Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2007, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 18.04.2007, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 16. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUFÓLK OKKAR Í SÍMA 421 OOOOprentun?vantar þigVÍKURFRÉTTIR BJÓÐA PRENTÞJÓNUSTU Það má segja að það hafi verið páskahrotustemmn- ing upp á það besta á lands- fundi Sjálfstæð- i s m a n n a u m sí ð ustu h el g i þar sem á annað þúsund kjörinna landsfundarfull- trúa báru saman bækur, slíp- uðu og mótuðu mismunandi sjónarmið til stefnumörkunar og árangurs fyrir íslenskt sam- félag. Þetta er mögnuð sam- koma þar sem ekkert gengur fram nema að sátt sé um það áður en upp er staðið. Eitt af þeim málum sem hæst bar var eindreginn vilji og ákvörðun að fylgja enn betur eftir en gert hefur verið í mál- efnum eldri borgara og öryrkja. Í vetur var tekin ákvörðun um að veita liðlega 30 milljörðum króna inn á vettvang eldri borg- ara í hækkun á greiðslum og meiri réttindum í þeim efnum, en þetta fjármagn kemur inn á næstu fjórum árum. Kerfið er hins vegar mjög flókið og það er erfitt að átta sig á því. Lands- fundurinn ákvað hins vegar að beita sér fyrir því að einfalda kerfi lífeyrisbóta og skatta og gera það skilvirkara. Einnig var ákveðið að taka meira mið af hag einstaklinga fremur en hópa. Á undanförnum mánuðum hef ég bæði í ræðu og riti talað fyrir því að þeir sem eru komnir með almennan eftirlaunarétt geti unnið launaða vinnu án þess að nokkrar skerðingar komi til og ég tel að miða eigi við 67 ár, en nú hefur Geir Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins tekið af skarið að tryggja skuli að þeir sem eru orðnir sjötugir geti unnið launaða vinnu án þess að launin skerði lífeyri frá Trygg- ingastofnun. Við berjum áfram fyrir lægri aldursviðmiðun. Þá lýsti Geir því yfir að minnka bæri nú þegar skerðingar í al- mannatryggingakerfinu úr 40% í 35% eða 5% í viðbót við það sem nýverið var gert. Allt í rétta átt. Þá er það yfirlýst stefna sjálf- stæðismanna að ríkið tryggi öllum lágmarkslífeyri frá lífeyris- sjóði, t.d. 25 þús. kr.á mánuði til hliðar við greiðslu úr almanna- tryggingakerfinu og jafnframt munu sjálfstæðismenn tryggja það að kjarabótum verði stýrt sérstaklega til þess þriðjungs aldraðra sem lakast eru settir. Grundvöllurinn fyrir úrbótum svo um munar hjá eldri borg- urum eins og samfélaginu öllu er að styrk efnahagsleg stjórn sé á landinu svo að menn geti treyst á að það gera á standist sveiflur hversdagsins ef ekki er jafnvægi á hlutunum. Eldri borgarar þekkja það af lengstri reynslu að stjórn efnahagsmála hefur alltaf farið úr böndunum þegar sjálfstæðismenn hafa ekki verið við stjórnvölinn og því miður er vinstri flokkunum í engu treystandi í þeim efnum. Þess vegna þurfum við að tryggja áfram stjórnarsetu Sjálf- stæðisflokksins með fullu afli til árangurs. Tíminn er dýrmætur og þess vegna þurfa handtökin að vera traust, í höndum sjálf- stæðismanna. Árni Johnsen Stefnu Framsóknarmanna í fjölmörgum góðum bar- á t t u m á l u m barst öf lugur liðsauki um síð- ustu helgi, þegar Samfylkingin og Sjálfstæðisflokk- u r i n n h é l d u landsfundi sína. Sterkan hljómgrunn var þar að finna með stefnu sem Fram- sóknarmenn kynntu í byrjun mars og má þar nefna málefni eldri borgara og barnafjöl- skyldna auk menntamála og nýsköpunar í atvinnulífinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa þrátt fyrir þetta slegið falskan tón í umræðunni að undanförnu. Á meðan fulltrúar flokksins keppast við að skrifa háa kosningatékka sem leystir verða út í hvelli, komist Samfylk- ingin til valda, gagnrýna menn þensluástand í hagkerfinu og hafa helst horft til Framsóknar- manna í þeim efnum. Vissulega ber Framsókn helming ábyrgð- arinnar í ríkisstjórn og skorast ekki undan henni. Það hljóta hins