Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.12.2016, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 29.12.2016, Blaðsíða 27
27fimmtudagur 29. desember 2016 VÍKURFRÉTTIR Sendu kvittun á solveiga@straeto.is og fáðu Nemakortið sent heim. Nemakort á Suðurnesjum — komin í sölu Nemendur með lögheimili á Suðurnesjum geta nú keypt sér Nemakort hjá Strætó. Kortið gildir eina önn innan svæðis á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Nemakortið kostar 84.000 kr. sem leggja þarf inn á reikning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Reikningsnúmer: 0142-26-11546 á kennitölu: 640479-0279. Svona gerir þú: - Fyrst leggur þú inn á reikning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. - Því næst sendir þú kvittun á netfangið solveiga@straeto.is, ásamt nafni, kennitölu, ljósmynd og nafni skólans. - Innan 7 til 10 virkra daga færðu Nemakortið sent í ábyrgðarpósti á lögheimili þitt. Nánari upplýsingar um Nemakort á Suðurnesjum veitir Þjónustuver Strætó í síma 540 2700. Óskum viðskiptavinum og Suðurnesjamönnum öllum farsældar á nýju ári á árinu Þökkum viðskiptin Við erum að flytja á Brekkustíg 38 og ætlum að vera með 20% afslátt af smurþjónustu allan janúar. Opnum föstudaginn 30. desember. Bílaviðgerðir- Varahlutir – Smurstöð Ungu iðkendurnir njóta góðs af Flugeldasalan er knattspyrnudeild Keflavíkur gríðarlega mikilvæg. Ágóðinn af sölunni fer í uppbyggingu á kvenna- og karlaknattspyrnunni en bæði lið eru að berjast um að vera í fremstu röð. Unglingastarfið fer ört vaxandi og segir Hermann Helgason, stjórnarmaður deildarinnar, að mikil- vægt sé að unga fólkið njóti góðs af svona fjáröflun. Fjöl- margir Keflvíkingar leggja leið sína í K-húsið við Hring- braut og styrkja deildina ár eftir ár að sögn Hermanns. „Það er gríðarlega mikill velvilji í garð knattspyrnudeildar- innar. Ég vil hvetja Keflvíkinga til þess að styrkja okkur og vonandi sjáum við sem flesta. Við erum mjög þakklát fyrir þann stuðning sem okkur er sýndur.“ Úrvalið eykst ár frá ári og er mikið um fjölbreytta og skemmtilega pakka af öllum stærðum og gerðum. Sala hófst í gær og er opið frá klukkan 15:00 til 22:00 í kvöld. Þann 30. desember verður opið frá 12 til 22 og á gamlárs- dag frá 10 til 16. ■ Rafverktakafyrirtækið TG Raf í Grindavík stóð fyrir leik fyrir jólin þar sem valið var best skreytta húsið í bænum. Titilinn hlaut húsið við Heiðar- hraun 26 en þar eru þau Hi l du r Mar í a Br y nj - ólfsdóttir og Berg vin Ólafarson húsráðendur. Þau fengu að launum 49 tommu Samsung sjónvarp. Í umsögn dómnefndar segir að skreytingin á Heiðar- hrauni 26 sé virkilega stíl- hrein, friðsæl og vönduð. Í skreytingunum á húsinu eru um 5000 perur. Um 5000 perur í best skreytta húsinu í Grindavík ●● Heiðarhraun●26●valið●best●skreytta●húsið●í●Grindavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.