Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.06.2007, Side 10

Víkurfréttir - 07.06.2007, Side 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 23. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Er geÅ röskun í † fjölskyldunni? NámskeiÅ fyrir aÅ standendur og áhugafólk um †† geÅ heilbrigÅ ismál verÅ ur haldiÅ aÅ SmiÅ juvöllum †††††† 8 Reykjanesbæ 15. og 16. júní 2007 ef næg Å átttaka fæst. † Dagskrá ��GeÅ raskanir, meÅ ferÅ , aÅ standendur†††† ��GeÅ raskanir, meÅ ferÅ , aÅ standendur †††† ��Andstreymi og barátta ��MeÅ virkni – sjálfsvirÅ ing †† ��MeÅ virkni innan fjölskyldunnar † ��Sjálfsvígsatferli ��Sorg - áfall – úrvinnsla ��Heilsuefling - andleg og líkamleg ��Lífshjóliņ ��StuÅ ningshópar aÅ standenda †† ��Myndun stuÅ ningshópa † ��UmræÅ uhópar† Å átttaka er ókeypis en vinsamlegast skráiÅ †† Å átttöku fyrir 12. júní† á netfangiÅ johanna-† frida@redcross.is eÅ a í síma 482 2106 / † 864 6752 og á heimasíÅ u RauÅ a krossins †† www.redcross.is. Nýjung bættist við í verslunarflóruna á Suð-urnesjum þegar Jubo opnaði að Iðavöllum 7 í Reykjanesbæ í síðasta mánuði. Jubo sérhæfir sig í pólskum vörum, aðallega matvöru, en er líka með tímarit og dagblöð. Vinkonurnar Justyna og Bozena, sem reka Jubo, hafa búið hér á landi í um áratug og sögðu í sam- tali við Víkurfréttir að þær hafi séð tækifæri til að opna búð hér suður frá því oft hafi verið erfitt og tímafrekt að fara inn í Reykjavík til að fá pólskar vörur. „Svo er líka gott að koma inn í búð þar sem maður þekkir vörurnar að heiman,“ sagði Justyna og bætti því við að það væri nokkur munur á íslenskri og pólskri matvöru. „Maturinn hér er yfirleitt aðeins sætari en við erum vön. Við viljum frekar að það sé meira kryddbragð af matnum.“ Engum vandkvæðum er bundið að fá flestar vör- urnar inn til landsins, en þó eru þær vörur sem innihalda kjöt háðar innflutningsleyfum. Það var þó chillikrydd og karrí sem var næstum því búið að setja strik í reikninginn hjá þeim. „Gámurinn með öllum vörunum var kominn til landsins og við vorum að fara að ná í hann á föstudegi en þá kom í ljós að það voru vandræði með chilli og karrýkrydd í gámnum og okkur var sagt að við fengjum ekki að leysa hann út fyrr en eftir helgi... og við búin að auglýsa opnun dag- inn eftir! Búðin var tóm fyrir utan verðmerking- arnar á hillunum. Við náðum samt að klára málið, vorum alla nóttina að raða í hillurnar en gátum svo opnað daginn eftir.“ Reksturinn hefur farið vel af stað, enda er mik- ill fjöldi Pólverja á svæðinu, en Íslendingar eru sumir farnir að venjast vörum eins og Kaktus ávaxtasafanum og ýmiskonar sælgæti. „Við stefnum að því að auka úrvalið hjá okkur og ætlum líka að þýða allar merkingar í hillunum til að gera vörurnar aðgengilegri fyrir Íslendinga,“ sagði Justyna að lokum. Pólska búðin Jubo í Reykjanesbæ: Stefna að því að auka enn vöruúrvalið Þær Justyna og Bozena við hillurnar. Nafn búðarinnar er dregið af fyrstu tveimur stöfunum í nöfnum þeirra. VF -m yn d/ Þ or gi ls Úrvalið er gott í Jubo og nú eru nokkrir Íslendingar líka farnir að sækja þangað pólskar vörur. Frá Vatnsleysuströnd. VF-mynd/elg Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur undanfarið staðið fyrir léttum kvöldgöngum í nágrenni sveitarfélagins. Ferð- irnar halda áfram í júní en tilgangur þeirra er að gefa fólki tækifæri að kynnast nánasta um- hverfi sínu og hafa áhrif á það. Gengið verður á þriðjudagskvöldum á lagt upp kl. 19:30. Í næstu viku verður gengið að Hrafnagjá. Þá er ráðgert að skoða Hvassahraunskatla, Brugghelli og Tór, Eldborg, Lambafellsgjá og Sóleyjarkrika í þeim göngum sem framundan eru. Á Jóns- messu á svo að ganga á Keili. Nánari upplýsingar má nálgast á www.vogar.is . Gönguferðir umhverfisnefndar halda áfram Þennan verðlaunagrip fann Þuríður Birna Björnsdóttir, og kom með á skrifstofu Vík- urfrétta. Hann er talsvet laskaður og ómerktur, en ef einhver saknar hans og þekkir hann af mydn- inni má vitja hans á skrifstofum VF.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.