vegar allir að sjá það í hendi sér að það verður ekki bæði slegið verulega í og dregið saman eins og flokkurinn boðar jafnframt með stoppstefnu sinni við nýtingu náttúruauðlinda. Vissulega takast menn á um forgangsröðun þegar kemur að framkvæmdum á vegum hins opinbera og það eru alltaf ein- hverjir sem telja forgangsröðun- ina ósanngjarna. En það að ætla sér að krossfesta Framsóknar- menn vegna þess sem ekki hefur náðst að framkvæma vil ég minna á að framan af starfstíma ríkisstjórnarinnar fór drjúgur tími í að koma jafnvægi á efna- hagslíf landsmanna, auka kaup- mátt heimilanna og það sem sjaldnast er talað um að skapa 12.000 ný störf í landinu, sem er auðvitað grundvöllur þess að hér sé hægt að halda uppi öfl- ugu velferðarkerfi. Flestir flokkar boða stórfellda sókn í velferðarmálum. Líka rík- isstjórnarflokkarnir. Eini mun- urinn er sá að á sama tíma ætla stjórnarandstöðuflokkarnir að hægja verulega á hjólum efna- hagslífsins án þess að geta gert grein fyrir því sem kemur í stað- inn. Reyndar er ekkert víst að þessi stefna nái fram að ganga þar sem fulltrúar Samfylkingar- innar, eins og Vinstri grænna, eru ekki einhuga um stefnuna og fulltrúar þessarra flokka í sveitarstjórnum víða um land, hafa staðið að málum sem brjóta gegn stopp-stefnunni sem nú er kynnt. Það er því ekki á vísan að róa í þeim efnum og alls óvíst að menn fái það sem búið er að teikna upp í kosninga- loforðum. Framsóknarmenn hafna alfarið öfgum og annað-hvort-eða póli- tík, þar sem menn eru litaðir gráir eða grænir og látið er eins og aðrir litir séu ekki til. Hjá Framsóknarmönnum er rúm fyrir alla liti regnbogans og um þessar mundir er að renna upp ljós fyrir fjölmörgum hugsandi og ábyrgum kjósendum sem hafna öfgum og vilja ræða póli- tík á skynsömum nótum. Þar er Framsóknarflokkurinn góður valkostur. Helga Sigrún Harðardóttir Skipar 3. sæti á lista Framsókn- armanna í Suðurkjördæmi. Árni Johnsen skrifar: Margvíslegar úrbætur tryggðar fyrir eldri borgara Helga Sigrún Harðardóttir skrifar: Framsókn berst öflugur liðsauki South River Band spilar í Duushúsum Þjóðlagahljómsveitin South River Band heldur tónleika í bíósal Duushúsa í Reykjanesbæ á morgun, sumardaginn fyrsta kl. 15. Tónlist sveitarinnar, sem er keflvísk að einum sjötta og hefur gefið út þrjár breiðskífur, er fjölbreytt og hressileg þjóðlagatónlist sem sækir innblástur víða um heim, m.a. til Írlands og Úkraínu. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í tónsmíðum þeirra fé- laga og eru hvattir til að mæta. Samtökin Samstaða og forsvarsmaður þeirra, Steinþór Jónsson, hótelstjóri í Reykjanesbæ, hafa verið til- nefnd til forvarnarverðlaun- anna 2007 fyrir öflugt starf til forvarna og fræðslu í umferð- aröryggismálum. Í síðasta tölu- blaði Víkurfrétta var stiklað á stóru í starfi Samstöðu, sem eru regnhlífarsamtök fyrir áhugahópa um umferðaröryggi um allt land. Starf þeirra er eitt af samverk- andi þáttum sem hefur orðið til þess að mun færri bana skys hafa orðið í umferðinni í ár en á síðasta ári, sem var eitt það versta frá upphafi í því tilliti. Veittar verða viðurkenningar í þrem flokkum: Í fyrsta lagi til fyrirtækis sem skarað hefur framúr í forvörnum, í öðru lagi til einstaklings sem sýnt hefur forystu og frumkvæði í forvörnum og loks til félagasam- taka eða stofnana sem staðið hafa í fararbroddi í forvörnum. Nú hefur starfshópur verð- launanna fundið sigurvegara í hverjum flokki og hljóta þeir viðurkenningu fyrir frábært forvarnastarf á sínu sviði. Einn af þeim þremur sem hlýtur við- urkenningu fær síðan Íslensku forvarnaverðlaunin 2007 sem verða afhent í dag. Þess má geta að slökkvilið Bruna- varna Suðurnesja er einnig til- nefnt til verðlaunanna fyrir starf sitt. Samstaða tilnefnd til forvarnaverðlauna VF-m ynd/Þ orgils

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.