Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2007, Qupperneq 31

Víkurfréttir - 24.05.2007, Qupperneq 31
31ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Guðmundur R. Lúðvíks-son rak upp stór augu í Leirunni á uppstigningar- dag þegar rauðmagi féll af himnum ofan og fór rétt fram hjá höfði hans þar sem hann var við golfiðkun. Guðmundur mátti prísa sig sælan með að hafa ekki fengið fiskinn í höf- uðið en sagði í samtali við Vík- urfréttir að hann hefði haldið í fyrstu að einhver væri að gera at í sér. „Ég fór nokkrar holur og var á 6. holu og ætlaði að stytta mér leið og slá yfir á 15. holu með því að fara ská yfir 14. holuna. Þegar ég var að labba á 14. holu í Leirunni kom eitthvað á fleygi- ferð framhjá hausnum á mér og lenti í jörðinni,“ sagði Guð- mundur sem starfar í veitinga- skálanum í Leiru sem hjásveinn að eigin sögn. „Ég hélt í fyrstu að einhver væri að stríða mér og lægji í leyni rétt hjá mér því rauð- maginn kom beint af himnum ofan,“ sagði Guðmundur en hann var einn í Leirunni ásamt fjórum konum sem voru víðs- fjarri þegar atvikið átti sér stað. „Ég tók upp rauðmagann og fór með hann upp í hús og hótaði að hafa hann í matinn,“ sagði Guðmundur í léttum dúr en þegar í skálann var komið var meðfylgjandi mynd smellt af Guðmundi og rauðmaganum fljúgandi. Hvað varð síðan um fiskinn? „Hann endaði í ruslaföt- unni, þetta var smá tittur og svo finnst mér rauðmagi ógeðslegur, þetta er ekki matur!“ Guðmundur sagði að vallarstjór- inn í Leiru, Gunnar Jóhannsson hefði tjáð sér að algengt væri að fiskur fyndist á vellinum því sjófuglinn sækir í fiskinn við Leiru og á það til að missa hann úr gogginum á flugi yfir vell- inum. Af þeim sökum dró Guð- mundur þá ályktun að einmitt það hefði gerst á uppstigningar- dag nema ef ske kynn að æðri máttarvöld væru að senda mat- sveininum skilaboð. Fyrst var það Ibsen Angantýsson sem slátraði mink með 3 járni á dög- unum í Leiru og nú var það Guð- mundur Lúðvíksson sem fékk næstum því fljúgandi rauðmaga í höfuðið. Ævintýrin í Leiru láta ekki á sér standa! Fljúgandi rauðmagi í Leiru Knattspyrnudeild Kefla-víkur gekk á dögunum frá þremur samstarfssamningum við SG Bíla, Sumarferðir og Lyfju. Rúnar V. Arnarson, formaður KSD Keflavíkur er hæstánægður með samning- ana og segir þá mikilvægan lið í starfi deildarinnar. SG Bílar í Reykjanesbæ munu sjá deildinni fyrir afnotum af nokkrum bifreiðum og þá mun bílasalan einnig koma að öðrum þáttum í starfi deildarinnar. Á sunnudag skrifuðu Keflvíkingar svo undir tvo samstarfssamn- inga til viðbótar. Sumarferðir skrifuðu undir þriggja ára sam- starfssamning við Keflavík þar sem Helgi Jóhannsson var í for- svari fyrir Sumarferðir og Sigur- björn Gunnarsson framkvæmda- stjóri Lyfju skrifaði undir sam- starfssamning við Keflavík fyrir hönd Lyfju út þetta ár. „Þetta eru þrír öflugir stuðningsaðilar og góður liður í því að efla og styrkja starf deildarinnar,“ sagði Rúnar Arnarson í samtali við Víkurfréttir. Sterkir bakhjarlar styðja Keflavík Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari hefur valið 12 manna lið sem tekur þátt á Smáþjóðaleikum sem fara fram í Mónakó dagana 3.