Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2017, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 17. nóvember 2017fréttir
Spurning vikunnar
Þetta helSt
Þessar fréttir bar hæst í vikunni
Skólabílstjóri stígur fram
Sigurjón R. Ingvarsson, fyrrverandi skólabílstjóri, steig
fram í opnu bréfi til blaðsins í vikunni þar sem hann harmaði örlög
sín í kjölfar tálbeituaðgerðar DV. Sagðist Sigurjón hafa misst vinnuna
og fengi hvergi neitt að gera út af umfjölluninni. Í henni brá blaða
maður DV sér í gervi 16 ára stúlku sem samþykkti vinabeiðnir frá eldri
karlmönnum á samfélagsmiðlum. Einn af þeim var Sigurjón og óskaði
hann að fyrra bragði eftir klámmyndum af stúlkunni auk þess sem
hann lýsti yfir áhuga sínum á stunda með henni kynlíf. Í bréfinu held
ur Sigurjón því fram að hann hafi verið að gera tilraun sem leiða átti
í ljós hvað hendi menn sem gripnir eru og opinberaðir við að reyna
beita börn ofbeldi. Gagnrýnir hann skort á úrræðum fyrir slíka menn
og að þeim sé hent út á guð og gaddinn í stað þess að þeir fái hjálp.
Kveikt í bústað
Gunnars
Birgissonar
Í nýútkominni ævisögu
Gunnars Birgissonar, bæj
arstjóra Fjallabyggðar, er
fjallað um íkveikju á sum
arbústað í eigu bæjarstjórans og fjöl
skyldu hans árið 2007. Eldsupptök voru ókunn
en Gunnar greinir frá því að hann hafi feng
ið tvo menn, þá Geir Jón Þórisson yfirlögreglu
þjón og Ásgeir Þór Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, til
að rannsaka málið. Báðir komust þeir að sömu niðurstöðu; að maður
sem tengdist undirheimunum hefði kveikt í bústaðnum. Sá lagði fæð á
Gunnar. „Ég veit hver þessi maður er,“ segir Gunnar í ævisögunni sem
skrifuð er af Orra Páli Ormarssyni.
„Núna ætla ég að biðja
fyrir þér Jónína mín“
Frétt um að
yfir 400 konur
hafi stigið fram
í leiklistar
heimi Svíþjóðar og greint frá því að þær
hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni vakti
athygli í vikunni. Jónína Benediktsdóttir
deildi fréttinni á Facebooksíðu sinni og sagði það ekki mögulegt að
svo margar konur hafi orðið fyrir slíku. „Drepið mig ekki alveg. Eru
konur að verða náttúrulausar með öllu?“ sagði Jónína meðal annars
í athugasemd við fréttina. Færslan féll í grýttan jarðveg og fjarlægði
Jónína hana fljótlega af síðu sinni. Þá hafði einn ónefndur vinur
Jónínu skrifaði: „Núna ætla ég að biðja fyrir þér Jónína mín“
hvaða jólabók langar þig helst að lesa?
Margrét Arnþórsdóttir
„Mig langar náttúrlega í Myrkrið veit
eftir Arnald. Mig langar líka í bók Jóns
Gnarr, Þúsund kossar, um konu hans,
hana Jógu. Ég er spennt fyrir þeirri bók.“
Nanna Bjarnadóttir
„Sögu Ástu eftir Jón Kalman. Ég hef
kíkt í bækur hans og er hrifin en hann er
kannski stundum aðeins of langorður.“
Þórunn Borg
„Ég var að skoða eina sem mig langar í og
er eftir Arnald Indriðason. Ég hef lesið
svo að segja allar bækur hans og á þær
flestar.“
Kasia Shafraniec
„Ég veit það ekki. Ég er pólsk og heima
lesum við sögur á pólsku. Við hjónin
tölum íslensku og lesum oft íslenskar
barnabækur fyrir börnin og þá eitthvað
um jólasveininn fyrir jólin.“
Í
síðustu viku kvað Hæstiréttur
upp dóm í áratuga löngu deilu
máli náinna ættingja. Málið
velktist lengi um í dómskerf
inu, í rúm tvö ár, en það var þó í
grunninn mjög einfalt og sner
ist um aðeins einn hlut: íslenska
þjóðbúninginn.
