aðgengi að atvinnulífi, heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og allri menningu og mannlífi okkar. Á undaförnum árum höfum við horft uppá vegakerfið grotna niður vegna fjárskorts og nú er svo komið að aðeins stórátak í viðhaldsframkvæmdum get­ ur leyst brýnasta vandan í kerfinu. Nú þegar verður að leggja meira fé í viðhald vega og uppbyggingu vega­ kerfisins. Uppbyggingin og endurbæt­ urnar verða að taka mið af því hvar umferðaþunginn er mestur í landinu. Engin önnur forgangsröðun er trú­ verðug en sú sem tekur mið af þunga umferðarinnar, flestum bílum, hættu­ legustu gatnamótum, einbreiðum brúm og öðrum hættum í vegakerf­ inu og mikilvægt að útrýma „svart­ blettum“ í vegakerfinu. Við verðum að fækka slysum með markvissum aðgerðum sem taka mið af þessum staðreyndum. Í Suðurkjördæmi er af nógu að taka þegar að þessari forgangsröðun kem­ ur og afar mikilvægt að þingmenn kjördæmisins standi saman í því að berjast fyrir vegakerfi sem er að kom­ ast í þrot. Samgönguáætlun 2015­2019 er til umræðu í þinginu og mikilvægt að við þingmenn stöndum vörð um hagsmuni okkar í þeirri umræðu. Það er ljóst að stórauka þarf fjár­ magn til Samgönguáætlunar ef það á að takast að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut. Eitt af markmiðum með stofnun Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO var að efla samgöngur milli Ásbrúar og Reykjanesbæjar til að flýta fyrir þróun fyrrum varanarsvæð­ is. Ég ræddi við framkvæmdastjóra KADECO og fjármálaráðherra ekki alls fyrir löngu á fundi um að nú þegar verði tekin ákvörðun um að það fé sem fæst fyrir sölu síðustu eigna ríkisins á Ásbrú verði látið renna til skipulags og uppbyggingar á svæðinu. Brýnt er að sú ákvörðun liggi fyrir fljótlega. Ég legg til að nú þegar verði eyrnamerkt fé sem kemur úr sölu eigna á Ásbrú og það notað til að kosta tengingu við hringtorgið við Stekk frá Hafnarvegi og framkvæmda við hringtorgin við gatnamót Þjóðbrautar og Reykjanes­ brautar og hinsvegar við Aðalbraut og Reykjanesbrautar en það er í samræmi við þá hugsun að auðvelda samgöngur á milli hverfisins í Ásbrú við önnur hverfi Reykjanesbæjar og auka öryggi í umferðinni eins og hringtorgin við Grænás og Stekk hafa sannað gildi sitt sem góð og örugg samgöngumann­ virki. Með samstilltu átaki þingmanna og góðum vilja er hægt að koma þessu í verk mjög fljótlega og hefði ekki áhrif á aðra þætti Samgönguáætlunar. Ég vil þakka þeim sem stigið hafa fram og veitt forystu kröfum um upp­ byggingu Reykjanesbrautar. Höfum jafnan í huga að bestur árangur næst með samstarfi þar sem virðing er bor­ in fyrir fólki og hagsmunir heildar­ innar hafðir að leiðarljósi, það skilar árangri. Ásmundur Friðriksson alþingismaður. LavaAuto er ný og framsækin bílaleiga staðsett í Reykjanesbæ. Hafir þú áhuga þá máttu senda okkur ferilskrá með mynd á netfangið:starf@lavaauto.is Sölufulltrúi óskast til starfa Starfslýsing: l Afhending og mót- taka bílaleigubíla. l Gerð leigusamninga. l Samskipti við erlenda og innlenda viðskiptavini. l Almenn sala og eftirfylgni. Hæfniskröfur: l Framúrskarandi enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli. l Góð Tölvukunnátta, þá einkum Word, Excel og Outlook l Góð samskiptahæfni og þjónustulund. l Skipulögð vinnubrögð, geta unnið sjálfstætt, búa yfir frumkvæði og hugmyndaauðgi l Snyrtimennska. l Hreint sakavottorð. LavaAuto - Iðavöllum 11 - 230 - Reykjanesbær Sími: 519 4141 Tvöföldun Reykjanesbrautar - Leitum lausna á fjármögnun l Þakklæti til þeirra sem stigið hafa fram Á að halda þjóð og þingi í óvissu? Víkurfréttir spurðu nokkra Suðurnesjamenn út í áform þeirra um verslunarmannahelgina en fólk er ýmist á leið á útihátíðir með vinunum, í sumarbústað með fjölskyldunni eða slaka á heima við og njóta kyrrðarinnar. Viðar Örn Victorsson starfar sem fisk­ eldisfræðingur hjá Stofnfiski. Viðar kemur frá Hólmavík á Ströndum en hefur verið búsettur í Reykjanesbæ síðustu ár. Planið þessa helgi verð­ ur ferðarlag með fjölskyldunni. Hvað á að gera um verslunar- mannahelgina og hvert á að fara? Planið fyrir helgina var að fara með stórfjölskyldunni í tjaldúti­ legu til Siglufjarðar, en miðað við veðurspá helgarinnar þá end­ um við líklegast á Flúðum. Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Ætli eftirminnilegasta verslunar­ mannahelgin sé ekki Halló Ak­ ureyri 1999, sem var sennilega síðasta Halló Akureyris hátíðin. Vinir mínir höfðu innréttað gamlan sendibíl sérstaklega fyrir þessa helg. Ekki var alveg víst hvort að bíllinn kæmist alla leið en það hafðist að lokum. Reyndist hann síðan einn besti partýstaðurinn á tjaldstæðinu. Hvað finnst þér einkenna góða versl- unarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Það að vera í góðum félagskap skiptir miklu og ekki skemmir það helgina ef veðrið er gott. Innréttaður sendibíll varð aðal partýstaðurinn Ekkert blað í næstu viku... ... en það verður fréttavakt á vf.is alla næstu viku. Sími hjá blaðamanni á vakt er 869 3317 og póstur á eythor@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.