Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.2016, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 28.07.2016, Qupperneq 16
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001 Mundi Vel launuð störf eða verr launuð störf í stóriðju í Helguvík. Heyrði ég rétt um árið? S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir Olís Reykjanesbæ Fitjabakka 2–4 olis.is/grill 100% JAFN HITIBETRI STJÓRN Á HITA 0:00 STYTTRI ELDUNARTÍMI Í ALLRI VEÐRÁTTU MINNI GASNOTKUN ENGAR ELDTUNGUR SAFARÍKARI MATUR CHAR-BROIL TITAN GASGRILL Grillflötur 670x485 mm 3 brennarar 151.200 KR. Fullt verð: 189.000 THERMOS GASGRILL Grillflötur 420x440 mm 2 brennarar 27.920 KR. Fullt verð: 34.900 CHAR-BROIL GASGRILL Grillflötur 670x470 mm 3 brennarar 87.920 KR. Fullt verð: 109.900 CHAR-BROIL BIG EASY Steikarofn, reykofn og grill 43.920 KR. Fullt verð: 54.900 P IP A R \ TB W A • S ÍA • 1 63 57 1 20% AFSLÁTTUR AF GRILLUM CHAR-BROIL GÆÐAGRILL Víkurfréttir spurðu nokkra Suðurnesjamenn út í áform þeirra um verslunarmannahelgina en fólk er ýmist á leið á útihátíðir með vinunum, í sumarbústað með fjölskyldunni eða slaka á heima við og njóta kyrrðarinnar. Áslaug Bára Loftsdóttir starfar hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og stundar nám í Háskóla Íslands. Hvað á að gera um verslunar- mannahelgina og hvert á að fara? Verslunnarmannahelgin verður tekin í heimabæ í ár. En samt sem áður að hitta skemmtilegt fólk, borða góðan mat og umfram allt njóta þess að vera til. Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Það mun vera verslunnarmannahelgin 1994. Það er nefnilega þannig að ég fékk ekki að fara til Eyja fyrr en ég varð 20 ára (þrátt fyrir að hafa verið farin að heiman og hafa búið erlendis). Þá fór ég til Eyja með góðu og skemmtilegu fólki. Það var brjálað veður alla helgina, allt þar til við fórum heim á mánu- degi. Það er það sem gerir hana líka eftirminnilega. Það skipti ekki máli og allir að skemmta sér og ekkert vesen. Hvað finnst þér einkenna góða versl- unarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Í dag er ómissandi að nýta þessa helgi ekki vel. Löng helgi, síðasta helgin í sumarfríi og því á að njóta. Góður matur, gott vín, skemmtilegt fólk, út að dansa og vakna í mínu rúmi, með salerni og sturtu. Svona breytist þetta með aldrinum. Ómissandi að nýta þessa helgi ekki vel Víkurfréttir spurðu nokkra Suðurnesjamenn út í áform þeirra um verslunarmannahelgina en fólk er ýmist á leið á útihátíðir með vinunum, í sumarbústað með fjölskyldunni eða slaka á heima við og njóta kyrrðarinnar. Tónlistarmaðurinn Ólafur Þór Ólafsson ætlar að vera á flandri um verslunarmannahelgina. Ólafur er grunnskólakennari og er einnig forseti bæjarstjórnar í Sandgerði. Hvað á að gera um verslunar- mannahelgina og hvert á að fara? Ég byrja helgina á því að spila á Opnu sviði á Bryggjunni í Grindavík á föstu- dagskvöldið. Daginn eftir rúlla ég svo til Vestfjarða með krökkunum mínum og við verðum þar eitthvað vel fram yfir helgi. Stórfjölskyldan á hús við Tálkna- Gítarinn þarf ávallt að vera til taks fjörð og þar ætlum við að hreiðra um okkur og vera svo eitthvað á ferðinni um nágrennið svona eins og við nenn- um. Okkur finnst æðislegt að komast þarna vestur í fjöllin, fegurðina og rólegheitin. Sumarið er heldur ekki full- komnað fyrr en maður er búinn að ná að stinga sér a.m.k. einu sinni í Pollinn. Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Þær eru nú margar skemmtilegar verslunarmannahelgarnar og sögurn- ar sem eru til frá þeim eru nú ekki allar prenthæfar í virðulegum frétta- miðli. Ég get nefnt að ég var bara 15 ára þegar ég fór með félögum mínu á fyrstu útihátíðina í Húsafelli árið 1987 og var það eftirminnilegur túr. Sem betur fer hefur menningin í kringum þessa helgi breyst frá þeim tíma og í dag þykir ekki eðlilegt að unglingar séu eftirlitslausir á svoleiðis samkomum. Einhverjar helgar hef ég svo bara verið heima og það hefur líka verið fínt og soldið sérstakt að vera á nánast mannlausum Suðurnesjum. Hvað finnst þér einkenna góða versl- unarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Ávísun á góða verslunarmannahelgi er góður félagsskapur og að veðrið haldist svona þokkalegt. Ef þetta tvennt er í lagi þá er ekki stórmál hvar maður er á landinu. Og jú gítarinn þarf að vera með. Það er ekki almennileg verslunar- mannahelgi nema það sé gítar einhvers staðar nálægt sem er hægt að grípa í.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.