Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.2016, Síða 15

Víkurfréttir - 28.07.2016, Síða 15
15fimmtudagur 21. júlí 2016 VÍKURFRÉTTIR FÓTBOLTASNILLINGUR VIKUNNAR Aldur/Félag: Ég er 10 ára og æfi með Keflavík. Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? Mamma segir að ég hafi fæðst með bolta, en ég er búin að æfa í 7 ár. Hvaða stöðu spilar þú? Ég spila á miðjunni. Hvert er markmið þitt í fótbolta? Ég ætla mér að verða at- vinnumaður í fótbolta. Hversu oft æfir þú á viku? Ég æfi fjórum í viku en er alltaf úti í boltaleik. Hver er þinn eftirlætis fót- boltamaður/kona? Uppáhalds leikmaðurinn minn er Dimitri Payet. Áttu þér einhverja fyrir- mynd í boltanum? Fyrimyndin mín er Gylfi. Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis? Nei hef ekki farið á leik úti. Hversu oft getur þú haldið á lofti? Ég get haldið 48 sinnum á lofti Hvaða erlenda félag held- ur þú upp á? Ég er Arsenal maður. Guðmundur Páll Jónsson er fótboltasnillingur vikunnar FÆDDIST MEÐ FÓTBOLTA Keflvíkingurinn Guðmundur Páll Jónsson ætlar sér að verða atvinnumaður í fót- bolta. Hann er öllum stundum í fótbolta og er búinn að æfa frá því að hann var rétt byrjaður að ganga. Vilt þú starfa á kraftmiklum og skemmtilegum vinnustað? Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum leitar að framúrskarandi starfsmanni sem vill starfa með okkur í Samvinnu starfsendurhæfingardeild. Þekking í þína þágu Skilyrði er að viðkomandi hafi einstaka þjónustulund, góða samskiptahæfileika, sé hugmyndaríkur og árangursdrifinn. Umsóknir sendist til ina@mss.is fyrir 15. ágúst næstkomandi. Upplýsingar veitir R. Helga Guðbrandsdóttir verkefnastjóri Samvinnu, í gegnum tölvupóst rhelga@mss.is eða í síma 421 7500 (eftir 2. ágúst). Starfssvið viðkomandi nær m.a. yfir: • Ráðgjöf og stuðning við einstaklinga í starfsendurhæfingu • Taka þátt í teymisvinnu sérfræðinga sem koma að starfs- endurhæfingunni • Gera og hafa umsjón með endurhæfingaráætlunum einstaklinga • Skipulagning og umsjón með námskeiðahaldi og fræðslu • Þátttaka í ýmsum verkefnum Menntunar- og hæfnikröfur: • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda • Reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar • Þekking og reynsla af atvinnulífinu • Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki Víkurfréttir spurðu nokkra Suðurnesjamenn út í áform þeirra um verslunarmannahelgina en fólk er ýmist á leið á útihátíðir með vinunum, í sumarbústað með fjölskyldunni eða slaka á heima við og njóta kyrrðarinnar. Þóra Björg Þóroddsdóttir frá Grindavík, búsett í Reykjanesbæ ætla að njóta helgarinnar með syni sínum og fjölskyldunni. Hvað á að gera um verslunar- mannahelgina og hvert á að fara? Ég ætla að fara með fjölskyldunni upp að Hellishólum og eiga góða helgi þar. Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Engin svona sérstök, en þegar ég var yngri fórum við fjölskyldan oft upp í Húsafell. Mér fannst það oft voðalega gaman þar sem það var alltaf brenna og brekkusöngur. Hvað finnst þér einkenna góða versl- unarmannahelgi og finnst þér eitt- hvað vera ómissandi um þessa helgi? Mér finnst grillmatur alveg ómis- sandi um verslunarmannahelgina. Víkurfréttir spurðu nokkra Suðurnesjamenn út í áform þeirra um verslunarmannahelgina en fólk er ýmist á leið á útihátíðir með vinunum, í sumarbústað með fjölskyldunni eða slaka á heima við og njóta kyrrðarinnar. Keflvíkingurinn Sigfríður Ólafsdóttir, 22 ára leiðbeinandi á leikskólanum Hjallatúni, hefur farið 15 sinnum á Þjóðhátíð. Hvorki meira né minna. Sumarið er hennar uppáhalds tími ársins og nýtur hún þess með ferða- lögum og samverustundum með fjölskyldu og vinum. Hún endar svo sumarið með því að skella sér á Þjóð- hátíð sem er toppurinn af sumrinu. Hvað á að gera um verslunar- mannahelgina og hvert á að fara? Ég ætla að fara á Þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum. Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Já verslunarmannahelgin 2007, þá var ákveðið að sleppa Þjóðhátíð og fara upp í sumarbústað en á laugardeginum gáfumst við upp og flugum til Eyja. Hvað finnst þér einkenna góða versl- unarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Það sem einkennir góða verslun- armannahelgi er gott veður og góð stemning í dalnum, það sem er ómis- sandi er að fara í hvíta tjaldið til Dísu vinkonu hennar mömmu og fá sér samlokurnar hennar. 22 ára á leið á Þjóðhátíð í 15. sinn Fer með fjölskyldunni að Hellishólum Víkurfréttir verða í sumarfríi í næstu viku... ... en það verður fréttavakt á vf.is alla næstu viku. Sími hjá blaðamanni á vakt er 869 3317 og póstur á eythor@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.