-10. júní næstkomandi. Að þessu sinni eru sjö körfuknattleiksmenn af Suðurnesjum í hópnum. Alls eru 4 nýliðar í hópnum en það eru þeir Brynjar Björnsson KR, Jóhann Árni Ólafsson Njarðvík, Þorleifur Ólafsson Grindavík og Hörður Vilhjálmsson Fjölni. Þessir kappar hafa allir leikið stór hlutverk með yngri landsliðum á síðustu árum og vakið mikla at- hygli bæði hér heima og erlendis. Magnús Þór Gunnarsson verður fyrirliði liðsins og Helgi Már Magnússon verður varafyrirliði. Suðurnesjamennirnir í hópnum eru Brenton Birmingham, Friðrik Stefánsson, Jóhann Árni Ólafsson, Logi Gunnarsson, Magnús Þór Gunnarsson, Páll Axel Vilbergsson og Þorleifur Ólafsson. Sjö Suðurnesjamenn til Mónakó 11 SIGRAR Á BOXMÓTI UNGLINGA Sífelldur vöxtur er í hnefa-leikaíþróttinni á Suður- nesjum, en um síðustu helgi var haldið fjölmennt mót í hnefaleikahöllinni í Reykja- nesbæ. Þar fóru fram 13 bardagar þar sem 12-15 ára kappar úr Hnefa- leikafélagi Reykjaness kepptu við sameinað lið frá Reykjavík og Akranesi. Skemmst er frá að segja að Suðurnesjamenn fóru með sigur af hólmi í mótinu og unnu 11 af 13 bardögum. Guð- jón Vilhelm, aðalþjálfari GR, sagði í viðtali við Víkurfréttir að mótið hafi farið afar vel fram þar sem margir strákar sýndu góða takta. Auk bardaganna 13 voru tveir sýningarbardagar þar sem 8-12 ára drengir öttu kappi. Nú fer tímabili boxara senn að ljúka, en síðasta verkefnið fyrir sumarfrí er keppnis- ferð út til Írlands til að mæta Bracken boxklúbbnum sem sótti HR heim fyrr á árinu. Keppnin verður haldin 2. júní en keppendur HR verða á aldr- inum 12 ára upp í 34 ára, en sá yngsti, Andri Már úr Sand- gerði, verður með og sennilega yngsti íslenski hnefaleikamaður- inn sem keppt hefur á erlendri grundu. Guðmundur með rauðmagann sem kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Menn tóku hressilega á því í hnefaleikahöllinni. Borðtenniskappinn Jóhnn Rúnar Kristjánsson náði enn og aftur góðum árangri þegar hann vann til bronsverð- launa í tvíliðaleik á sterku móti í Rúmeníu. Félagi hans þar var Ítalinn Daniel Paone. Jóhann er nú í 15. sæti heimslist- ans í sínum flokki en 16 efstu fá þátttökurétt á ÓL í Peking á næsta ári. Hann keppti upp fyrir sig í þessu móti, vegna þess að þáttakendur vantaði í efri flokk- inn, en náði sér ekki á strik sökum veikinda. Daginn áður hafði hann þó krækt sér í fyrrnefnd bronsverð- laun og varð 4. í opnum flokki. Framundan eru stanslausar æf- ingar en hann tekur þátt í Evr- ópumótinu í septembermánuði. Fékk brons í Rúmeníu Þrír frá ÍRB til Belgrad Þrír sundmenn úr ÍRB hafa verið valdir til þáttöku á Ólympíudögum Æskunnar. Leikarnir fara fram í Belgrad í Serbíu dagana 21.-28. júlí í sumar. Sundmennirnir eru eft- irfarandi: Soffía Klemenzdóttir, ÍRB, Svandís Þóra Sæmunds- dóttir, ÍRB og Gunnar Örn Arnarson, ÍRB. Jón Júlíus nýr formaður KKD UMFN Jón Júlíus Árnason var kjörinn nýr formaður KKD UMFN fyrir skemmstu og tekur hann við af Valþóri Söring Jónssyni. Rúnar V. Arnarson formaður KSD Keflavíkur ásamt forsvarsmönnum SG Bíla.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.