Reyndi ítrekað að
fá gjöfina afhenta
Málavextir eru nokkuð á reiki enda
lýstu aðilar málsins þeim með mis
munandi hætti. Stefnandi í mál
inu, Kristbjörg Helga Guðlaugs
dóttir, lýsti atvikum þannig að árið
1956 hafi hún, þá fjögurra ára göm
ul, fengið þjóðbúninginn að gjöf
frá uppeldissystur föður síns. Þar
sem búningurinn var að stærð fyr
ir fullvaxta konu hafi móður henn
ar verið falið að varðveita hann
þar til Kristbjörg yrði fullorðin.
Á fullorðinsárum hafi hún ítrek
að en árangurslaust beðið móður
sína um að fá búninginn afhent
an, meðal annars með kröfubréfi
árið 2010. Móðir hennar hafi látist
árið 2013 en þá hafi komið í ljós að
árið 2007 hafi hún með undirrit
uðu gjafabréfi gefið og afhent bún
inginn systur sinni, Kristínu Valdi
marsdóttur. Við það gat Kristbjörg
ekki unað og höfðaði mál á hendur
Kristínu frænku sinni til að fá viður
kenndan eignarrétt sinn á þjóð
búningnum.
Mótmælti öllum kröfum
móðurdóttur sinnar
Kristín lýsti atvikum hins vegar
þannig að systir hennar hafi fengið
þjóðbúninginn að gjöf frá
ömmu þeirra sem lést
árið 1943 og hafi átt
hann þaðan í frá. Mót
mælti hún öllum full
yrðingum Kristbjargar
um að hún hafi feng
ið búninginn að gjöf
fyrir rúmum 60
árum enda væru
þær staðhæf
ingar ekki studd
ar neinum gögn
um.
Við aðal
meðferð máls
ins í héraðsdómi
báru vitni alls
sjö manns, fimm
systkini hinnar
látnu móður auk
bróður og mág
konu Kristbjargar.
Vitnisburður þeirra
skýrði málið hins
vegar lítið enda var
ekkert þeirra vitni
að hinni meintu
gjöf árið 1956. Sum
vitnanna sögðust
hafa heyrt af því að
Kristbjörg hafi feng
ið búninginn að gjöf
en önnur sögðust
ekki vita annað en að
hin látna móðir hafi átt
búninginn alla tíð. Þar
kom einnig fram að samkomulag
Kristbjargar við móður sína hafi
ekki verið gott og að þær hafi ekk
ert samband haft í fleiri ár áður en
móðirin lést.
Verðmetinn á milljón
Í málinu kom fram að Kristbjörg
áætlaði að verðmæti þjóðbún
ingsins væri nærri ein milljón
króna. Var búningnum lýst þannig
að hann samanstæði af „boð
ungi með gullhúðuðum
millum, millureim, millu
nál, skrauti úr vírborð
um á boðunginum, pilsi,
svuntu, blússu, gyll
tri brjóstnælu, gylltum
ermahnöppum, gyllt
um svuntuhnöppum,
gylltu stjörnubelti og
skotthúfu með gylltum
hnakkaprjónum og
skúfhólki.“
Niðurstaða Hæsta
réttar var sú sama
og héraðsdóms, að
Kristbjörgu hafi ekki
tekist að sanna að
henni hafi verið gefinn
búningurinn árið 1956.
Því hafi móðir henn
ar verið réttmætur eig
andi búningsins þegar
hún gaf hann Krist
ínu systur sinni árið
2007. Var niðurstað
an því Kristínu í vil og
var Kristbjörg dæmd til
að greiða henni 750.000
krónur í málskostnað. n
Hæstiréttur útkljáði
fjölskylduerjur
náfrænkur deildu um íslenskan þjóðbúning
Sigurvin Ólafsson
sigurvin@dv.is
Íslenski
þjóðbúningurinn
Frænkurnar börðust
hatrammlega
fyrir dómstólum
um eignarréttinn
á þjóðbúningnum.
Myndin tengist
fréttinni ekki beint.
Mynd buninguRinn.iS