Víkurfréttir - 18.04.2007, Blaðsíða 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR
MARÍA KVEÐUR KEFLAVÍK
Haukakonur eru Íslands-meistarar í kvenna-
körfuknattleik annað árið í
röð eftir 77-88 sigur á Kefla-
vík í fjórða úrslitaleik liðanna
síðasta laugardag, einvíginu
lauk með 3-1 sigri Hauka.
Haukar eru vel að titlinum
komnar og eru titilhafar allra
bikara sem hægt er að vinna
á vegum Körfuknattleikssam-
bands Íslands. Leikur síðasta
laugardags var sögulegur fyrir
margra hluta sakir en hans
verður þó einna helst minnst
fyrir að vera fyrsti leikurinn í
úrslitakeppninni í kvennakörf-
unni sem sýndur er í beinni
útsendingu en það var Ríkis-
sjónvarpið sem sýndi beint frá
leiknum þar sem kvennalands-
liðsþjálfarinn Guðjón Skúla-
son var aðstoðarþulur Geirs
Magnússonar.
Helena Sverrisdóttir var valin
besti leikmaður úrslitakeppn-
innar en Helena og María Ben
Erlingsdóttir, leikmaður Kefla-
víkur, halda til Bandaríkjanna
í haust þar sem þær munu vera
við nám næstu árin. Það verður
því sjónarsviptir af þeim Helenu
og Maríu en þær eru vafalítið
sterkustu körfuknattleikskonur
þjóðarinnar. María segir að það
hefði vissulega verið skemmti-
legra að kveðja Keflavík með Ís-
landsmeistaratitli en hún hefur
fulla trú á að vinkonum sínum
takist að ná þeim stóra á næstu
leiktíð. „Við vildum þetta greini-
lega ekki nægilega mikið en ég
veit að stelpurnar eiga eftir að
standa sig vel á næsta ári og þær
eiga eftir að taka alla titlana,
þeim langar til þess og ég er viss
um að þeim tekst það,“ sagði
María í samtali við Víkurfréttir
en í ágúst heldur hún til Banda-
ríkjanna. María mun stunda
nám við University of Texas Tan
America þar sem hún ætlar sér í
lyfjafræði.
„Ég fer kannski í maí til Banda-
ríkjanna til að kanna aðstæður
en ég hef séð helling af myndum
frá skólanum og myndband
af körfuboltaliðinu og mér líst
rosalega vel á þetta því liðið er
gott og þjálfarinn líka. Þetta er
fjögurra ára nám sem ég fer í
en ég skrifa bara undir eitt ár í
einu og skoða bara framhaldið
hjá mér eftir hvert skólaár úti,“
sagði María sem er einnig á
meðal máttarstólpa íslenska
landsliðsins. Íslenska liðið lýkur
síðari hlutanum í riðlakeppn-
inni í Evrópukeppni kvenna um
það leyti sem skólinn ytra hefst
hjá Maríu.
„Það getur verið að ég komi
heim og spili með landsliðinu,
mig langar til þess en við sjáum
hvað setur,“ sagði María sem
núna er að ljúka stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja
sem hún kláraði á þremur árum
til þess að komast í námið í
Bandaríkjunum. Við brotthvarf
Maríu hverfur mikill styrkur úr
teignum hjá Keflavík en margar
efnilegar stelpur gera nú tilkall í
miðherjastöðu Maríu og verður
fróðlegt að sjá hverjir nota sum-
arið vel til að fylla hennar skarð.
Það ætti þó enginn að láta sér
bregða ef María klæðist aftur
á næstu árum Keflavíkurbún-
ingnum því hún var ekki sátt
við að skilja við vinkonur sínar
í liðinu drekkhlaðin silfurverð-
launum.
Komið að skuldadögum
Bigir Már Bragason vara-formaður Körfuknatt-
leiksdeildar Keflavíkur stóð
við veðmálið á laugardag og
innti af hendi 5000 krónur og
viðtakandinn var Helena Sverr-
isdóttir, besti leikmaðurinn í
úrslitakeppninni í kvennakörf-
unni og fyrirliði Hauka. For-
sagan að veðmálinu teygir sig
aftur í bikarúrslitaleik Hauka
og Keflavíkur sem fram fór
þann 17. febrúar síðastliðinn.
Birgir gerði upp sakirnar við
Helenu eftir að Haukar fögn-
uðu Íslandsmeistaratitlinum í
Keflavík.
Þannig var mál með vexti að
í upphitun fyrir bikarleikinn
fræga stóð Helena utan vallar
þegar Birgi bar að. Birgir bauð
Helenu að skjóta langskoti frá
varamannbekknum og ef hún
myndi hitta fengi hún 5000
krónur fyrir vikið. Þegar menn
veðja um hluti af þessu tagi
við bestu körfuknattleikskonu
landsins verður útkoman aðeins
á einn veg, varaformaður sem er
5000 kr. fátækari.
FRÍHÖFNIN GETSPÖKUST ALLRA FYRIRTÆKJA
Starfsmenn Vöruhúss Fríhafnarinnar eru sigurvegarar í Fyrirtækjaleik Barna- og
Unglingaráðs knattspyrnudeildar Keflavíkur
árið 2007.
Fríhöfnin fékk 23 af 33 stigum mögulegum í
keppninni. Tvö fyrirtæki höfnuðu í öðru sæti
en þau voru Hitaveita Suðurnesja og Áfangar.
Í síðasta blaði áttust við IGS og Hitaveitan en
það var jafnframt síðasta rimman og lauk þeirri
keppni með jafntefli þar sem bæði fyrirtæki voru
með 9 rétta. Þar með ef fyrirtækjaleiknum lokið
en tipparar bíða spenntir eftir næsta ári.
María í baráttunni gegn Haukum.
Hún hefur nú sagt sitt síðasta í bili
með Keflavíkurkonum.
VF
-M
yn
d/
J
BÓ
5000 KRÓNUR! Það veit ekki
á gott að veðja gegn Helenu.